Enski boltinn

Gylfi hefur skorað á móti helmingi ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á móti Stoke á laugardaginn.
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á móti Stoke á laugardaginn. Vísir/Getty
Stoke City varð í gær nýjasta liðið til að sækja boltann úr marki sínu eftir mark frá íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni.

Swansea tryggði sér 2-2 jafntefli á Brittannia leikvanginum með mörkum frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Alberto Paloschi á lokakafla leiksins.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt tíunda mark í ensku úrvalsdeildinni í gær en það sem er enn merkilegra er að Gylfi hefur skorað þessu tíu mörk í tíu einstökum leikjum og á móti tíu liðum.

Það eru tuttugu lið í ensku úrvalsdeildinni að Swansea liðinu meðtölu og Gylfi hefur því skorað hjá meira en helmingi liða deildarinnar.

Gylfi hefur þegar skorað hjá Southampton, Aston Villa, Manchester United, Sunderland, Everton, West Bromwich Albion, Crystal Palace, Norwich, Bournemouth og Stoke City.

Swansea City á eftir sex leiki á tímabilinu og þeir eru allir á mótum liðum hann á eftir að skora hjá á tímabilinu (Chelsea, Newcastle, Leicster, Liverpool, West Ham og Manchester City).

Gylfi er hefur spilað báða leiki sína á móti Tottenham, Arsenal og Watford og skorar því ekki á móti þeim á þessu tímabili.

Í spilaranum hér fyrir ofan má síðan sjá þetta laglega tíunda mark Gylfa Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Staða liða í ensku úrvalsdeildinni í dag og mörk Gylfa á móti viðkomandi liðum:

1. Leicester - 0 (á eftir leik)

2. Tottenham -  0 mörk    

3. Arsenal -  0 mörk         

4. Manchester City - 0 (á eftir leik)     

5. Manchester United - 1 mark    

6. West Ham - 0 (á eftir leik)     

7. Southampton - 1 mark         

8. Stoke - 1 mark         

9. Liverpool - 0 (á eftir leik)       

10. Chelsea - 0 (á eftir leik)   

11. West Bromwich Albion - 1 mark      

12. Bournemouth - 1 mark         

13. Everton - 1 mark         

14. Watford -  0 mörk         

(15. Swansea)

16. Crystal Palace - 1 mark         

17. Norwich - 1 mark         

18. Sunderland - 1 mark         

19. Newcastle - 0 (á eftir leik)

20. Aston Villa - 1 mark     


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×