Reykur frá skógareldunum í Kanada gæti gert vart við sig hér á landi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. maí 2016 15:04 Trausti Jónsson veðurfræðingur segir skógareldana í Kanada geta haft áhrif hér á landi. Vísir/EPA Um þessar mundir geisa skógareldar í Kanada og við Íslendingar gætum fundið fyrir því hér á landi samkvæmt Trausta Jónssyni veðurfræðingi. Eldarnir í Alberta í Kanada hafa haldið áfram að magnast dag frá degi. Síðan á föstudag hefur eldsvæðið þrefaldast að flatarmáli og búist er við því að ástandið eigi enn eftir að versna. „Ég á von á því en það er svosem ekki alveg víst,“ segir Trausti. Trausti útskýrir málið á bloggsíðu sinni: „Eldarnir í Kanada vekja mikla athygli og mun reykjaslóðans frá þeim trúlega um síðir verða vart hér á landi - það er vaninn þegar miklir eldar brenna þar vestra. En sem stendur er hringrás lofthjúpsins mjög lengdarbundin sem kallað er á svæðinu milli eldanna og okkar.“ Blási vindarnir í austur eru allar líkur á að reykjarslæða sjáist hér á landi og þá helst við sólarlag. Hins vegar segir Trausti vinda þannig núna að reykurinn fer mest suður. Hann gerir því ekki ráð fyrir því að næstu fimm daga geri reykurinn frá Kanada vart við sig hér á landi. Stjórnvöld í Alberta telja allar líkur á að glíman við eldana geti staðið yfir mánuðum saman, enda ekkert lát á þurrkatíðinni.Skjáskot af vefsíðu Trausta.Vísir„Það gerðist árið 1950, þá voru miklu stærri skógareldar í Kanada og það brann tíu sinnum meira en núna. Þá vildi svo til að það var skýjað hér á landi þegar þetta var mest en það varð til þess að sólin varð blá. Þegar ég skoða þetta vona ég alltaf að sólin verði blá,“ segir Trausti. Hann segir þó ólíklegt að sólin verði blá hér á landi og að hann vonist að sjálfsögðu ekki raunverulega til þess að það gerist því að það myndi þýða að eldarnir í Kanada væru að sækja í sig veðrið. „Ýmsir aðilar reyna að mæla slóðann og spá fyrir um ferðir hans næstu daga. Þar á meðal er evrópskt verkefni sem nefnist „Copernicus atmosphere monitoring service“, CAMS, notar spár evrópureiknimiðstöðvarinnar og mælingar gervihnatta,“ skrifar Trausti á síðu sína. CAMS spáir til næstu fimm daga. Spárnar eru birtar um „lýsisþykkt“ og reynt er að greina á milli uppruna mengunar, það er að segja uppruna eftir lífefnaösku, sjávarseltu, ryks og súlfata. Spáin á myndinni í fréttinni sýnir spá um lýsiþykktarauka vegna lífefnaösku yfir Norður-Ameríku á morgun – því meiri sem lýsiþykktin er því meiri er mengunin. Trausti segir líklegt að um síðir muni eitthvað af reyknum frá skógareldunum að vestan berast til okkar. „Fróðlegt verður að fylgjast með því ef af verður, sem er ekkert víst.“ Tengdar fréttir Eldarnir magnast enn Ekkert lát er á þurrkatíð í Alberta. Búist er við að glíman við eldana geti haldið áfram næstu mánuðina. Eldsvæðið hefur þrefaldast að flatarmáli síðustu daga. 9. maí 2016 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Um þessar mundir geisa skógareldar í Kanada og við Íslendingar gætum fundið fyrir því hér á landi samkvæmt Trausta Jónssyni veðurfræðingi. Eldarnir í Alberta í Kanada hafa haldið áfram að magnast dag frá degi. Síðan á föstudag hefur eldsvæðið þrefaldast að flatarmáli og búist er við því að ástandið eigi enn eftir að versna. „Ég á von á því en það er svosem ekki alveg víst,“ segir Trausti. Trausti útskýrir málið á bloggsíðu sinni: „Eldarnir í Kanada vekja mikla athygli og mun reykjaslóðans frá þeim trúlega um síðir verða vart hér á landi - það er vaninn þegar miklir eldar brenna þar vestra. En sem stendur er hringrás lofthjúpsins mjög lengdarbundin sem kallað er á svæðinu milli eldanna og okkar.“ Blási vindarnir í austur eru allar líkur á að reykjarslæða sjáist hér á landi og þá helst við sólarlag. Hins vegar segir Trausti vinda þannig núna að reykurinn fer mest suður. Hann gerir því ekki ráð fyrir því að næstu fimm daga geri reykurinn frá Kanada vart við sig hér á landi. Stjórnvöld í Alberta telja allar líkur á að glíman við eldana geti staðið yfir mánuðum saman, enda ekkert lát á þurrkatíðinni.Skjáskot af vefsíðu Trausta.Vísir„Það gerðist árið 1950, þá voru miklu stærri skógareldar í Kanada og það brann tíu sinnum meira en núna. Þá vildi svo til að það var skýjað hér á landi þegar þetta var mest en það varð til þess að sólin varð blá. Þegar ég skoða þetta vona ég alltaf að sólin verði blá,“ segir Trausti. Hann segir þó ólíklegt að sólin verði blá hér á landi og að hann vonist að sjálfsögðu ekki raunverulega til þess að það gerist því að það myndi þýða að eldarnir í Kanada væru að sækja í sig veðrið. „Ýmsir aðilar reyna að mæla slóðann og spá fyrir um ferðir hans næstu daga. Þar á meðal er evrópskt verkefni sem nefnist „Copernicus atmosphere monitoring service“, CAMS, notar spár evrópureiknimiðstöðvarinnar og mælingar gervihnatta,“ skrifar Trausti á síðu sína. CAMS spáir til næstu fimm daga. Spárnar eru birtar um „lýsisþykkt“ og reynt er að greina á milli uppruna mengunar, það er að segja uppruna eftir lífefnaösku, sjávarseltu, ryks og súlfata. Spáin á myndinni í fréttinni sýnir spá um lýsiþykktarauka vegna lífefnaösku yfir Norður-Ameríku á morgun – því meiri sem lýsiþykktin er því meiri er mengunin. Trausti segir líklegt að um síðir muni eitthvað af reyknum frá skógareldunum að vestan berast til okkar. „Fróðlegt verður að fylgjast með því ef af verður, sem er ekkert víst.“
Tengdar fréttir Eldarnir magnast enn Ekkert lát er á þurrkatíð í Alberta. Búist er við að glíman við eldana geti haldið áfram næstu mánuðina. Eldsvæðið hefur þrefaldast að flatarmáli síðustu daga. 9. maí 2016 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Eldarnir magnast enn Ekkert lát er á þurrkatíð í Alberta. Búist er við að glíman við eldana geti haldið áfram næstu mánuðina. Eldsvæðið hefur þrefaldast að flatarmáli síðustu daga. 9. maí 2016 07:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent