Innlent

Landsbankinn bregst við ásökunum um karlrembu

Jakob Bjarnar skrifar
Rúnar upplýsingafulltrúi vill alls ekki kannast við að inngróin karlremba lúri í Landsbankanum. Tilviljun réði því að Þórður Snær en ekki kona hans, fékk Platínumkortið.
Rúnar upplýsingafulltrúi vill alls ekki kannast við að inngróin karlremba lúri í Landsbankanum. Tilviljun réði því að Þórður Snær en ekki kona hans, fékk Platínumkortið.
„Tafir á afhendingu frá framleiðanda urðu til þess að um þessi mánaðarmót fékk hluti korthafa sem er með Gulldebetkort eða almenn debetkort frá bankanum, og eru um það bil að renna út, send debetkort sem merkt eru sem Platínumkort eða Námukort.“

Þetta segir í tilkynningu frá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, sem var að berast fréttastofu nú rétt í þessu.

Vísir greindi frá því að svo virtist sem ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, hefði á Facebooksíðu sinni afhjúpað inngróna karlhyggju feðraveldisins sem búið hefur um sig í Landsbankanum. En Rúnar vill alls ekki kannast við neitt slíkt.

„Landsbankinn biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu hljótast. Ný kort, með réttu útliti, munu berast innan nokkurra vikna.

Námukortin og Platínumkortin sem voru send til tímabundinna nota, virka á nákvæmlega sama hátt og kortin sem þau leysa af hólmi. PIN-númer er hið sama og var á því korti sem rann út.“

Rúnar segir jafnframt að tilviljun ein hafi ráðið því hvaða einstaklingar fengu Námukort eða Platínumkort og hvorki fjárhagur né kyn hafði nokkur áhrif. Reiknistofa bankanna sá um að senda kortin fyrir hönd bankans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×