Enski boltinn

Fyrsti Íslendingurinn í slétt ellefu ár sem brýtur tíu marka múrinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson bætir sitt persónulega markamet í ensku úrvalsdeildinni með hverju marki og á laugardaginn skoraði hann sitt tíunda deildarmark á leiktíðinni.

Gylfi skoraði annað marka Swansea City í 2-2 jafntefli á útivelli á móti Stoke City á Britannia leikvanginum í gær.

Gylfi hafði mest áður skorað 7 deildarmörk á einu tímabili en því náði hann bæði í fyrra sem og tímabilið 2011-12.

Gylfi varð þar með aðeins annar Íslendingurinn sem nær því að skora tíu mörk á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni en Eiður Smári Guðjohnsen náði því fjórum sinnum.

Það eru liðin nálvæmlega ellefu ár síðan að Eiður Smári Guðjohnsen skoraði síðasta yfir tíu mörk á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni en Eiður Smári skoraði 12 mörk í 38 leikjum á meistaratímabili Chelsea 2004-05.

Tíunda mark Eiðs Smára þetta tímabil kom í leik á móti Southampton 2. apríl 2005. Gylfi skoraði sitt tíunda mark 2. apríl 2016.

Eiður Smári var þá að brjóta tíu marka múrinn í fjórða sinn á fimm tímabilum en hann hafði líka skorað tíu mörk eða fleiri 2000-01 (10), 2001-02 (14), 2002-03 (10).



Flest mörk Íslendings á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni:

14

Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 2001-02

12

Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 2004-05

10

Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 2000-01

Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 2002-03

Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City 2015-16

8

Heiðar Helguson, Fulham 2005-06

Heiðar Helguson, Queens Park Rangers 2011-12

7

Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City 2011-12

Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City 2014-15


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×