Lífið

Útskriftanemar í Árósum látnir gera víkingaklappið

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Háskólanemar í Árósum eru sannir víkingar.
Háskólanemar í Árósum eru sannir víkingar. Vísir
Úskriftanemar úr Háskólanum í Árósum í gær fengu fremur óhefðbundna lokaræðu frá Allan Flyvbjerg yfirmanni heilssviðs þar á bæ. Eftir að hann hafði flutt hvatningarræðu sína til nemenda ákvað hann að sameina alla að íslenskum sið. Já, nefnilega með víkingaklappinu fræga sem slegið hefur í gegn á EM í knattspyrnu.

„Ég hef bara eitt tækifæri á ævinni til þess að gera þetta. Standið öll sömul upp og gerið svona,“ sagði hann og rétti út hendurnar. Svo leiddi hann útskriftanema Árrósa í allsherjar víkingaklappi.

Myndband af atburðinum má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×