Isavia falið að loka flugbraut 06/24 Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 30. júní 2016 19:45 Innanríkisráðherra hefur falið Isavia að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Vísir/Baldur Innanríkisráðherra hefur falið Isavia að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Isavia og borgarstjóra nú síðdegis. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu hinn 9. júní síðastliðinn að ríkið þurfi að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Var innanríkisráðherra gert að loka brautinni innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. Flugbrautin hefur ekki verið í notkun undanfarnar vikur en þær upplýsingar fengust frá Isavia í dag að brautin væri lokuð, eins og algengt er yfir sumartímann. Ljóst er að hún verður ekki opnuð aftur en fréttastofa hefur undir höndum bréf sem innanríkisráðherra sendi í dag til Isavia og borgarstjóra þar sem fram koma formleg fyrirmæli til Isavia um að brautinni skuli lokað. Ákvörðun innanríkisráðherra um lokun Í bréfinu sem barst Isavia nú síðdegis er vísað til dóms Hæstaréttar frá 9. júní. Þá segir: „Í ljósi niðurstöðu dómsins hefur innanríkisráðherra tekið ákvörðun um að loka beri flugbrautinni og taka hana úr notkun. Hér með er Isavia ohf. falið að annast lokun brautarinnar þannig að framkvæmdin samræmist lögum og verklagi sem um lokunina gilda.“ Þá kemur fram að innanríkisráðuneytið muni boða til fundar með Isavia til að fara yfir áhrif lokunar flugbrautarinnar á gildandi þjónustusamning vegna innanlandsflugs. Reykjavíkurflugvöllur orðinn tveggja brauta völlur „Þetta ferli er í sjálfu sér mjög einfalt. Við sendum út svokallað notam og það er raunar farið út, var sent út í síðustu viku, um að brautinni sé lokað. Þá raunverulega er hún ekki í notkun á meðan slíkt skeyti er úti,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri innanlandsflugvallasviðs hjá Isavia. Aðspurður hvort þetta hafi þá þýðingu að brautin verði aldrei opnuð aftur, til að mynda í neyðartilvikum, segir Jón að brautin fari ekki neitt fyrr en farið verður að byggja á henni. Hún verði því ekki brotin upp eða fjarlægð með öðrum hætti. „Þessi ákvörðun er væntanlega endanleg. Þannig að við gerum ráð fyrir að þessi völlur verði bara tveggja brauta völlur hér eftir og nýtum þetta þá væntanlega bara sem akbrautir og flugvallarstæði á meðan. Þannig að brautin nýtist sem slík áfram en bara ekki sem flugbraut,“ segir Jón Karl. Tengdar fréttir Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Ómar segir enn hægt að bjarga neyðarbrautinni Ómar er búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. 18. júní 2016 21:43 Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur falið Isavia að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Isavia og borgarstjóra nú síðdegis. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu hinn 9. júní síðastliðinn að ríkið þurfi að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Var innanríkisráðherra gert að loka brautinni innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. Flugbrautin hefur ekki verið í notkun undanfarnar vikur en þær upplýsingar fengust frá Isavia í dag að brautin væri lokuð, eins og algengt er yfir sumartímann. Ljóst er að hún verður ekki opnuð aftur en fréttastofa hefur undir höndum bréf sem innanríkisráðherra sendi í dag til Isavia og borgarstjóra þar sem fram koma formleg fyrirmæli til Isavia um að brautinni skuli lokað. Ákvörðun innanríkisráðherra um lokun Í bréfinu sem barst Isavia nú síðdegis er vísað til dóms Hæstaréttar frá 9. júní. Þá segir: „Í ljósi niðurstöðu dómsins hefur innanríkisráðherra tekið ákvörðun um að loka beri flugbrautinni og taka hana úr notkun. Hér með er Isavia ohf. falið að annast lokun brautarinnar þannig að framkvæmdin samræmist lögum og verklagi sem um lokunina gilda.“ Þá kemur fram að innanríkisráðuneytið muni boða til fundar með Isavia til að fara yfir áhrif lokunar flugbrautarinnar á gildandi þjónustusamning vegna innanlandsflugs. Reykjavíkurflugvöllur orðinn tveggja brauta völlur „Þetta ferli er í sjálfu sér mjög einfalt. Við sendum út svokallað notam og það er raunar farið út, var sent út í síðustu viku, um að brautinni sé lokað. Þá raunverulega er hún ekki í notkun á meðan slíkt skeyti er úti,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri innanlandsflugvallasviðs hjá Isavia. Aðspurður hvort þetta hafi þá þýðingu að brautin verði aldrei opnuð aftur, til að mynda í neyðartilvikum, segir Jón að brautin fari ekki neitt fyrr en farið verður að byggja á henni. Hún verði því ekki brotin upp eða fjarlægð með öðrum hætti. „Þessi ákvörðun er væntanlega endanleg. Þannig að við gerum ráð fyrir að þessi völlur verði bara tveggja brauta völlur hér eftir og nýtum þetta þá væntanlega bara sem akbrautir og flugvallarstæði á meðan. Þannig að brautin nýtist sem slík áfram en bara ekki sem flugbraut,“ segir Jón Karl.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Ómar segir enn hægt að bjarga neyðarbrautinni Ómar er búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. 18. júní 2016 21:43 Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59
Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15
Ómar segir enn hægt að bjarga neyðarbrautinni Ómar er búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. 18. júní 2016 21:43
Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47