Georg prins í fyrsta sinn á frímerki í tilefni 90 ára afmælis langömmu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2016 10:37 Karl prins, Elísabet II Englandsdrottning, Georg prins og Vilhjálmur hertogi í myndatöku fyrir frímerkið. vísir/getty Elísabet II Englandsdrottning fagnar 90 ára afmæli sínu á morgun og verður því fagnað með ýmsum hætti á Bretlandi. Þannig verða gefin út tíu ný frímerki í tilefni afmælisins en Georg prins, sonur Vilhjálms hertoga og Katrínar hertogaynju, og sá þriðji í röðina til að erfa krúnuna er til að mynda í fyrsta sinn á frímerki. Georg er á frímerkinu ásamt langömmu sinni, drottningunni, afa sínum, Karli prins, og svo pabba, Vilhjálmi. Georg litli þurfti að standa uppi á kubbi til að vera nokkurn veginn í sömu hæð við pabba, afa og langömmu.Sex þeirra frímerkja sem gefin verða út í tilefni afmælisins.vísir/gettyHátíðahöldin byrja annars í dag, degi fyrir afmælið, með opnun sýningar Konunglegu póstþjónustunnar í Windsor-kastala. Elísabet verður viðstödd opnunina þar sem kór póstþjónustunnar mun meðal annars taka lagið. Á morgun mun Elísabet svo fara í göngutúr um landið í kringum Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins. Í göngutúrnum mun minnisvarði um það sem kallað er gönguleið drottningarinnar verða afhjúpaður en gönguleiðin er 6,3 kílómetra löng og tengir saman 63 áhugaverða staði í Windsor. Annað kvöld mun drottningin síðan kveikja ljós í vita en kveikt verður á um 900 vitum í Bretlandi og víðs vegar um heiminn til að fagna afmælinu. Á föstudag munu síðan Barack Obama, Bandaríkjaforseti, og Michelle Obama, kona hans, borða hádegismat með Elísabetu í Windsor-kastala. Enginn annar breskur þjóðhöfðingi hefur verið lengur við völd en Elísabet en hún hefur verið drottning síðan 1952. Hún fagnar tveimur afmælum á hverju ári, annars vegar fæðingardegi sínum, 21. apríl, og svo deginum sem hún var krýnd drottning, 2. júní. Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Elísabet II Englandsdrottning fagnar 90 ára afmæli sínu á morgun og verður því fagnað með ýmsum hætti á Bretlandi. Þannig verða gefin út tíu ný frímerki í tilefni afmælisins en Georg prins, sonur Vilhjálms hertoga og Katrínar hertogaynju, og sá þriðji í röðina til að erfa krúnuna er til að mynda í fyrsta sinn á frímerki. Georg er á frímerkinu ásamt langömmu sinni, drottningunni, afa sínum, Karli prins, og svo pabba, Vilhjálmi. Georg litli þurfti að standa uppi á kubbi til að vera nokkurn veginn í sömu hæð við pabba, afa og langömmu.Sex þeirra frímerkja sem gefin verða út í tilefni afmælisins.vísir/gettyHátíðahöldin byrja annars í dag, degi fyrir afmælið, með opnun sýningar Konunglegu póstþjónustunnar í Windsor-kastala. Elísabet verður viðstödd opnunina þar sem kór póstþjónustunnar mun meðal annars taka lagið. Á morgun mun Elísabet svo fara í göngutúr um landið í kringum Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins. Í göngutúrnum mun minnisvarði um það sem kallað er gönguleið drottningarinnar verða afhjúpaður en gönguleiðin er 6,3 kílómetra löng og tengir saman 63 áhugaverða staði í Windsor. Annað kvöld mun drottningin síðan kveikja ljós í vita en kveikt verður á um 900 vitum í Bretlandi og víðs vegar um heiminn til að fagna afmælinu. Á föstudag munu síðan Barack Obama, Bandaríkjaforseti, og Michelle Obama, kona hans, borða hádegismat með Elísabetu í Windsor-kastala. Enginn annar breskur þjóðhöfðingi hefur verið lengur við völd en Elísabet en hún hefur verið drottning síðan 1952. Hún fagnar tveimur afmælum á hverju ári, annars vegar fæðingardegi sínum, 21. apríl, og svo deginum sem hún var krýnd drottning, 2. júní.
Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira