Segist vera hjólabrettakappinn í hinu umdeilda Rhode Island myndbandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. apríl 2016 17:33 Hjólabrettakappinn Róbert Vilhjálmsson hefur húmor fyrir mistökum en er ekki sáttur við að vera bendlaður við Rhode Isand. Íslenski hjólabrettakappinn Róbert Vilhjálmsson segist vera hjólabrettakappinn sem bregði fyrir við Hörpu í fyrstu útgáfu hins umdeilda kynningarmyndbands Rhode Island ríkis í Bandaríkjunum. Framleiðslufyrirtækið segir að umræddur hjólabrettakappi hafi verið frá Rhode Island. „Myndbandið sem um ræðir er af hjólabrettakappa frá Rhode Island og tekið upp af kvikmyndatökumanni frá Rhode Island,“ segir í opinberri afsökunarbeiðni framleiðslufyrirtækisins IndieWhip sem birt var á vefsíðu fyrirtækisins.Sjá einnig: Reykjavík óvart gestur í hundruð milljóna herferð Rhode IslandRóbert Vilhjálmsson, íslenskur hjólabrettakappi, segir hinsvegar að það sé alrangt, hann sé sá sem sést á myndbandinu fræga. Hann og félagar hans hafi verið á hjólabrettunum sínum við Hörpu að æfa sig fyrir um þremur vikum þegar maður kom að þeim og spurði hvort hann mæti taka myndir af þeim. „Hann var með flotta og dýra myndavél og lagði mikinn metnað í þetta,“ segir Róbert í samtali við Vísi. „Við héldum að þetta væri ferðamaður og vorum ekki mikið að pæla í þessu, það er oft sem einhver tekur myndir af okkur þegar við erum að æfa okkur.“Sjá einnig: Allt vitlaust í Rhode Island vegna HörpuRóbert hefur húmor fyrir mistökunum hjá framleiðslufyrirtækjunum við myndbandið sem þykja nokkuð pínleg. Herferðin, sem myndbandið er hluti af, kostaði hundruð milljónir króna. og hefur yfirmaður herferðarinnar af hálfu Rhode Island sagt af sér vegna málsins. Róbert er þó ekki sáttur við að vera bendlaður við Rhode Island. „Félagi minn sá þetta myndband og þekkti mig strax. Mér finnst þetta aðallega bara frekar fyndið allt saman en ég er samt stoltur Íslendingur og vil ekki að það sé verið að tengja mig við Rhode Island,“ segir Róbert.Sjá einnig: Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að þvíRóbert segist hafa haft samband við IndieWhip og óskað eftir því að því sé komið á framfæri að það sé Íslendingur en ekki einhver frá Rhode Island sem sést í myndbandinu. Hann hefur þó engin svör fengið enn sem komið er. Svo virðist reyndar að IndieWhip taki málinu ekkert sérstaklega alvara, gerðu þeir stólpagrín að mistökunum í apríl-gabbi í myndbandi sem birt var í gær. Þeir útbjuggu þó nýtt Hörpufrítt myndband, Rhode Island ríki að kostnaðarlausu í sárabætur fyrir upphaflegu mistökin.Myndbandið umdeilda má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Allt vitlaust í Rhode Island vegna Hörpu Yfirmaður markaðsherferðar ríkisins hefur sagt af sér vegna kynningarmyndbands ríkisins þar sem Hörpu bregður fyrir. 2. apríl 2016 11:22 Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að því Hörpuhneykslið í Rhode Island heldur áfram að vinda upp á sig. 2. apríl 2016 12:35 Reykjavík óvart gestur í hundruð milljóna herferð Rhode Island Úbbs. 30. mars 2016 15:58 Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sjá meira
Íslenski hjólabrettakappinn Róbert Vilhjálmsson segist vera hjólabrettakappinn sem bregði fyrir við Hörpu í fyrstu útgáfu hins umdeilda kynningarmyndbands Rhode Island ríkis í Bandaríkjunum. Framleiðslufyrirtækið segir að umræddur hjólabrettakappi hafi verið frá Rhode Island. „Myndbandið sem um ræðir er af hjólabrettakappa frá Rhode Island og tekið upp af kvikmyndatökumanni frá Rhode Island,“ segir í opinberri afsökunarbeiðni framleiðslufyrirtækisins IndieWhip sem birt var á vefsíðu fyrirtækisins.Sjá einnig: Reykjavík óvart gestur í hundruð milljóna herferð Rhode IslandRóbert Vilhjálmsson, íslenskur hjólabrettakappi, segir hinsvegar að það sé alrangt, hann sé sá sem sést á myndbandinu fræga. Hann og félagar hans hafi verið á hjólabrettunum sínum við Hörpu að æfa sig fyrir um þremur vikum þegar maður kom að þeim og spurði hvort hann mæti taka myndir af þeim. „Hann var með flotta og dýra myndavél og lagði mikinn metnað í þetta,“ segir Róbert í samtali við Vísi. „Við héldum að þetta væri ferðamaður og vorum ekki mikið að pæla í þessu, það er oft sem einhver tekur myndir af okkur þegar við erum að æfa okkur.“Sjá einnig: Allt vitlaust í Rhode Island vegna HörpuRóbert hefur húmor fyrir mistökunum hjá framleiðslufyrirtækjunum við myndbandið sem þykja nokkuð pínleg. Herferðin, sem myndbandið er hluti af, kostaði hundruð milljónir króna. og hefur yfirmaður herferðarinnar af hálfu Rhode Island sagt af sér vegna málsins. Róbert er þó ekki sáttur við að vera bendlaður við Rhode Island. „Félagi minn sá þetta myndband og þekkti mig strax. Mér finnst þetta aðallega bara frekar fyndið allt saman en ég er samt stoltur Íslendingur og vil ekki að það sé verið að tengja mig við Rhode Island,“ segir Róbert.Sjá einnig: Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að þvíRóbert segist hafa haft samband við IndieWhip og óskað eftir því að því sé komið á framfæri að það sé Íslendingur en ekki einhver frá Rhode Island sem sést í myndbandinu. Hann hefur þó engin svör fengið enn sem komið er. Svo virðist reyndar að IndieWhip taki málinu ekkert sérstaklega alvara, gerðu þeir stólpagrín að mistökunum í apríl-gabbi í myndbandi sem birt var í gær. Þeir útbjuggu þó nýtt Hörpufrítt myndband, Rhode Island ríki að kostnaðarlausu í sárabætur fyrir upphaflegu mistökin.Myndbandið umdeilda má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Allt vitlaust í Rhode Island vegna Hörpu Yfirmaður markaðsherferðar ríkisins hefur sagt af sér vegna kynningarmyndbands ríkisins þar sem Hörpu bregður fyrir. 2. apríl 2016 11:22 Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að því Hörpuhneykslið í Rhode Island heldur áfram að vinda upp á sig. 2. apríl 2016 12:35 Reykjavík óvart gestur í hundruð milljóna herferð Rhode Island Úbbs. 30. mars 2016 15:58 Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sjá meira
Allt vitlaust í Rhode Island vegna Hörpu Yfirmaður markaðsherferðar ríkisins hefur sagt af sér vegna kynningarmyndbands ríkisins þar sem Hörpu bregður fyrir. 2. apríl 2016 11:22
Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að því Hörpuhneykslið í Rhode Island heldur áfram að vinda upp á sig. 2. apríl 2016 12:35