Sport

Eygló sjötta og Anton sjöundi | Hrafnhildur með næstbesta tímann inn í úrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. vísir/anton brink
Þrír íslenskir keppendur voru í eldlínunni á EM í sundi í London nú síðdegis.

Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, endaði í 6. sæti í úrslitum í 200 metra baksundi.

Eygló byrjaði sundið vel og var í 3. sæti eftir fyrstu 50 metrana. Eftir 100 metrana var hún í 4. sæti en Eygló gaf eftir á lokametrunum og endaði að lokum í 6. sæti. Eygló synti á 2:11,03 sem er talsvert frá Íslandsmetinu sem hún setti á HM í Kazan í Rússlandi í fyrra.

Anton Sveinn McKee lenti í 7. sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi. Anton kom í bakkann á tímanum 1:01,29 en Íslandsmet hans í greininni er 01:00,53.

Þá tryggði Hrafnhilfur Lúthersdóttir sér sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi. Hrafnhildur keppti í seinni, og mun hraðari undanúrslitariðlinum, þar sem hún kom önnur í bakkann á tímanum  1:07,28.

Litháinn Ruta Meilutyte var sú eina sem náði betri tíma en Hrafnhildur í undanúrslitunum en hún synti á 1:06,16. Fjórar bestu sundkonurnar í undanúrslitunum voru með Hrafnhildi í riðli.

Úrslitasundið í 100 metra bringusundi kvenna fer fram á morgun en Anton og Eygló verða einnig á ferðinni þá. Anton syndir í undanrásum í 200 metra bringusundi og Eygló í 100 metra baksundi.


European Aquatics Championships - London 2016 by lentv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×