Prinsinn og Jónas Sig opna Havarí Birgir Örn Steinarsson skrifar 30. júní 2016 16:19 Jónas Sig og Prins Póló leiða saman hesta sína. Vísir Á laugardag opnar Havarí sem er menningarmiðstöð hjónanna Svavars Péturs Eysteinssonar og Berglindar Hasler á sveitabænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi. Svavar er auðvitað flestum þekktur sem alter-egó sitt Prins póló og það er því við hæfi að opnunarhelgi miðstöðvarinnar verði skreytt tónleikum með honum. Hann verður þó ekki einn á ferð því Jónas Sigurðsson verður honum til halds og trausts á sviðinu á laugardagskvöldið. „Jónas er að snúa til baka úr sjálfskipaðri útlegð á Spáni. Hann hefur verið í kaffibindindi allan tímann og ætlar að rjúfa það hér á laugardaginn. Við erum með svo helvíti gott kaffi hérna nefnilega,“ segir Svavar sem unnið hefur hörðum höndum að því að innrétta hlöðu bæjarins upp á nýtt svo halda megi þar ýmsa menningarviðburði. „Við verðum bara tveir á laugardaginn. Við ætlum standa saman á sviði og hrista lög okkar einhvern veginn saman.“Svavar og Berglind hafa unnið dag og nótt við það að breyta hlöðu sveitabæjarins í menningarmiðstöðina Havarí.Vísir/Svavar PéturFullt veitingarleyfi fyrir 100 mannsHavarí er með fullt veitingaleyfi og verður því í senn kaffihús, skemmtistaður, veitingastaður, sýningarsalur fyrir listaverk og svo auðvitað nýr staður til tónleikahalds. Staðurinn er með leyfi fyrir 100 manns og er Prinsinn á fullu að setja saman dagskrá fyrir sumarið en reikna má með tónleikum þar frá FM Belfast, Markúsi Bjarnasyni og Páli Ragnari Pálssyni ásamt eistnesku söngkonunni Tui Hirv. „Hérna verður því ekki sveitaballafílingur af því leyti að hér verða ekki haldin flöskuböll, enda ekki þörf á því með opinn bar. Hér er líka veitingastaður sem leggur áherslu á steiktan og djúsi grænmetismat og þar eru Bulsurnar okkar í forgrunni.“ Fólk þarf því ekki að mæta með sitt eigið sveitasnakk, eins og landinn var oft kallaður í sveitinni hér í gamla daga. Eina sveitasnakkið á borðstólnum verður það sem Prinsinn og Berglind búa til sjálf úr rófum.Framhald af Havarí í Reykjavík„Þetta verður einhvers konar veitingastaður, menningarmiðstöð og viðburðarrými. Þetta verður einhvers konar framhald af því sem við vorum með hérna fyrir nokkrum árum síðan í miðbæ Reykjavíkur. Við dustuðum rykið af því nafni og þetta er í raun framhald af því. Hérna verða alls kyns uppákomur. Allt frá brúðkaupum, þorrablótum og ýmis konar gjörningum.“ Prinsinn tekur ekki fyrir það að einhvern tíma verði haldin tónlistarhátíð á Karlsstöðum enda sé þar nóg af túnum sem megi tjalda á. Í júlí ætlar hann svo að troða upp í Havarí á hverjum degi klukkan fjögur yfir vöfflukaffi. Miðar á tónleikana á laugardag eru til sölu á tix.is. Tónlist Tengdar fréttir Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32 MC Póló krefst diskókúlu Þær eru misjafnar kröfur stjarnanna þegar kemur að tækjabúnaði. Prins Póló bað bara um einn hlut fyrir partý á Djúpavogi. 20. apríl 2016 16:18 Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55 Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Á laugardag opnar Havarí sem er menningarmiðstöð hjónanna Svavars Péturs Eysteinssonar og Berglindar Hasler á sveitabænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi. Svavar er auðvitað flestum þekktur sem alter-egó sitt Prins póló og það er því við hæfi að opnunarhelgi miðstöðvarinnar verði skreytt tónleikum með honum. Hann verður þó ekki einn á ferð því Jónas Sigurðsson verður honum til halds og trausts á sviðinu á laugardagskvöldið. „Jónas er að snúa til baka úr sjálfskipaðri útlegð á Spáni. Hann hefur verið í kaffibindindi allan tímann og ætlar að rjúfa það hér á laugardaginn. Við erum með svo helvíti gott kaffi hérna nefnilega,“ segir Svavar sem unnið hefur hörðum höndum að því að innrétta hlöðu bæjarins upp á nýtt svo halda megi þar ýmsa menningarviðburði. „Við verðum bara tveir á laugardaginn. Við ætlum standa saman á sviði og hrista lög okkar einhvern veginn saman.“Svavar og Berglind hafa unnið dag og nótt við það að breyta hlöðu sveitabæjarins í menningarmiðstöðina Havarí.Vísir/Svavar PéturFullt veitingarleyfi fyrir 100 mannsHavarí er með fullt veitingaleyfi og verður því í senn kaffihús, skemmtistaður, veitingastaður, sýningarsalur fyrir listaverk og svo auðvitað nýr staður til tónleikahalds. Staðurinn er með leyfi fyrir 100 manns og er Prinsinn á fullu að setja saman dagskrá fyrir sumarið en reikna má með tónleikum þar frá FM Belfast, Markúsi Bjarnasyni og Páli Ragnari Pálssyni ásamt eistnesku söngkonunni Tui Hirv. „Hérna verður því ekki sveitaballafílingur af því leyti að hér verða ekki haldin flöskuböll, enda ekki þörf á því með opinn bar. Hér er líka veitingastaður sem leggur áherslu á steiktan og djúsi grænmetismat og þar eru Bulsurnar okkar í forgrunni.“ Fólk þarf því ekki að mæta með sitt eigið sveitasnakk, eins og landinn var oft kallaður í sveitinni hér í gamla daga. Eina sveitasnakkið á borðstólnum verður það sem Prinsinn og Berglind búa til sjálf úr rófum.Framhald af Havarí í Reykjavík„Þetta verður einhvers konar veitingastaður, menningarmiðstöð og viðburðarrými. Þetta verður einhvers konar framhald af því sem við vorum með hérna fyrir nokkrum árum síðan í miðbæ Reykjavíkur. Við dustuðum rykið af því nafni og þetta er í raun framhald af því. Hérna verða alls kyns uppákomur. Allt frá brúðkaupum, þorrablótum og ýmis konar gjörningum.“ Prinsinn tekur ekki fyrir það að einhvern tíma verði haldin tónlistarhátíð á Karlsstöðum enda sé þar nóg af túnum sem megi tjalda á. Í júlí ætlar hann svo að troða upp í Havarí á hverjum degi klukkan fjögur yfir vöfflukaffi. Miðar á tónleikana á laugardag eru til sölu á tix.is.
Tónlist Tengdar fréttir Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32 MC Póló krefst diskókúlu Þær eru misjafnar kröfur stjarnanna þegar kemur að tækjabúnaði. Prins Póló bað bara um einn hlut fyrir partý á Djúpavogi. 20. apríl 2016 16:18 Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55 Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32
MC Póló krefst diskókúlu Þær eru misjafnar kröfur stjarnanna þegar kemur að tækjabúnaði. Prins Póló bað bara um einn hlut fyrir partý á Djúpavogi. 20. apríl 2016 16:18
Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55