Segist vera hjólabrettakappinn í hinu umdeilda Rhode Island myndbandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. apríl 2016 17:33 Hjólabrettakappinn Róbert Vilhjálmsson hefur húmor fyrir mistökum en er ekki sáttur við að vera bendlaður við Rhode Isand. Íslenski hjólabrettakappinn Róbert Vilhjálmsson segist vera hjólabrettakappinn sem bregði fyrir við Hörpu í fyrstu útgáfu hins umdeilda kynningarmyndbands Rhode Island ríkis í Bandaríkjunum. Framleiðslufyrirtækið segir að umræddur hjólabrettakappi hafi verið frá Rhode Island. „Myndbandið sem um ræðir er af hjólabrettakappa frá Rhode Island og tekið upp af kvikmyndatökumanni frá Rhode Island,“ segir í opinberri afsökunarbeiðni framleiðslufyrirtækisins IndieWhip sem birt var á vefsíðu fyrirtækisins.Sjá einnig: Reykjavík óvart gestur í hundruð milljóna herferð Rhode IslandRóbert Vilhjálmsson, íslenskur hjólabrettakappi, segir hinsvegar að það sé alrangt, hann sé sá sem sést á myndbandinu fræga. Hann og félagar hans hafi verið á hjólabrettunum sínum við Hörpu að æfa sig fyrir um þremur vikum þegar maður kom að þeim og spurði hvort hann mæti taka myndir af þeim. „Hann var með flotta og dýra myndavél og lagði mikinn metnað í þetta,“ segir Róbert í samtali við Vísi. „Við héldum að þetta væri ferðamaður og vorum ekki mikið að pæla í þessu, það er oft sem einhver tekur myndir af okkur þegar við erum að æfa okkur.“Sjá einnig: Allt vitlaust í Rhode Island vegna HörpuRóbert hefur húmor fyrir mistökunum hjá framleiðslufyrirtækjunum við myndbandið sem þykja nokkuð pínleg. Herferðin, sem myndbandið er hluti af, kostaði hundruð milljónir króna. og hefur yfirmaður herferðarinnar af hálfu Rhode Island sagt af sér vegna málsins. Róbert er þó ekki sáttur við að vera bendlaður við Rhode Island. „Félagi minn sá þetta myndband og þekkti mig strax. Mér finnst þetta aðallega bara frekar fyndið allt saman en ég er samt stoltur Íslendingur og vil ekki að það sé verið að tengja mig við Rhode Island,“ segir Róbert.Sjá einnig: Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að þvíRóbert segist hafa haft samband við IndieWhip og óskað eftir því að því sé komið á framfæri að það sé Íslendingur en ekki einhver frá Rhode Island sem sést í myndbandinu. Hann hefur þó engin svör fengið enn sem komið er. Svo virðist reyndar að IndieWhip taki málinu ekkert sérstaklega alvara, gerðu þeir stólpagrín að mistökunum í apríl-gabbi í myndbandi sem birt var í gær. Þeir útbjuggu þó nýtt Hörpufrítt myndband, Rhode Island ríki að kostnaðarlausu í sárabætur fyrir upphaflegu mistökin.Myndbandið umdeilda má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Allt vitlaust í Rhode Island vegna Hörpu Yfirmaður markaðsherferðar ríkisins hefur sagt af sér vegna kynningarmyndbands ríkisins þar sem Hörpu bregður fyrir. 2. apríl 2016 11:22 Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að því Hörpuhneykslið í Rhode Island heldur áfram að vinda upp á sig. 2. apríl 2016 12:35 Reykjavík óvart gestur í hundruð milljóna herferð Rhode Island Úbbs. 30. mars 2016 15:58 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Íslenski hjólabrettakappinn Róbert Vilhjálmsson segist vera hjólabrettakappinn sem bregði fyrir við Hörpu í fyrstu útgáfu hins umdeilda kynningarmyndbands Rhode Island ríkis í Bandaríkjunum. Framleiðslufyrirtækið segir að umræddur hjólabrettakappi hafi verið frá Rhode Island. „Myndbandið sem um ræðir er af hjólabrettakappa frá Rhode Island og tekið upp af kvikmyndatökumanni frá Rhode Island,“ segir í opinberri afsökunarbeiðni framleiðslufyrirtækisins IndieWhip sem birt var á vefsíðu fyrirtækisins.Sjá einnig: Reykjavík óvart gestur í hundruð milljóna herferð Rhode IslandRóbert Vilhjálmsson, íslenskur hjólabrettakappi, segir hinsvegar að það sé alrangt, hann sé sá sem sést á myndbandinu fræga. Hann og félagar hans hafi verið á hjólabrettunum sínum við Hörpu að æfa sig fyrir um þremur vikum þegar maður kom að þeim og spurði hvort hann mæti taka myndir af þeim. „Hann var með flotta og dýra myndavél og lagði mikinn metnað í þetta,“ segir Róbert í samtali við Vísi. „Við héldum að þetta væri ferðamaður og vorum ekki mikið að pæla í þessu, það er oft sem einhver tekur myndir af okkur þegar við erum að æfa okkur.“Sjá einnig: Allt vitlaust í Rhode Island vegna HörpuRóbert hefur húmor fyrir mistökunum hjá framleiðslufyrirtækjunum við myndbandið sem þykja nokkuð pínleg. Herferðin, sem myndbandið er hluti af, kostaði hundruð milljónir króna. og hefur yfirmaður herferðarinnar af hálfu Rhode Island sagt af sér vegna málsins. Róbert er þó ekki sáttur við að vera bendlaður við Rhode Island. „Félagi minn sá þetta myndband og þekkti mig strax. Mér finnst þetta aðallega bara frekar fyndið allt saman en ég er samt stoltur Íslendingur og vil ekki að það sé verið að tengja mig við Rhode Island,“ segir Róbert.Sjá einnig: Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að þvíRóbert segist hafa haft samband við IndieWhip og óskað eftir því að því sé komið á framfæri að það sé Íslendingur en ekki einhver frá Rhode Island sem sést í myndbandinu. Hann hefur þó engin svör fengið enn sem komið er. Svo virðist reyndar að IndieWhip taki málinu ekkert sérstaklega alvara, gerðu þeir stólpagrín að mistökunum í apríl-gabbi í myndbandi sem birt var í gær. Þeir útbjuggu þó nýtt Hörpufrítt myndband, Rhode Island ríki að kostnaðarlausu í sárabætur fyrir upphaflegu mistökin.Myndbandið umdeilda má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Allt vitlaust í Rhode Island vegna Hörpu Yfirmaður markaðsherferðar ríkisins hefur sagt af sér vegna kynningarmyndbands ríkisins þar sem Hörpu bregður fyrir. 2. apríl 2016 11:22 Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að því Hörpuhneykslið í Rhode Island heldur áfram að vinda upp á sig. 2. apríl 2016 12:35 Reykjavík óvart gestur í hundruð milljóna herferð Rhode Island Úbbs. 30. mars 2016 15:58 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Allt vitlaust í Rhode Island vegna Hörpu Yfirmaður markaðsherferðar ríkisins hefur sagt af sér vegna kynningarmyndbands ríkisins þar sem Hörpu bregður fyrir. 2. apríl 2016 11:22
Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að því Hörpuhneykslið í Rhode Island heldur áfram að vinda upp á sig. 2. apríl 2016 12:35