Lífið

Justin Bieber stefnt vegna Sorry

Birgir Olgeirsson skrifar
Justin Bieber.
Justin Bieber. Vísir/Getty
Kanadíska tónlistarmanninum Justin Bieber er sakaður um að hafa stolið raddstefi úr lagi tónlistarkonunnar Casey Dienel, sem gengur undir listamannsnafninu White Hinterland, notað það í laginu Sorry.

Bieber samdi lagið ásamt Julia Michaels, Justin TranterSonny Moore, betur þekktur sem Skrillex, og Michael Tucker.

Um er að ræða bjarta raddstefið sem heyrist í upphafi lagsins Sorry og er gegnum gangandi í viðlaginu.

Raddstefið er nánast alveg eins og raddstefið úr lagi Casey Dienel, Ring The Bell. Stefið í Sorry virðist þó vera ögn frábrugðið vegna lokanótunnar. 

Dienel er hörð á því að þeir sem komu að því að gera lagið Sorry hafi stolið þessu frá sér. Hún segist hafa leitað til Biebers til að ná fram sátt en hann hafi hunsað það boð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×