Nýtt lag frá Beebee and the bluebirds 26. maí 2016 11:42 ,,Innblástur lagsins er sóttur til lífsins og fólksins í kringum mig,“ segir Brynhildur Oddsdóttir, gítarleikari og söngkona, um nýja lag sveitarinnar Beebee and the bluebirds. MYND/EVA RUT HJALTADÓTTIR Hljómsveitin Beebee and the bluebirds sendi nýlega frá sér nýtt lag sem heitir Out of the dark en sveitin gaf út fyrstu breiðskífu sína árið 2014. Hlusta má á nýja lagið hér á YouTube rás hljómsveitarinnar. Að sögn Brynhildar Oddsdóttur, gítarleikara og söngvara sveitarinnar, var vinnuferli lagsins frekar stutt en hún samdi það að stærstum hluta kvöld eitt í janúar fyrr á árinu. „Stuttu síðar kláraði ég gítarriffið og textann og fór svo með lagið til strákanna í bandinu þar sem við æfðum það upp. Innblástur lagsins er sóttur til lífsins og fólksins í kringum mig. Það er líka þannig að fólk túlkar yfirleitt texta á sinn hátt eða aðlagar að reynslu sem það hefur sjálft gengið í gegnum,“ segir hún. Beebee and the bluebirds hafa spilað á ýmsum tónlistarhátíðum og tónleikum hér á landi undanfarin ár auk þess sem hún hefur spilað víða erlendis undanfarið ár, meðal annars í Chicago og Boston í Bandaríkjunum og Edmonton í Kanada. Á síðasta ári gaf sveitin út nýtt lag og myndband við lagið Easy. „Við stefnum á plötuútgáfu í haust en það verður önnur plata okkar. Hún verður aðeins hrjúfari en sú fyrsta, sem bar heitið Burning Heart og kom út 2014. Síðan höldum við til Milwaukee í Bandaríkjunum í júlí þar sem við komum fram á stórri tónlistarhátíð sem heitir Summerfest auk þess sem við spilum á nokkrum minni tónleikum á sama svæði. Svo spilum við auðvitað á tónlistarhátíðum hér heima í sumar.“ Hlusta má á fyrstu plötu sveitarinnar, og fleiri lög, á Soundcloud síðu hennar. Beebee and the bluebirds er líka á facebook og Instagram. Tónlist Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Beebee and the bluebirds sendi nýlega frá sér nýtt lag sem heitir Out of the dark en sveitin gaf út fyrstu breiðskífu sína árið 2014. Hlusta má á nýja lagið hér á YouTube rás hljómsveitarinnar. Að sögn Brynhildar Oddsdóttur, gítarleikara og söngvara sveitarinnar, var vinnuferli lagsins frekar stutt en hún samdi það að stærstum hluta kvöld eitt í janúar fyrr á árinu. „Stuttu síðar kláraði ég gítarriffið og textann og fór svo með lagið til strákanna í bandinu þar sem við æfðum það upp. Innblástur lagsins er sóttur til lífsins og fólksins í kringum mig. Það er líka þannig að fólk túlkar yfirleitt texta á sinn hátt eða aðlagar að reynslu sem það hefur sjálft gengið í gegnum,“ segir hún. Beebee and the bluebirds hafa spilað á ýmsum tónlistarhátíðum og tónleikum hér á landi undanfarin ár auk þess sem hún hefur spilað víða erlendis undanfarið ár, meðal annars í Chicago og Boston í Bandaríkjunum og Edmonton í Kanada. Á síðasta ári gaf sveitin út nýtt lag og myndband við lagið Easy. „Við stefnum á plötuútgáfu í haust en það verður önnur plata okkar. Hún verður aðeins hrjúfari en sú fyrsta, sem bar heitið Burning Heart og kom út 2014. Síðan höldum við til Milwaukee í Bandaríkjunum í júlí þar sem við komum fram á stórri tónlistarhátíð sem heitir Summerfest auk þess sem við spilum á nokkrum minni tónleikum á sama svæði. Svo spilum við auðvitað á tónlistarhátíðum hér heima í sumar.“ Hlusta má á fyrstu plötu sveitarinnar, og fleiri lög, á Soundcloud síðu hennar. Beebee and the bluebirds er líka á facebook og Instagram.
Tónlist Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira