Aðeins Kane og Agüero eru búnir að skora meira en Gylfi Þór á árinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2016 10:30 Þrír markahæstu leikmenn ársins í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að bera Swansea-liðið á bakinu í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði enn og aftur fyrir Svanina þegar liðið gerði jafntefli við Stoke, 2-2, um helgina. Swansea kom til baka eftir að lenda 2-0 undir og náði í mikilvægt stig, en fallegt mark Gylfa með skoti fyrir utan teig var það sem kom velska liðinu á bragðið. Ítalinn Alberto Paloschi skoraði jöfnunarmarkið.Sjá einnig:Fyrsti Íslendingurinn í slétt ellefu ár sem brýtur tíu marka múrinn Gylfi hefur verið sjóðheitur eftir áramót og skorað átta mörk, en hann er í heildina búinn að skora 47 prósent marka Swansea-liðsins á árinu 2016 sem er nokkuð gott fyrir miðjumann.Með markinu gegn Stoke um helgina komst Gylfi upp í tíunda sæti markalista ensku úrvalsdeildarinnar, en þar situr hann ásamt Austurríkismanninum Marko Arnautovic, leikmanni Stoke. Þeir félagarnir munu einmitt mætast í lokaleik riðlakeppni EM í Frakklandi í sumar þegar Ísland og Austurríki leiða saman hesta sína.Sjá einnig:Gylfi við BBC: Við erum ekki öruggir Gylfi hefur verið svo heitur á árinu 2016 að bara tveir helstu markahrókar deildarinnar, Harry Kane og Sergio Agüero, skáka honum. Kane er markahæstur á árinu 2016 með ellefu mörk en Agüero er búinn að skora tíu. Jermaine Defoe, framherji Sunderland, hefur verið jafniðinn og Gylfi og er einnig með átta mörk. Gylfi Þór hefur skorað töluvert fleiri mörk fyrir Swansea en sumir af helstu framherjum deildarinnar á nýju ári. Jamie Vardy er „aðeins“ búinn að skora fjögur mörk fyrir Leicester, Romelu Lukaku þrjú mörk fyrir Everton og Odion Ighalo eitt mark fyrir Watford. Frammistaða Gylfa hefur hjálpað Swansea að klifra upp úr mestu fallhættunni en liðið er nú með 37 stig, tíu stigum frá falli þegar liðin eiga sex til sjö leiki eftir. Einn sigur í viðbót ætti að gulltryggja áframhaldandi veru Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi fyrsta "tían" til að skora tíu mörk á tímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson er markahæsti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag og það þrátt fyrir að vera aðeins kominn með tvö mörk um áramótin. 3. apríl 2016 13:00 Gylfi við BBC: Við erum ekki öruggir Miðjumaðurinn hefur skorað tíu mörk í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. 4. apríl 2016 09:00 Gylfi hefur skorað á móti helmingi ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu Stoke City varð í gær nýjasta liðið til að sækja boltann úr marki sínu eftir mark frá íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. 3. apríl 2016 23:00 Fyrsti Íslendingurinn í slétt ellefu ár sem brýtur tíu marka múrinn Gylfi Þór Sigurðsson bætir sitt persónulega markamet í ensku úrvalsdeildinni með hverju marki og á laugardaginn skoraði hann sitt tíunda deildarmark á leiktíðinni. 4. apríl 2016 07:00 Gylfi hefur skorað 47 prósent marka Swansea á árinu 2016 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í gær sitt áttunda mark í þrettán deildarleikjum sínum með Swansea City á árinu 2016 og hefur skorað næstum því helming marka velska liðsins á nýju ári. 3. apríl 2016 20:33 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að bera Swansea-liðið á bakinu í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði enn og aftur fyrir Svanina þegar liðið gerði jafntefli við Stoke, 2-2, um helgina. Swansea kom til baka eftir að lenda 2-0 undir og náði í mikilvægt stig, en fallegt mark Gylfa með skoti fyrir utan teig var það sem kom velska liðinu á bragðið. Ítalinn Alberto Paloschi skoraði jöfnunarmarkið.Sjá einnig:Fyrsti Íslendingurinn í slétt ellefu ár sem brýtur tíu marka múrinn Gylfi hefur verið sjóðheitur eftir áramót og skorað átta mörk, en hann er í heildina búinn að skora 47 prósent marka Swansea-liðsins á árinu 2016 sem er nokkuð gott fyrir miðjumann.Með markinu gegn Stoke um helgina komst Gylfi upp í tíunda sæti markalista ensku úrvalsdeildarinnar, en þar situr hann ásamt Austurríkismanninum Marko Arnautovic, leikmanni Stoke. Þeir félagarnir munu einmitt mætast í lokaleik riðlakeppni EM í Frakklandi í sumar þegar Ísland og Austurríki leiða saman hesta sína.Sjá einnig:Gylfi við BBC: Við erum ekki öruggir Gylfi hefur verið svo heitur á árinu 2016 að bara tveir helstu markahrókar deildarinnar, Harry Kane og Sergio Agüero, skáka honum. Kane er markahæstur á árinu 2016 með ellefu mörk en Agüero er búinn að skora tíu. Jermaine Defoe, framherji Sunderland, hefur verið jafniðinn og Gylfi og er einnig með átta mörk. Gylfi Þór hefur skorað töluvert fleiri mörk fyrir Swansea en sumir af helstu framherjum deildarinnar á nýju ári. Jamie Vardy er „aðeins“ búinn að skora fjögur mörk fyrir Leicester, Romelu Lukaku þrjú mörk fyrir Everton og Odion Ighalo eitt mark fyrir Watford. Frammistaða Gylfa hefur hjálpað Swansea að klifra upp úr mestu fallhættunni en liðið er nú með 37 stig, tíu stigum frá falli þegar liðin eiga sex til sjö leiki eftir. Einn sigur í viðbót ætti að gulltryggja áframhaldandi veru Swansea í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi fyrsta "tían" til að skora tíu mörk á tímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson er markahæsti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag og það þrátt fyrir að vera aðeins kominn með tvö mörk um áramótin. 3. apríl 2016 13:00 Gylfi við BBC: Við erum ekki öruggir Miðjumaðurinn hefur skorað tíu mörk í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. 4. apríl 2016 09:00 Gylfi hefur skorað á móti helmingi ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu Stoke City varð í gær nýjasta liðið til að sækja boltann úr marki sínu eftir mark frá íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. 3. apríl 2016 23:00 Fyrsti Íslendingurinn í slétt ellefu ár sem brýtur tíu marka múrinn Gylfi Þór Sigurðsson bætir sitt persónulega markamet í ensku úrvalsdeildinni með hverju marki og á laugardaginn skoraði hann sitt tíunda deildarmark á leiktíðinni. 4. apríl 2016 07:00 Gylfi hefur skorað 47 prósent marka Swansea á árinu 2016 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í gær sitt áttunda mark í þrettán deildarleikjum sínum með Swansea City á árinu 2016 og hefur skorað næstum því helming marka velska liðsins á nýju ári. 3. apríl 2016 20:33 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Sjá meira
Gylfi fyrsta "tían" til að skora tíu mörk á tímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson er markahæsti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag og það þrátt fyrir að vera aðeins kominn með tvö mörk um áramótin. 3. apríl 2016 13:00
Gylfi við BBC: Við erum ekki öruggir Miðjumaðurinn hefur skorað tíu mörk í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. 4. apríl 2016 09:00
Gylfi hefur skorað á móti helmingi ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu Stoke City varð í gær nýjasta liðið til að sækja boltann úr marki sínu eftir mark frá íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. 3. apríl 2016 23:00
Fyrsti Íslendingurinn í slétt ellefu ár sem brýtur tíu marka múrinn Gylfi Þór Sigurðsson bætir sitt persónulega markamet í ensku úrvalsdeildinni með hverju marki og á laugardaginn skoraði hann sitt tíunda deildarmark á leiktíðinni. 4. apríl 2016 07:00
Gylfi hefur skorað 47 prósent marka Swansea á árinu 2016 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í gær sitt áttunda mark í þrettán deildarleikjum sínum með Swansea City á árinu 2016 og hefur skorað næstum því helming marka velska liðsins á nýju ári. 3. apríl 2016 20:33