Ritstjóri Kjarnans afhjúpar karlhyggju Landsbankans Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2016 10:32 Þórður Snær afhjúpar inngróna karlhyggju í bankakerfinu. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, afhjúpar inngróinn karllægan þankagang sem virðist ráðandi í bankakerfinu. „Feðraveldið in motion,“ eins og Þórður Snær orðar það. Hann, og kona hans, fengu send greiðslukort frá Landsbankanum; hann fékk Platínumkort meðan kona hans fékk Námukort. Ritstjórinn segir þetta fyndið en fyrst og fremst óþolandi. Þórður Snær greinir vinum sínum á Facebook frá því hvernig hann og kona hans urðu fórnarlömb hinna karllægu sjónarmiða sem virðast krauma undir í samfélaginu öllu – ekki síst innan fjármálastofnana sem Þórður Snær hefur öðrum blaðamönnum fremur fjallað um. Starfsmenn Landsbankans virðast ekki kunna að velja sér andstæðinga, eða kannski öllu heldur vita þeir ekki hvað þeir gjöra. „Ég og Hildur vorum að fá ný debetkort send heim. Líkt og flest hjón þá erum við með sameiginlegan fjárhag. Skuldum saman og eigum saman,“ segir Þórður á Facebooksíðu sinni. Og svo tekur hann að sauma að bankafólkinu og forpokuðum fordómum þess. „Ekkert í okkar launamálum réttlætir það að ég sé á einhvern hátt merkilegri kúnni en hún, nema síður sé. Áður vorum við bæði með einhver stöðluð debetkort. Nýja kortið mitt er hins vegar Platinum. Hennar er Námukort með gallabuxum framan á. Því fylgir reyndar að hún fær 2 fyrir 1 í bíó suma virka daga, enda Náman vildarþjónusta fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára.“ Þórður Snær segir þetta auðvitað fyndið en „samt eitthvað svo óþolandi líka.“Uppfært 10:45 Nokkur umræða um málið myndast á Facebookvegg ritstjórans sem leggur fram nánari skýringar á þessu svohljóðandi: „Það má reyndar alveg fylgja sögunni að bankinn sagði í bréfi til hennar að rétta kortið væri ekki til, og þess vegna fékk hún námukort. Það útskýrir samt ekki hvað veldur því að ég fái annað kort en hún.“Feðraveldið in motion. Ég og Hildur vorum að fá ný debetkort send heim. Líkt og flest hjón þá erum við með sameiginlegan...Posted by Þórður Snær Júlíusson on 1. apríl 2016 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, afhjúpar inngróinn karllægan þankagang sem virðist ráðandi í bankakerfinu. „Feðraveldið in motion,“ eins og Þórður Snær orðar það. Hann, og kona hans, fengu send greiðslukort frá Landsbankanum; hann fékk Platínumkort meðan kona hans fékk Námukort. Ritstjórinn segir þetta fyndið en fyrst og fremst óþolandi. Þórður Snær greinir vinum sínum á Facebook frá því hvernig hann og kona hans urðu fórnarlömb hinna karllægu sjónarmiða sem virðast krauma undir í samfélaginu öllu – ekki síst innan fjármálastofnana sem Þórður Snær hefur öðrum blaðamönnum fremur fjallað um. Starfsmenn Landsbankans virðast ekki kunna að velja sér andstæðinga, eða kannski öllu heldur vita þeir ekki hvað þeir gjöra. „Ég og Hildur vorum að fá ný debetkort send heim. Líkt og flest hjón þá erum við með sameiginlegan fjárhag. Skuldum saman og eigum saman,“ segir Þórður á Facebooksíðu sinni. Og svo tekur hann að sauma að bankafólkinu og forpokuðum fordómum þess. „Ekkert í okkar launamálum réttlætir það að ég sé á einhvern hátt merkilegri kúnni en hún, nema síður sé. Áður vorum við bæði með einhver stöðluð debetkort. Nýja kortið mitt er hins vegar Platinum. Hennar er Námukort með gallabuxum framan á. Því fylgir reyndar að hún fær 2 fyrir 1 í bíó suma virka daga, enda Náman vildarþjónusta fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára.“ Þórður Snær segir þetta auðvitað fyndið en „samt eitthvað svo óþolandi líka.“Uppfært 10:45 Nokkur umræða um málið myndast á Facebookvegg ritstjórans sem leggur fram nánari skýringar á þessu svohljóðandi: „Það má reyndar alveg fylgja sögunni að bankinn sagði í bréfi til hennar að rétta kortið væri ekki til, og þess vegna fékk hún námukort. Það útskýrir samt ekki hvað veldur því að ég fái annað kort en hún.“Feðraveldið in motion. Ég og Hildur vorum að fá ný debetkort send heim. Líkt og flest hjón þá erum við með sameiginlegan...Posted by Þórður Snær Júlíusson on 1. apríl 2016
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira