Isavia falið að loka flugbraut 06/24 Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 30. júní 2016 19:45 Innanríkisráðherra hefur falið Isavia að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Vísir/Baldur Innanríkisráðherra hefur falið Isavia að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Isavia og borgarstjóra nú síðdegis. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu hinn 9. júní síðastliðinn að ríkið þurfi að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Var innanríkisráðherra gert að loka brautinni innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. Flugbrautin hefur ekki verið í notkun undanfarnar vikur en þær upplýsingar fengust frá Isavia í dag að brautin væri lokuð, eins og algengt er yfir sumartímann. Ljóst er að hún verður ekki opnuð aftur en fréttastofa hefur undir höndum bréf sem innanríkisráðherra sendi í dag til Isavia og borgarstjóra þar sem fram koma formleg fyrirmæli til Isavia um að brautinni skuli lokað. Ákvörðun innanríkisráðherra um lokun Í bréfinu sem barst Isavia nú síðdegis er vísað til dóms Hæstaréttar frá 9. júní. Þá segir: „Í ljósi niðurstöðu dómsins hefur innanríkisráðherra tekið ákvörðun um að loka beri flugbrautinni og taka hana úr notkun. Hér með er Isavia ohf. falið að annast lokun brautarinnar þannig að framkvæmdin samræmist lögum og verklagi sem um lokunina gilda.“ Þá kemur fram að innanríkisráðuneytið muni boða til fundar með Isavia til að fara yfir áhrif lokunar flugbrautarinnar á gildandi þjónustusamning vegna innanlandsflugs. Reykjavíkurflugvöllur orðinn tveggja brauta völlur „Þetta ferli er í sjálfu sér mjög einfalt. Við sendum út svokallað notam og það er raunar farið út, var sent út í síðustu viku, um að brautinni sé lokað. Þá raunverulega er hún ekki í notkun á meðan slíkt skeyti er úti,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri innanlandsflugvallasviðs hjá Isavia. Aðspurður hvort þetta hafi þá þýðingu að brautin verði aldrei opnuð aftur, til að mynda í neyðartilvikum, segir Jón að brautin fari ekki neitt fyrr en farið verður að byggja á henni. Hún verði því ekki brotin upp eða fjarlægð með öðrum hætti. „Þessi ákvörðun er væntanlega endanleg. Þannig að við gerum ráð fyrir að þessi völlur verði bara tveggja brauta völlur hér eftir og nýtum þetta þá væntanlega bara sem akbrautir og flugvallarstæði á meðan. Þannig að brautin nýtist sem slík áfram en bara ekki sem flugbraut,“ segir Jón Karl. Tengdar fréttir Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Ómar segir enn hægt að bjarga neyðarbrautinni Ómar er búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. 18. júní 2016 21:43 Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur falið Isavia að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Isavia og borgarstjóra nú síðdegis. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu hinn 9. júní síðastliðinn að ríkið þurfi að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Var innanríkisráðherra gert að loka brautinni innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. Flugbrautin hefur ekki verið í notkun undanfarnar vikur en þær upplýsingar fengust frá Isavia í dag að brautin væri lokuð, eins og algengt er yfir sumartímann. Ljóst er að hún verður ekki opnuð aftur en fréttastofa hefur undir höndum bréf sem innanríkisráðherra sendi í dag til Isavia og borgarstjóra þar sem fram koma formleg fyrirmæli til Isavia um að brautinni skuli lokað. Ákvörðun innanríkisráðherra um lokun Í bréfinu sem barst Isavia nú síðdegis er vísað til dóms Hæstaréttar frá 9. júní. Þá segir: „Í ljósi niðurstöðu dómsins hefur innanríkisráðherra tekið ákvörðun um að loka beri flugbrautinni og taka hana úr notkun. Hér með er Isavia ohf. falið að annast lokun brautarinnar þannig að framkvæmdin samræmist lögum og verklagi sem um lokunina gilda.“ Þá kemur fram að innanríkisráðuneytið muni boða til fundar með Isavia til að fara yfir áhrif lokunar flugbrautarinnar á gildandi þjónustusamning vegna innanlandsflugs. Reykjavíkurflugvöllur orðinn tveggja brauta völlur „Þetta ferli er í sjálfu sér mjög einfalt. Við sendum út svokallað notam og það er raunar farið út, var sent út í síðustu viku, um að brautinni sé lokað. Þá raunverulega er hún ekki í notkun á meðan slíkt skeyti er úti,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri innanlandsflugvallasviðs hjá Isavia. Aðspurður hvort þetta hafi þá þýðingu að brautin verði aldrei opnuð aftur, til að mynda í neyðartilvikum, segir Jón að brautin fari ekki neitt fyrr en farið verður að byggja á henni. Hún verði því ekki brotin upp eða fjarlægð með öðrum hætti. „Þessi ákvörðun er væntanlega endanleg. Þannig að við gerum ráð fyrir að þessi völlur verði bara tveggja brauta völlur hér eftir og nýtum þetta þá væntanlega bara sem akbrautir og flugvallarstæði á meðan. Þannig að brautin nýtist sem slík áfram en bara ekki sem flugbraut,“ segir Jón Karl.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Ómar segir enn hægt að bjarga neyðarbrautinni Ómar er búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. 18. júní 2016 21:43 Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59
Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15
Ómar segir enn hægt að bjarga neyðarbrautinni Ómar er búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. 18. júní 2016 21:43
Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47