Ritstjóri Kjarnans afhjúpar karlhyggju Landsbankans Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2016 10:32 Þórður Snær afhjúpar inngróna karlhyggju í bankakerfinu. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, afhjúpar inngróinn karllægan þankagang sem virðist ráðandi í bankakerfinu. „Feðraveldið in motion,“ eins og Þórður Snær orðar það. Hann, og kona hans, fengu send greiðslukort frá Landsbankanum; hann fékk Platínumkort meðan kona hans fékk Námukort. Ritstjórinn segir þetta fyndið en fyrst og fremst óþolandi. Þórður Snær greinir vinum sínum á Facebook frá því hvernig hann og kona hans urðu fórnarlömb hinna karllægu sjónarmiða sem virðast krauma undir í samfélaginu öllu – ekki síst innan fjármálastofnana sem Þórður Snær hefur öðrum blaðamönnum fremur fjallað um. Starfsmenn Landsbankans virðast ekki kunna að velja sér andstæðinga, eða kannski öllu heldur vita þeir ekki hvað þeir gjöra. „Ég og Hildur vorum að fá ný debetkort send heim. Líkt og flest hjón þá erum við með sameiginlegan fjárhag. Skuldum saman og eigum saman,“ segir Þórður á Facebooksíðu sinni. Og svo tekur hann að sauma að bankafólkinu og forpokuðum fordómum þess. „Ekkert í okkar launamálum réttlætir það að ég sé á einhvern hátt merkilegri kúnni en hún, nema síður sé. Áður vorum við bæði með einhver stöðluð debetkort. Nýja kortið mitt er hins vegar Platinum. Hennar er Námukort með gallabuxum framan á. Því fylgir reyndar að hún fær 2 fyrir 1 í bíó suma virka daga, enda Náman vildarþjónusta fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára.“ Þórður Snær segir þetta auðvitað fyndið en „samt eitthvað svo óþolandi líka.“Uppfært 10:45 Nokkur umræða um málið myndast á Facebookvegg ritstjórans sem leggur fram nánari skýringar á þessu svohljóðandi: „Það má reyndar alveg fylgja sögunni að bankinn sagði í bréfi til hennar að rétta kortið væri ekki til, og þess vegna fékk hún námukort. Það útskýrir samt ekki hvað veldur því að ég fái annað kort en hún.“Feðraveldið in motion. Ég og Hildur vorum að fá ný debetkort send heim. Líkt og flest hjón þá erum við með sameiginlegan...Posted by Þórður Snær Júlíusson on 1. apríl 2016 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, afhjúpar inngróinn karllægan þankagang sem virðist ráðandi í bankakerfinu. „Feðraveldið in motion,“ eins og Þórður Snær orðar það. Hann, og kona hans, fengu send greiðslukort frá Landsbankanum; hann fékk Platínumkort meðan kona hans fékk Námukort. Ritstjórinn segir þetta fyndið en fyrst og fremst óþolandi. Þórður Snær greinir vinum sínum á Facebook frá því hvernig hann og kona hans urðu fórnarlömb hinna karllægu sjónarmiða sem virðast krauma undir í samfélaginu öllu – ekki síst innan fjármálastofnana sem Þórður Snær hefur öðrum blaðamönnum fremur fjallað um. Starfsmenn Landsbankans virðast ekki kunna að velja sér andstæðinga, eða kannski öllu heldur vita þeir ekki hvað þeir gjöra. „Ég og Hildur vorum að fá ný debetkort send heim. Líkt og flest hjón þá erum við með sameiginlegan fjárhag. Skuldum saman og eigum saman,“ segir Þórður á Facebooksíðu sinni. Og svo tekur hann að sauma að bankafólkinu og forpokuðum fordómum þess. „Ekkert í okkar launamálum réttlætir það að ég sé á einhvern hátt merkilegri kúnni en hún, nema síður sé. Áður vorum við bæði með einhver stöðluð debetkort. Nýja kortið mitt er hins vegar Platinum. Hennar er Námukort með gallabuxum framan á. Því fylgir reyndar að hún fær 2 fyrir 1 í bíó suma virka daga, enda Náman vildarþjónusta fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára.“ Þórður Snær segir þetta auðvitað fyndið en „samt eitthvað svo óþolandi líka.“Uppfært 10:45 Nokkur umræða um málið myndast á Facebookvegg ritstjórans sem leggur fram nánari skýringar á þessu svohljóðandi: „Það má reyndar alveg fylgja sögunni að bankinn sagði í bréfi til hennar að rétta kortið væri ekki til, og þess vegna fékk hún námukort. Það útskýrir samt ekki hvað veldur því að ég fái annað kort en hún.“Feðraveldið in motion. Ég og Hildur vorum að fá ný debetkort send heim. Líkt og flest hjón þá erum við með sameiginlegan...Posted by Þórður Snær Júlíusson on 1. apríl 2016
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira