Segist vera hjólabrettakappinn í hinu umdeilda Rhode Island myndbandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. apríl 2016 17:33 Hjólabrettakappinn Róbert Vilhjálmsson hefur húmor fyrir mistökum en er ekki sáttur við að vera bendlaður við Rhode Isand. Íslenski hjólabrettakappinn Róbert Vilhjálmsson segist vera hjólabrettakappinn sem bregði fyrir við Hörpu í fyrstu útgáfu hins umdeilda kynningarmyndbands Rhode Island ríkis í Bandaríkjunum. Framleiðslufyrirtækið segir að umræddur hjólabrettakappi hafi verið frá Rhode Island. „Myndbandið sem um ræðir er af hjólabrettakappa frá Rhode Island og tekið upp af kvikmyndatökumanni frá Rhode Island,“ segir í opinberri afsökunarbeiðni framleiðslufyrirtækisins IndieWhip sem birt var á vefsíðu fyrirtækisins.Sjá einnig: Reykjavík óvart gestur í hundruð milljóna herferð Rhode IslandRóbert Vilhjálmsson, íslenskur hjólabrettakappi, segir hinsvegar að það sé alrangt, hann sé sá sem sést á myndbandinu fræga. Hann og félagar hans hafi verið á hjólabrettunum sínum við Hörpu að æfa sig fyrir um þremur vikum þegar maður kom að þeim og spurði hvort hann mæti taka myndir af þeim. „Hann var með flotta og dýra myndavél og lagði mikinn metnað í þetta,“ segir Róbert í samtali við Vísi. „Við héldum að þetta væri ferðamaður og vorum ekki mikið að pæla í þessu, það er oft sem einhver tekur myndir af okkur þegar við erum að æfa okkur.“Sjá einnig: Allt vitlaust í Rhode Island vegna HörpuRóbert hefur húmor fyrir mistökunum hjá framleiðslufyrirtækjunum við myndbandið sem þykja nokkuð pínleg. Herferðin, sem myndbandið er hluti af, kostaði hundruð milljónir króna. og hefur yfirmaður herferðarinnar af hálfu Rhode Island sagt af sér vegna málsins. Róbert er þó ekki sáttur við að vera bendlaður við Rhode Island. „Félagi minn sá þetta myndband og þekkti mig strax. Mér finnst þetta aðallega bara frekar fyndið allt saman en ég er samt stoltur Íslendingur og vil ekki að það sé verið að tengja mig við Rhode Island,“ segir Róbert.Sjá einnig: Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að þvíRóbert segist hafa haft samband við IndieWhip og óskað eftir því að því sé komið á framfæri að það sé Íslendingur en ekki einhver frá Rhode Island sem sést í myndbandinu. Hann hefur þó engin svör fengið enn sem komið er. Svo virðist reyndar að IndieWhip taki málinu ekkert sérstaklega alvara, gerðu þeir stólpagrín að mistökunum í apríl-gabbi í myndbandi sem birt var í gær. Þeir útbjuggu þó nýtt Hörpufrítt myndband, Rhode Island ríki að kostnaðarlausu í sárabætur fyrir upphaflegu mistökin.Myndbandið umdeilda má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Allt vitlaust í Rhode Island vegna Hörpu Yfirmaður markaðsherferðar ríkisins hefur sagt af sér vegna kynningarmyndbands ríkisins þar sem Hörpu bregður fyrir. 2. apríl 2016 11:22 Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að því Hörpuhneykslið í Rhode Island heldur áfram að vinda upp á sig. 2. apríl 2016 12:35 Reykjavík óvart gestur í hundruð milljóna herferð Rhode Island Úbbs. 30. mars 2016 15:58 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Sjá meira
Íslenski hjólabrettakappinn Róbert Vilhjálmsson segist vera hjólabrettakappinn sem bregði fyrir við Hörpu í fyrstu útgáfu hins umdeilda kynningarmyndbands Rhode Island ríkis í Bandaríkjunum. Framleiðslufyrirtækið segir að umræddur hjólabrettakappi hafi verið frá Rhode Island. „Myndbandið sem um ræðir er af hjólabrettakappa frá Rhode Island og tekið upp af kvikmyndatökumanni frá Rhode Island,“ segir í opinberri afsökunarbeiðni framleiðslufyrirtækisins IndieWhip sem birt var á vefsíðu fyrirtækisins.Sjá einnig: Reykjavík óvart gestur í hundruð milljóna herferð Rhode IslandRóbert Vilhjálmsson, íslenskur hjólabrettakappi, segir hinsvegar að það sé alrangt, hann sé sá sem sést á myndbandinu fræga. Hann og félagar hans hafi verið á hjólabrettunum sínum við Hörpu að æfa sig fyrir um þremur vikum þegar maður kom að þeim og spurði hvort hann mæti taka myndir af þeim. „Hann var með flotta og dýra myndavél og lagði mikinn metnað í þetta,“ segir Róbert í samtali við Vísi. „Við héldum að þetta væri ferðamaður og vorum ekki mikið að pæla í þessu, það er oft sem einhver tekur myndir af okkur þegar við erum að æfa okkur.“Sjá einnig: Allt vitlaust í Rhode Island vegna HörpuRóbert hefur húmor fyrir mistökunum hjá framleiðslufyrirtækjunum við myndbandið sem þykja nokkuð pínleg. Herferðin, sem myndbandið er hluti af, kostaði hundruð milljónir króna. og hefur yfirmaður herferðarinnar af hálfu Rhode Island sagt af sér vegna málsins. Róbert er þó ekki sáttur við að vera bendlaður við Rhode Island. „Félagi minn sá þetta myndband og þekkti mig strax. Mér finnst þetta aðallega bara frekar fyndið allt saman en ég er samt stoltur Íslendingur og vil ekki að það sé verið að tengja mig við Rhode Island,“ segir Róbert.Sjá einnig: Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að þvíRóbert segist hafa haft samband við IndieWhip og óskað eftir því að því sé komið á framfæri að það sé Íslendingur en ekki einhver frá Rhode Island sem sést í myndbandinu. Hann hefur þó engin svör fengið enn sem komið er. Svo virðist reyndar að IndieWhip taki málinu ekkert sérstaklega alvara, gerðu þeir stólpagrín að mistökunum í apríl-gabbi í myndbandi sem birt var í gær. Þeir útbjuggu þó nýtt Hörpufrítt myndband, Rhode Island ríki að kostnaðarlausu í sárabætur fyrir upphaflegu mistökin.Myndbandið umdeilda má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Allt vitlaust í Rhode Island vegna Hörpu Yfirmaður markaðsherferðar ríkisins hefur sagt af sér vegna kynningarmyndbands ríkisins þar sem Hörpu bregður fyrir. 2. apríl 2016 11:22 Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að því Hörpuhneykslið í Rhode Island heldur áfram að vinda upp á sig. 2. apríl 2016 12:35 Reykjavík óvart gestur í hundruð milljóna herferð Rhode Island Úbbs. 30. mars 2016 15:58 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Sjá meira
Allt vitlaust í Rhode Island vegna Hörpu Yfirmaður markaðsherferðar ríkisins hefur sagt af sér vegna kynningarmyndbands ríkisins þar sem Hörpu bregður fyrir. 2. apríl 2016 11:22
Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að því Hörpuhneykslið í Rhode Island heldur áfram að vinda upp á sig. 2. apríl 2016 12:35