Reykur frá skógareldunum í Kanada gæti gert vart við sig hér á landi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. maí 2016 15:04 Trausti Jónsson veðurfræðingur segir skógareldana í Kanada geta haft áhrif hér á landi. Vísir/EPA Um þessar mundir geisa skógareldar í Kanada og við Íslendingar gætum fundið fyrir því hér á landi samkvæmt Trausta Jónssyni veðurfræðingi. Eldarnir í Alberta í Kanada hafa haldið áfram að magnast dag frá degi. Síðan á föstudag hefur eldsvæðið þrefaldast að flatarmáli og búist er við því að ástandið eigi enn eftir að versna. „Ég á von á því en það er svosem ekki alveg víst,“ segir Trausti. Trausti útskýrir málið á bloggsíðu sinni: „Eldarnir í Kanada vekja mikla athygli og mun reykjaslóðans frá þeim trúlega um síðir verða vart hér á landi - það er vaninn þegar miklir eldar brenna þar vestra. En sem stendur er hringrás lofthjúpsins mjög lengdarbundin sem kallað er á svæðinu milli eldanna og okkar.“ Blási vindarnir í austur eru allar líkur á að reykjarslæða sjáist hér á landi og þá helst við sólarlag. Hins vegar segir Trausti vinda þannig núna að reykurinn fer mest suður. Hann gerir því ekki ráð fyrir því að næstu fimm daga geri reykurinn frá Kanada vart við sig hér á landi. Stjórnvöld í Alberta telja allar líkur á að glíman við eldana geti staðið yfir mánuðum saman, enda ekkert lát á þurrkatíðinni.Skjáskot af vefsíðu Trausta.Vísir„Það gerðist árið 1950, þá voru miklu stærri skógareldar í Kanada og það brann tíu sinnum meira en núna. Þá vildi svo til að það var skýjað hér á landi þegar þetta var mest en það varð til þess að sólin varð blá. Þegar ég skoða þetta vona ég alltaf að sólin verði blá,“ segir Trausti. Hann segir þó ólíklegt að sólin verði blá hér á landi og að hann vonist að sjálfsögðu ekki raunverulega til þess að það gerist því að það myndi þýða að eldarnir í Kanada væru að sækja í sig veðrið. „Ýmsir aðilar reyna að mæla slóðann og spá fyrir um ferðir hans næstu daga. Þar á meðal er evrópskt verkefni sem nefnist „Copernicus atmosphere monitoring service“, CAMS, notar spár evrópureiknimiðstöðvarinnar og mælingar gervihnatta,“ skrifar Trausti á síðu sína. CAMS spáir til næstu fimm daga. Spárnar eru birtar um „lýsisþykkt“ og reynt er að greina á milli uppruna mengunar, það er að segja uppruna eftir lífefnaösku, sjávarseltu, ryks og súlfata. Spáin á myndinni í fréttinni sýnir spá um lýsiþykktarauka vegna lífefnaösku yfir Norður-Ameríku á morgun – því meiri sem lýsiþykktin er því meiri er mengunin. Trausti segir líklegt að um síðir muni eitthvað af reyknum frá skógareldunum að vestan berast til okkar. „Fróðlegt verður að fylgjast með því ef af verður, sem er ekkert víst.“ Tengdar fréttir Eldarnir magnast enn Ekkert lát er á þurrkatíð í Alberta. Búist er við að glíman við eldana geti haldið áfram næstu mánuðina. Eldsvæðið hefur þrefaldast að flatarmáli síðustu daga. 9. maí 2016 07:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Um þessar mundir geisa skógareldar í Kanada og við Íslendingar gætum fundið fyrir því hér á landi samkvæmt Trausta Jónssyni veðurfræðingi. Eldarnir í Alberta í Kanada hafa haldið áfram að magnast dag frá degi. Síðan á föstudag hefur eldsvæðið þrefaldast að flatarmáli og búist er við því að ástandið eigi enn eftir að versna. „Ég á von á því en það er svosem ekki alveg víst,“ segir Trausti. Trausti útskýrir málið á bloggsíðu sinni: „Eldarnir í Kanada vekja mikla athygli og mun reykjaslóðans frá þeim trúlega um síðir verða vart hér á landi - það er vaninn þegar miklir eldar brenna þar vestra. En sem stendur er hringrás lofthjúpsins mjög lengdarbundin sem kallað er á svæðinu milli eldanna og okkar.“ Blási vindarnir í austur eru allar líkur á að reykjarslæða sjáist hér á landi og þá helst við sólarlag. Hins vegar segir Trausti vinda þannig núna að reykurinn fer mest suður. Hann gerir því ekki ráð fyrir því að næstu fimm daga geri reykurinn frá Kanada vart við sig hér á landi. Stjórnvöld í Alberta telja allar líkur á að glíman við eldana geti staðið yfir mánuðum saman, enda ekkert lát á þurrkatíðinni.Skjáskot af vefsíðu Trausta.Vísir„Það gerðist árið 1950, þá voru miklu stærri skógareldar í Kanada og það brann tíu sinnum meira en núna. Þá vildi svo til að það var skýjað hér á landi þegar þetta var mest en það varð til þess að sólin varð blá. Þegar ég skoða þetta vona ég alltaf að sólin verði blá,“ segir Trausti. Hann segir þó ólíklegt að sólin verði blá hér á landi og að hann vonist að sjálfsögðu ekki raunverulega til þess að það gerist því að það myndi þýða að eldarnir í Kanada væru að sækja í sig veðrið. „Ýmsir aðilar reyna að mæla slóðann og spá fyrir um ferðir hans næstu daga. Þar á meðal er evrópskt verkefni sem nefnist „Copernicus atmosphere monitoring service“, CAMS, notar spár evrópureiknimiðstöðvarinnar og mælingar gervihnatta,“ skrifar Trausti á síðu sína. CAMS spáir til næstu fimm daga. Spárnar eru birtar um „lýsisþykkt“ og reynt er að greina á milli uppruna mengunar, það er að segja uppruna eftir lífefnaösku, sjávarseltu, ryks og súlfata. Spáin á myndinni í fréttinni sýnir spá um lýsiþykktarauka vegna lífefnaösku yfir Norður-Ameríku á morgun – því meiri sem lýsiþykktin er því meiri er mengunin. Trausti segir líklegt að um síðir muni eitthvað af reyknum frá skógareldunum að vestan berast til okkar. „Fróðlegt verður að fylgjast með því ef af verður, sem er ekkert víst.“
Tengdar fréttir Eldarnir magnast enn Ekkert lát er á þurrkatíð í Alberta. Búist er við að glíman við eldana geti haldið áfram næstu mánuðina. Eldsvæðið hefur þrefaldast að flatarmáli síðustu daga. 9. maí 2016 07:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Eldarnir magnast enn Ekkert lát er á þurrkatíð í Alberta. Búist er við að glíman við eldana geti haldið áfram næstu mánuðina. Eldsvæðið hefur þrefaldast að flatarmáli síðustu daga. 9. maí 2016 07:00