Bóndinn á Unaósi hefur engan tíma til að fagna Útsvarssigri Bjarki Ármannsson skrifar 21. maí 2016 12:38 Sigurlið Fljótsdalshéraðs. Frá vinstri: Björg Björnsdóttir, Þorsteinn Bergsson og Hrólfur Eyjólfsson. Mynd/RÚV „Þetta var mjög sætt,“ segir Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi og nýkrýndur sigurvegari í spurningakeppninni Útsvari. Þorsteinn er landsmönnum kunnugur fyrir framgöngu sína í sjónvarpsþættinum með liði Fljótsdalshéraðs, sem bar í gær sigurorð af Reykvíkingum í úrslitaviðureigninni. Sennilega hefur enginn keppt fleiri viðureignir í Útsvari en Þorsteinn, sem tekið hefur þátt í sjö skipti af þeim níu sem keppnin hefur verið haldin og fjórum sinnum ratað alla leið í úrslit. Þetta er þó í fyrsta sinn sem lið hans hreppti Ómarsbjölluna eftirsóttu. „Þau voru nú eitthvað að spyrja mig í gær hvað ég hefði verið í mörgum leikjum,“ segir Þorsteinn. „Ég mundi það nú ekki en ég fór að hugsa eftir á að vinningshlutfallið hlýtur að vera nokkuð gott. Þó að úrslitaleikirnir hafi óþarflega oft tapast.“ Þorsteinn er glaður í bragði þegar blaðamaður nær af honum tali, enda fullt tilefni til. Sonur hans útskrifast í dag úr menntaskóla og verður veisla honum til heiðurs síðar í dag. Þá er sauðburður í fullum gangi á Unaósi og því nánast enginn tími til að fagna sigri í spurningakeppni. „Maður vill nú ekki skyggja á strákinn, þetta er hans dagur,“ segir Þorsteinn kátur. „Svo fengum við nú bara íhlaupamann í dag til að sinna sauðburðinum, því það mátti enginn í fjölskyldunni vera að því.“ Ofan á allt annað þurfti Þorsteinn fyrr í dag að skreppa upp í Hallormsstaðaskóg til að sinna skyldum sínum sem formaður Briddssambands Austurlands. Þar þurfti nefnilega að setja stórt briddsmót. „Þeir héldu reyndar að ég myndi ekki mæta, þannig að það var annar búinn að því,“ segir Þorsteinn og hlær. „En ég lét allavega sjá mig þar og briddsspilarar tóku vel á móti mér.“ Þó að lítill tími hafi gefist til að fagna sigrinum segir Þorsteinn að héraðsfólk sé mjög sátt með sigurinn og að allir sem hann hafi hitt í dag hafi klappað honum á bakið. Hann segist frekar hafa hugsað sér að hætta þátttökunni í Útsvar en ekki, nú þegar sigur hefur loks unnist. Hann útilokar þó ekkert. „Maður veit svosem ekki hvort það verður eitthvað herjað á mig næsta haust,“ segir hann. „Það er eins og með forsetaframbjóðendurna, maður á kannski erfitt með að standast áskoranirnar.“ Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sjá meira
„Þetta var mjög sætt,“ segir Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi og nýkrýndur sigurvegari í spurningakeppninni Útsvari. Þorsteinn er landsmönnum kunnugur fyrir framgöngu sína í sjónvarpsþættinum með liði Fljótsdalshéraðs, sem bar í gær sigurorð af Reykvíkingum í úrslitaviðureigninni. Sennilega hefur enginn keppt fleiri viðureignir í Útsvari en Þorsteinn, sem tekið hefur þátt í sjö skipti af þeim níu sem keppnin hefur verið haldin og fjórum sinnum ratað alla leið í úrslit. Þetta er þó í fyrsta sinn sem lið hans hreppti Ómarsbjölluna eftirsóttu. „Þau voru nú eitthvað að spyrja mig í gær hvað ég hefði verið í mörgum leikjum,“ segir Þorsteinn. „Ég mundi það nú ekki en ég fór að hugsa eftir á að vinningshlutfallið hlýtur að vera nokkuð gott. Þó að úrslitaleikirnir hafi óþarflega oft tapast.“ Þorsteinn er glaður í bragði þegar blaðamaður nær af honum tali, enda fullt tilefni til. Sonur hans útskrifast í dag úr menntaskóla og verður veisla honum til heiðurs síðar í dag. Þá er sauðburður í fullum gangi á Unaósi og því nánast enginn tími til að fagna sigri í spurningakeppni. „Maður vill nú ekki skyggja á strákinn, þetta er hans dagur,“ segir Þorsteinn kátur. „Svo fengum við nú bara íhlaupamann í dag til að sinna sauðburðinum, því það mátti enginn í fjölskyldunni vera að því.“ Ofan á allt annað þurfti Þorsteinn fyrr í dag að skreppa upp í Hallormsstaðaskóg til að sinna skyldum sínum sem formaður Briddssambands Austurlands. Þar þurfti nefnilega að setja stórt briddsmót. „Þeir héldu reyndar að ég myndi ekki mæta, þannig að það var annar búinn að því,“ segir Þorsteinn og hlær. „En ég lét allavega sjá mig þar og briddsspilarar tóku vel á móti mér.“ Þó að lítill tími hafi gefist til að fagna sigrinum segir Þorsteinn að héraðsfólk sé mjög sátt með sigurinn og að allir sem hann hafi hitt í dag hafi klappað honum á bakið. Hann segist frekar hafa hugsað sér að hætta þátttökunni í Útsvar en ekki, nú þegar sigur hefur loks unnist. Hann útilokar þó ekkert. „Maður veit svosem ekki hvort það verður eitthvað herjað á mig næsta haust,“ segir hann. „Það er eins og með forsetaframbjóðendurna, maður á kannski erfitt með að standast áskoranirnar.“
Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sjá meira