Sport

Hrafnhildur með fimmta besta tímann í undanúrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir í lauginni í gær.
Hrafnhildur Lúthersdóttir í lauginni í gær. Vísir/Stefán
Hrafnhildur Lúthersdóttir komst örugglega áfram í undanúrslit í 100 m bringusundi á EM í London nú í morgun.

Hrafnhildur synti á 1:07,99 mínútum sem er rúmri sekúndu frá Íslandsmeti hennar en hún náði fimmta besta tíma allra keppanda.

Hún keppti í fimmta og síðasta riðli í undanrásunum í morgun og synti í sama riðli og hin litháíska Ruta Meilutyte sem kom í mark á 1:06,97 mínútum. Meilutyte á heimsmetið í greininni og er bæði fyrrverandi heims- og Ólympíumeistari.

Keppt verður í undanúrslitunum í kvöld klukkan 18.42 en úrslitasundið fer svo fram annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×