Ný viðmið í raforkumálum eftir París Svavar Hávarðsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Tesla Model S á stóran þátt í því að rafbílar eru álitnir raunhæfur og eftirsóttur kostur í bílakaupum. Nordicphotos/Getty Loftslagssamningurinn sem þjóðir heims undirrituðu í París í desember mun þýða miklar breytingar fyrir raforkuiðnaðinn um allan heim, og þess mun gæta hérlendis rétt eins og annars staðar. Ör þróun er fyrirsjáanleg með rafbílavæðingu, millilandaviðskiptum með raforku og ekki síst þróun í rafgeymatækni. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, vék að þessari þróun á vorfundi fyrirtækisins í síðustu viku. Hann sagði að Parísarsamkomulagið frá því í desember, þar sem þjóðir heims settu sér það markmið að halda hlýnun jarðar vel innan við tvær gráður hefði sett ný viðmið fyrir samfélagið. Ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást þá er það mat Guðmundar að raforka muni gegna lykilhlutverki í þeirri þróun. Það auki kröfurnar til flutningskerfis raforku og þar með Landsnets sem hann telur að standi frammi fyrir miklum áskorunum og því fylgi nauðsynleg endurskoðun á gildandi viðmiðum fyrirtækisins eins og samfélagsins alls.Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets„Þessi þróun er þegar hafin. Það er að verða umbreyting í orkuvinnslu og á ýmsum sviðum orkunotkunar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að huga að,“ sagði Guðmundur og tók sem sitt fyrsta dæmi fjölda smávirkjana hérlendis, en hann taldi að slíkar virkjanir í undirbúningi myndu geta framleitt um 100 megavött. „Og við vitum að miklu fleiri eru að skoða ákveðna kosti. Þarna er orðin ákveðin þróun sem er hliðstæð því sem hefur orðið í öðrum löndum, til dæmis Noregi.“ Guðmundur nefndi einnig uppgang vindorkunnar, sem Ísland fer ekki varhluta af, og rafbílavæðingu. Eins millistór fyrirtæki sem eru að breyta sinni orkunotkun, og þar má finna dæmi í sjávarútvegi á Íslandi. Í framtíðinni gætu rafbílar byrjað að selja inn á orkukerfin, sagði Guðmundur, og í Kaliforníu í Bandaríkjunum hlaði menn sína rafbíla að nóttu til og fá rafmagn á betra verði en ef hlaðið er að degi til þegar álagið er mest. Nefndi hann sérstaklega að mögulegt sé að nota rafbílinn sem varaaflstöð fyrir heimilið ef þess gerist þörf, sem vekur athygli á heillandi þróun sem tilkomin er vegna stórstígra framfara í þróun rafgeyma, eða rafhlaðna, í bíla. „Kannski er mikilvægasta þróunin í rafgeymum þar sem þeir eru að verða stærri og hagkvæmari og við getum hugsanlega nýtt þá til að geyma raforku sem mun hafa gríðarleg áhrif á flutningskerfið og raforkukerfið allt,“ sagði Guðmundur. Orkuskipti og rafbílar á oddinnÁtta verkefni innan sóknaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum miða að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Lögð verður fram heildstæð áætlun um orkuskipti í samgöngum og lagður grunnur að því að bæta innviði fyrir rafbíla á landsvísu. Í sjávarútvegi og landbúnaði verða unnir vegvísar um minnkun losunar í samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Sett verður aukið fé til landgræðslu og skógræktar og hafist handa við endurheimt votlendis. Einnig verður gert átak til að draga úr matarsóun, sem veldur óþarfa losun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Loftslagssamningurinn sem þjóðir heims undirrituðu í París í desember mun þýða miklar breytingar fyrir raforkuiðnaðinn um allan heim, og þess mun gæta hérlendis rétt eins og annars staðar. Ör þróun er fyrirsjáanleg með rafbílavæðingu, millilandaviðskiptum með raforku og ekki síst þróun í rafgeymatækni. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, vék að þessari þróun á vorfundi fyrirtækisins í síðustu viku. Hann sagði að Parísarsamkomulagið frá því í desember, þar sem þjóðir heims settu sér það markmið að halda hlýnun jarðar vel innan við tvær gráður hefði sett ný viðmið fyrir samfélagið. Ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást þá er það mat Guðmundar að raforka muni gegna lykilhlutverki í þeirri þróun. Það auki kröfurnar til flutningskerfis raforku og þar með Landsnets sem hann telur að standi frammi fyrir miklum áskorunum og því fylgi nauðsynleg endurskoðun á gildandi viðmiðum fyrirtækisins eins og samfélagsins alls.Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets„Þessi þróun er þegar hafin. Það er að verða umbreyting í orkuvinnslu og á ýmsum sviðum orkunotkunar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að huga að,“ sagði Guðmundur og tók sem sitt fyrsta dæmi fjölda smávirkjana hérlendis, en hann taldi að slíkar virkjanir í undirbúningi myndu geta framleitt um 100 megavött. „Og við vitum að miklu fleiri eru að skoða ákveðna kosti. Þarna er orðin ákveðin þróun sem er hliðstæð því sem hefur orðið í öðrum löndum, til dæmis Noregi.“ Guðmundur nefndi einnig uppgang vindorkunnar, sem Ísland fer ekki varhluta af, og rafbílavæðingu. Eins millistór fyrirtæki sem eru að breyta sinni orkunotkun, og þar má finna dæmi í sjávarútvegi á Íslandi. Í framtíðinni gætu rafbílar byrjað að selja inn á orkukerfin, sagði Guðmundur, og í Kaliforníu í Bandaríkjunum hlaði menn sína rafbíla að nóttu til og fá rafmagn á betra verði en ef hlaðið er að degi til þegar álagið er mest. Nefndi hann sérstaklega að mögulegt sé að nota rafbílinn sem varaaflstöð fyrir heimilið ef þess gerist þörf, sem vekur athygli á heillandi þróun sem tilkomin er vegna stórstígra framfara í þróun rafgeyma, eða rafhlaðna, í bíla. „Kannski er mikilvægasta þróunin í rafgeymum þar sem þeir eru að verða stærri og hagkvæmari og við getum hugsanlega nýtt þá til að geyma raforku sem mun hafa gríðarleg áhrif á flutningskerfið og raforkukerfið allt,“ sagði Guðmundur. Orkuskipti og rafbílar á oddinnÁtta verkefni innan sóknaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum miða að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Lögð verður fram heildstæð áætlun um orkuskipti í samgöngum og lagður grunnur að því að bæta innviði fyrir rafbíla á landsvísu. Í sjávarútvegi og landbúnaði verða unnir vegvísar um minnkun losunar í samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Sett verður aukið fé til landgræðslu og skógræktar og hafist handa við endurheimt votlendis. Einnig verður gert átak til að draga úr matarsóun, sem veldur óþarfa losun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira