Nýtt lag frá Beebee and the bluebirds 26. maí 2016 11:42 ,,Innblástur lagsins er sóttur til lífsins og fólksins í kringum mig,“ segir Brynhildur Oddsdóttir, gítarleikari og söngkona, um nýja lag sveitarinnar Beebee and the bluebirds. MYND/EVA RUT HJALTADÓTTIR Hljómsveitin Beebee and the bluebirds sendi nýlega frá sér nýtt lag sem heitir Out of the dark en sveitin gaf út fyrstu breiðskífu sína árið 2014. Hlusta má á nýja lagið hér á YouTube rás hljómsveitarinnar. Að sögn Brynhildar Oddsdóttur, gítarleikara og söngvara sveitarinnar, var vinnuferli lagsins frekar stutt en hún samdi það að stærstum hluta kvöld eitt í janúar fyrr á árinu. „Stuttu síðar kláraði ég gítarriffið og textann og fór svo með lagið til strákanna í bandinu þar sem við æfðum það upp. Innblástur lagsins er sóttur til lífsins og fólksins í kringum mig. Það er líka þannig að fólk túlkar yfirleitt texta á sinn hátt eða aðlagar að reynslu sem það hefur sjálft gengið í gegnum,“ segir hún. Beebee and the bluebirds hafa spilað á ýmsum tónlistarhátíðum og tónleikum hér á landi undanfarin ár auk þess sem hún hefur spilað víða erlendis undanfarið ár, meðal annars í Chicago og Boston í Bandaríkjunum og Edmonton í Kanada. Á síðasta ári gaf sveitin út nýtt lag og myndband við lagið Easy. „Við stefnum á plötuútgáfu í haust en það verður önnur plata okkar. Hún verður aðeins hrjúfari en sú fyrsta, sem bar heitið Burning Heart og kom út 2014. Síðan höldum við til Milwaukee í Bandaríkjunum í júlí þar sem við komum fram á stórri tónlistarhátíð sem heitir Summerfest auk þess sem við spilum á nokkrum minni tónleikum á sama svæði. Svo spilum við auðvitað á tónlistarhátíðum hér heima í sumar.“ Hlusta má á fyrstu plötu sveitarinnar, og fleiri lög, á Soundcloud síðu hennar. Beebee and the bluebirds er líka á facebook og Instagram. Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hljómsveitin Beebee and the bluebirds sendi nýlega frá sér nýtt lag sem heitir Out of the dark en sveitin gaf út fyrstu breiðskífu sína árið 2014. Hlusta má á nýja lagið hér á YouTube rás hljómsveitarinnar. Að sögn Brynhildar Oddsdóttur, gítarleikara og söngvara sveitarinnar, var vinnuferli lagsins frekar stutt en hún samdi það að stærstum hluta kvöld eitt í janúar fyrr á árinu. „Stuttu síðar kláraði ég gítarriffið og textann og fór svo með lagið til strákanna í bandinu þar sem við æfðum það upp. Innblástur lagsins er sóttur til lífsins og fólksins í kringum mig. Það er líka þannig að fólk túlkar yfirleitt texta á sinn hátt eða aðlagar að reynslu sem það hefur sjálft gengið í gegnum,“ segir hún. Beebee and the bluebirds hafa spilað á ýmsum tónlistarhátíðum og tónleikum hér á landi undanfarin ár auk þess sem hún hefur spilað víða erlendis undanfarið ár, meðal annars í Chicago og Boston í Bandaríkjunum og Edmonton í Kanada. Á síðasta ári gaf sveitin út nýtt lag og myndband við lagið Easy. „Við stefnum á plötuútgáfu í haust en það verður önnur plata okkar. Hún verður aðeins hrjúfari en sú fyrsta, sem bar heitið Burning Heart og kom út 2014. Síðan höldum við til Milwaukee í Bandaríkjunum í júlí þar sem við komum fram á stórri tónlistarhátíð sem heitir Summerfest auk þess sem við spilum á nokkrum minni tónleikum á sama svæði. Svo spilum við auðvitað á tónlistarhátíðum hér heima í sumar.“ Hlusta má á fyrstu plötu sveitarinnar, og fleiri lög, á Soundcloud síðu hennar. Beebee and the bluebirds er líka á facebook og Instagram.
Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira