Banaslys við beygju sem stóð til að banna Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 06:00 Banna átti beygjuna þar sem banaslysið varð. Mynd/Atli Banaslys varð á Reykjanesbraut á fimmtudag þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi. Bíllinn og bifhjól á suðurleið skullu saman og ökumaður bifhjólsins, þriggja barna faðir á fertugsaldri, lést. Í ágúst í fyrra var tilkynnt um framkvæmdir við hringtorg við Stekk í Njarðvík og að vinstri beygja yrði bönnuð frá Hafnavegi. Í stað þess færi öll umferð til norðurs frá Hafnavegi um hringtorgið. Enn hefur vinstri beygjan þó ekki verið bönnuð með fyrrgreindum afleiðingum. Atli Már Jóhannsson, mótorhjólamaður og íbúi í Höfnum, segir gatnamót hafa verið vandræðabörn hjá Reykjanesbæ í mörg ár. „Það voru fyrst gatnamótin fyrir neðan Hafnaveg, en það er komið hringtorg þar. Það stóð alltaf til að færa Hafnaveg niður að hringtorginu, það kom tillaga um það en það virðist ekkert vera að gerast í því,“ segir Atli.„Það varð banaslys þarna í vetur aðeins neðar. Það er mikið af fólki sem þarf að labba yfir Reykjanesbraut til að sækja sér þjónustu. Það er verið að tala um að setja undirgöng þarna. Það er skrítið að þetta sé ekki gert í einum rykk,“ segir hann. Atli bendir á að við Reykjanesbraut séu tvenn gatnamót í viðbót án hringtorgs, bæði í Keflavík. Í svari frá Vegagerðinni segir að ástæða þess að beygjan var ekki lögð af hafi verið seinkun á verkinu fram á harða vetur. Eftir áramótin var svo farið að vinna í undirbúningi þess að setja undirgöng undir Reykjanesbraut við Hafnaveginn. Það var ljóst að þar þyrfti að setja framhjáhlaup vegna þeirra framkvæmda og því frestaðist á ný að leggja beygjuna af. Stefnt er að því að undirgöngin verði gerð í sumar. Ef verkinu aftur á móti seinkar verði strax farið í að banna vinstri beygjuna og sett upp það sem þarf til þess, kantsteinar og eyja. Hins vegar, ef farið verði í framkvæmdir með framhjáhlaupinu, þá lokist á vinstri beygjuna.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Banaslys varð á Reykjanesbraut á fimmtudag þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi. Bíllinn og bifhjól á suðurleið skullu saman og ökumaður bifhjólsins, þriggja barna faðir á fertugsaldri, lést. Í ágúst í fyrra var tilkynnt um framkvæmdir við hringtorg við Stekk í Njarðvík og að vinstri beygja yrði bönnuð frá Hafnavegi. Í stað þess færi öll umferð til norðurs frá Hafnavegi um hringtorgið. Enn hefur vinstri beygjan þó ekki verið bönnuð með fyrrgreindum afleiðingum. Atli Már Jóhannsson, mótorhjólamaður og íbúi í Höfnum, segir gatnamót hafa verið vandræðabörn hjá Reykjanesbæ í mörg ár. „Það voru fyrst gatnamótin fyrir neðan Hafnaveg, en það er komið hringtorg þar. Það stóð alltaf til að færa Hafnaveg niður að hringtorginu, það kom tillaga um það en það virðist ekkert vera að gerast í því,“ segir Atli.„Það varð banaslys þarna í vetur aðeins neðar. Það er mikið af fólki sem þarf að labba yfir Reykjanesbraut til að sækja sér þjónustu. Það er verið að tala um að setja undirgöng þarna. Það er skrítið að þetta sé ekki gert í einum rykk,“ segir hann. Atli bendir á að við Reykjanesbraut séu tvenn gatnamót í viðbót án hringtorgs, bæði í Keflavík. Í svari frá Vegagerðinni segir að ástæða þess að beygjan var ekki lögð af hafi verið seinkun á verkinu fram á harða vetur. Eftir áramótin var svo farið að vinna í undirbúningi þess að setja undirgöng undir Reykjanesbraut við Hafnaveginn. Það var ljóst að þar þyrfti að setja framhjáhlaup vegna þeirra framkvæmda og því frestaðist á ný að leggja beygjuna af. Stefnt er að því að undirgöngin verði gerð í sumar. Ef verkinu aftur á móti seinkar verði strax farið í að banna vinstri beygjuna og sett upp það sem þarf til þess, kantsteinar og eyja. Hins vegar, ef farið verði í framkvæmdir með framhjáhlaupinu, þá lokist á vinstri beygjuna.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira