Sport

Hrafnhildur í úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hrafnhildur gerði vel í undanúrslitasundinu í dag og er því komin í úrslit.
Hrafnhildur gerði vel í undanúrslitasundinu í dag og er því komin í úrslit. vísir/getty
Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sig inn í úrslitasundið í 100 metra bringusundi kvenna á Evrópumótinu í sundi í London.

Hrafnhildur synti á 1:07,28 en Íslandsmet hennar í greininni er 1:06,87. Hún var 0,25 á undan Ítala sem lenti í þriðja sæti.

Ruta Meilutyte varð fyrst í mark, en hún synti á 1:06,16 og varð því rúmlega einni sekúndu og tólf sekúndubrotum á undan Hrafnhildi.

Úrslitasundið fer fram á morgun og verður Hrafnhildur því fulltrúi Íslands þar.

Fylgstu með beinni lýsingu hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×