Vill lengri opnun sundstaða Snærós Sindradóttir skrifar 8. júní 2016 06:00 Laugardalslaug hefur lengstan opnunartíma sundstaða í Reykjavík en Hildur Sverrisdóttir segir íbúa borgarinnar kvarta yfir því að þar sé ekki pláss fyrir fjölskyldur vegna ferðamannastraums. Fréttablaðið/ernir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram óformlega tillögu á borgarstjórnarfundi í gær þess efnis að opnunartími sundstaða yrði lengdur á ný. Tillagan kom fram við umræður um skýrslu stýrihóps um lýðheilsu og heilsueflingu barna og unglinga í leik- og grunnskólum og frístundastarfi. Hildur kom inn á það í ræðu sinni að ferðamönnum hefði fjölgað mikið í Reykjavík frá þeim tíma sem opnunartími sundstaða var styttur eftir efnahagshrunið 2008. „Hvað svo sem má segja um nauðsyn þess á sínum tíma er allavega hægt að segja að opnunartímunum hafi á sínum tíma verið dreift þannig að Reykvíkingar ættu á hverjum tíma að geta farið í einhverja laug sem væri opin, sem var þá Laugardalslaugin sem er alltaf opin til klukkan 10. Nú er svo komið að við heyrum kvartanir íbúa í öllum hverfum borgarinnar yfir því að það sé ekki lengur hægt að fara með börnin í sund á kvöldin um helgar þar sem Laugardalslaugin er einfaldlega pökkuð af fólki og þá aðallega ferðamönnum,“ sagði Hildur í ræðu sinni. Nýlega var stakt gjald í sund hjá Reykjavíkurborg hækkað í 900 krónur þó enn sé hægt að fara ódýrar í sund með fjölferða kortum. Um helgar í sumar eru laugarnar alla jafna opnar til sex á daginn, fyrir utan Laugardalslaug sem er opin til tíu á kvöldin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016 Sundlaugar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram óformlega tillögu á borgarstjórnarfundi í gær þess efnis að opnunartími sundstaða yrði lengdur á ný. Tillagan kom fram við umræður um skýrslu stýrihóps um lýðheilsu og heilsueflingu barna og unglinga í leik- og grunnskólum og frístundastarfi. Hildur kom inn á það í ræðu sinni að ferðamönnum hefði fjölgað mikið í Reykjavík frá þeim tíma sem opnunartími sundstaða var styttur eftir efnahagshrunið 2008. „Hvað svo sem má segja um nauðsyn þess á sínum tíma er allavega hægt að segja að opnunartímunum hafi á sínum tíma verið dreift þannig að Reykvíkingar ættu á hverjum tíma að geta farið í einhverja laug sem væri opin, sem var þá Laugardalslaugin sem er alltaf opin til klukkan 10. Nú er svo komið að við heyrum kvartanir íbúa í öllum hverfum borgarinnar yfir því að það sé ekki lengur hægt að fara með börnin í sund á kvöldin um helgar þar sem Laugardalslaugin er einfaldlega pökkuð af fólki og þá aðallega ferðamönnum,“ sagði Hildur í ræðu sinni. Nýlega var stakt gjald í sund hjá Reykjavíkurborg hækkað í 900 krónur þó enn sé hægt að fara ódýrar í sund með fjölferða kortum. Um helgar í sumar eru laugarnar alla jafna opnar til sex á daginn, fyrir utan Laugardalslaug sem er opin til tíu á kvöldin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016
Sundlaugar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira