Sirrý vill peninga heim eins og handritin Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. apríl 2016 14:31 Sirrý Arnardóttir Vísir/Stefán „Einu sinni stóðum við saman um baráttuna „Handritin heim“ og náðum markmiðum okkar. Nú er kominn tími á nýja þjóðarkröfu, nýtt baráttumál: „Peningana heim,“ segir fjölmiðlakonan Sirrý Arnardóttir. Fátt hefur verið meira rætt undanfarnar vikur en eignir íslenskra ráðamanna í aflandsfélögum og vensl þeirra við skattaskjól um allan heim. Á síðustu dögum hefur komið í ljós að þrír ráðherrar og einn borgarfulltrúi hafa tengsl við slík aflandsfélg og hafa margir farið fram á ráðamennirnir axli ábyrgð vegna þessa. Sirrý segir að þau auðæfi sem nú liggi á reikningum í skattaskjólum hafi ekki orðið til í neinu tómarúmi án aðkomu almennings eða auðlinda þjóðarinnar.Sjá einnig: Saga skattaskjóla eins gömul og skatta „Þetta eru peningar sem þjóðfélagið í heild sinni hefur átt þátt í að skapa. Og við þurfum þessa peninga heim í okkar banka, sjóði og samfélag. Við þurfum að byggja hér upp samfélag sem hlúir að öldruðum, veikum, geðsjúkum börnum og náttúru í hættu,“ segir Sirrý og minnist þess þegar það þótti „merkilegt að vera skattakóngur á Íslandi.“ „En í dag leggur ríkasta fólkið mikið á sig við að fela peningana í ,,Langtíburtistan,“ segir Sirrý og spyr: „Getum við ekki verið samferða hér í harðbýlu landi þar sem síldin kemur og fer og allir þekkja alla?“„Hversu mikið er nóg“Í lok skrifa sinna á Facebook beinir Sirrý spjótum sínum sérstaklega að ríkasta fólki landsins sem hún vill að spyrji sig hversu mikið sé nóg. „Nýlega tilkynnti ungur auðkýfingur, eigandi Facebook að hann ætli sér að gefa 99% af hlutabréfum sínum í samfélagsmiðlinum Facebook. Hann var svo þakklátur lífinu þegar þau hjónin eignuðust dóttur. Þau hugsuðu hlutina upp á nýtt og vildu betri heim fyrir komandi kynslóðir. Þau áttuðu sig á því að þó þau ættu „bara“ 1% af hlutabréfum Facebook þá var það samt yfirdrifið nóg. Hversu mikið er nóg? Og hvernig væri að deila kjörum með sinni þjóð? Leggjumst saman á árar við að bæta þetta samfélag,“ segir Sirrý en færslu hennar má sjá hér að neðan.Á þessum fallega laugardegi liggur mér þetta á hjarta: PENINGANA HEIM!Það er furðuleg tilfinning að átta sig á því a...Posted by Sirrý Arnardóttir on Saturday, 2 April 2016 Tengdar fréttir Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Júlíus Vífill á eftirlaunasjóð sem skráður er í Panama Segir hann að fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir hjá skattayfirvöldum og að allar greiðslur úr honum séu skattskyldar á Íslandi. 1. apríl 2016 15:12 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
„Einu sinni stóðum við saman um baráttuna „Handritin heim“ og náðum markmiðum okkar. Nú er kominn tími á nýja þjóðarkröfu, nýtt baráttumál: „Peningana heim,“ segir fjölmiðlakonan Sirrý Arnardóttir. Fátt hefur verið meira rætt undanfarnar vikur en eignir íslenskra ráðamanna í aflandsfélögum og vensl þeirra við skattaskjól um allan heim. Á síðustu dögum hefur komið í ljós að þrír ráðherrar og einn borgarfulltrúi hafa tengsl við slík aflandsfélg og hafa margir farið fram á ráðamennirnir axli ábyrgð vegna þessa. Sirrý segir að þau auðæfi sem nú liggi á reikningum í skattaskjólum hafi ekki orðið til í neinu tómarúmi án aðkomu almennings eða auðlinda þjóðarinnar.Sjá einnig: Saga skattaskjóla eins gömul og skatta „Þetta eru peningar sem þjóðfélagið í heild sinni hefur átt þátt í að skapa. Og við þurfum þessa peninga heim í okkar banka, sjóði og samfélag. Við þurfum að byggja hér upp samfélag sem hlúir að öldruðum, veikum, geðsjúkum börnum og náttúru í hættu,“ segir Sirrý og minnist þess þegar það þótti „merkilegt að vera skattakóngur á Íslandi.“ „En í dag leggur ríkasta fólkið mikið á sig við að fela peningana í ,,Langtíburtistan,“ segir Sirrý og spyr: „Getum við ekki verið samferða hér í harðbýlu landi þar sem síldin kemur og fer og allir þekkja alla?“„Hversu mikið er nóg“Í lok skrifa sinna á Facebook beinir Sirrý spjótum sínum sérstaklega að ríkasta fólki landsins sem hún vill að spyrji sig hversu mikið sé nóg. „Nýlega tilkynnti ungur auðkýfingur, eigandi Facebook að hann ætli sér að gefa 99% af hlutabréfum sínum í samfélagsmiðlinum Facebook. Hann var svo þakklátur lífinu þegar þau hjónin eignuðust dóttur. Þau hugsuðu hlutina upp á nýtt og vildu betri heim fyrir komandi kynslóðir. Þau áttuðu sig á því að þó þau ættu „bara“ 1% af hlutabréfum Facebook þá var það samt yfirdrifið nóg. Hversu mikið er nóg? Og hvernig væri að deila kjörum með sinni þjóð? Leggjumst saman á árar við að bæta þetta samfélag,“ segir Sirrý en færslu hennar má sjá hér að neðan.Á þessum fallega laugardegi liggur mér þetta á hjarta: PENINGANA HEIM!Það er furðuleg tilfinning að átta sig á því a...Posted by Sirrý Arnardóttir on Saturday, 2 April 2016
Tengdar fréttir Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Júlíus Vífill á eftirlaunasjóð sem skráður er í Panama Segir hann að fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir hjá skattayfirvöldum og að allar greiðslur úr honum séu skattskyldar á Íslandi. 1. apríl 2016 15:12 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08
Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15
Júlíus Vífill á eftirlaunasjóð sem skráður er í Panama Segir hann að fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir hjá skattayfirvöldum og að allar greiðslur úr honum séu skattskyldar á Íslandi. 1. apríl 2016 15:12