Stjörnurnar í dag fara fyrir mótmælendum: „Kveikjum í öllu og byrjum að byggja aftur“ Jakob Bjarnar og Stefán Árni Pálsson skrifa 7. apríl 2016 15:30 Helstu dægurstjörnur nútímans eru nú í fylkingarbrjósti mótmælenda, sem lýsir byltingu hugarfarsins. mynd/garðar Helstu dægurstjörnur samtímans fara hvergi leynt með pólitískar skoðanir sínar. Þær flagga þeim nú sem mest þær mega og á samfélagsmiðlum hvetja margar þeirra til mótmæla á Austurvelli. Stjörnur dagsins í dag fara hátt með vanþóknun sína á stjórnvöldum. Þetta er alveg nýtt, og í dægurmenningunni má greina viðhorfsbreytingar í samfélaginu. Á undanförnum árum og áratugum hefur það einkennt skemmtikrafta og poppstjörnur það að þeir flagga ekki sínum pólitísku skoðunum. Þar á bæ hafa menn litið svo á að þeir séu atvinnumenn sem slíkir og það sé ekki gott fyrir viðskiptin, að vera að merkja sig tilteknum pólitískum sjónarmiðum. Enginn þarf að velkjast í vafa um að Stebbi Hilmars, Helgi Björns og Bó, svo einhverjir séu nefndir, eru ekki neinar geðlurður. Þetta eru skoðanaríkir menn. En sé farið á tímarit punktur is og leitað eftir viðtölum við þessa menn þá eru eru vandfundnin orð sem túlka má sem pólitísk, nema þá í víðari merkingu. Mikilvæg undantekning á þessari reglu er Bubbi Morthens. En, hann hefur farið í gegnum mörg tímabil og hefur fengið yfir sig skammir þess efnis að hann hafi selt sig. Það er til marks um hið vakandi auga sem haft er með dægurstjörnunum. Björk mætti hugsanlega nefna til sögunnar sem pólitíska, hún hefur talað gegn virkjunum en Björk á lítið undir hinum íslenska skemmtibransa. Hugsanlega má rekja þessar breytingar að einhverju leyti til samfélagsmiðla, auðveldara er að koma skoðunum sínum á framfæri og menn þurfi einfaldlega að rífa kjaft vilji þeir vekja á sér athygli. Og, þetta snýst um athygli. Og kannski má segja að aukin hlutdeild rapps í dægurmenniningu hafi sitt að segja; þar er innbyggt það að rífa sig. Í það minnsta er svo komið að helstu stjörnur dagsins í dag fara í fylkingarbrjósti mótmælenda, þeir hvetja til uppreisnar og ætla að mæta á mótmælin við Austurvöll en þangað streymir nú fólk til mótmæla. Rapparinn Gauti Þeyr, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, tísti til að mynda eftirfarandi í gærkvöldi; „Sorry með dónaskapinn. En nú þurfum við að vera með læti. Þetta kjaftæði verður ekki liðið. Kveikjum í öllu og byrjum að byggja aftur.“Sorry með dónaskapinn. En nú þurfum við að vera með læti. Þetta kjaftæði verður ekki liðið. Kveikjum í öllu og byrjum að byggja aftur.— Emmsjé (@emmsjegauti) April 7, 2016 Rappsveitin Úlfur Úlfur tísti einnig í gær; „Annar okkar er í Svíþjóð en hinn, ásamt Kött Grá Pjé verðum fremstir í flokki á morgun. Fuck all this bullshit“ Sjálfir segir Kött Grá Pjé; „Heilar þjóðir deila ekki hagsmunum eða kjörum. Stéttir munu stríða. Hér er auðstétt sem ætlar að verja sérstöðu sína með kjafti og klóm.“Heilar þjóðir deila ekki hagsmunum eða kjörum. Stéttir munu stríða. Hér er auðstétt sem ætlar að verja sérstöðu sína með kjafti og klóm.— KÖTT GRÁ PJE (@KottGraPje) April 6, 2016 Fleiri úr skemmtanabransanum hafi miklar skoðanir á pólitískri stöðu þjóðarinnar og má þar nefna Sögu Garðarsdóttir, grínista, sem tísti einmitt í dag; „Ég hef ákveðið að segja ekki málefnalegan brandara um þessi lúða bjúgu fyrr en þau byrja að bera virðingu fyrir mér og boða til kosninga.“Ég hef ákveðið að segja ekki málefnalegan brandara um þessi lúða bjúgu fyrr en þau byrja að bera virðingu fyrir mér og boða til kosninga.— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) April 7, 2016 Grínistinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, hefur gríðarlegar skoðanir á pólitík. Hann er duglegur að tjá sig á Twitter og tísti til að mynda; „Mér líður eins og einhver hafi skitið upp í mig.“Mér líður eins og einhver hafi skitið upp í mig.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) April 6, 2016 Bræðurnir Unnsteinn Manúel og Logi Pedro eru mjög ákveðnir þegar kemur að því að tjá sig um pólitík og spurði Unnsteinn til að mynda ráðherra ríkisstjórnarinnar í gær þessara spurningar; „Af hverju segiði ekki í ALVÖRU af ykkur?“Afhverju segiði ekki í ALVÖRU af ykkur? YES I'm talking about you @sigmundurdavid @Bjarni_ben @Illugi1 @hannabirna @olofnordal #cashljós— Uni Man (@unistefson) April 6, 2016 Stelpurnar í rappsveitinni Reykjavíkurdætur hvöttu almenning til að mæta á mótmælin á Austurvelli á mánudaginn og voru þar yfir tuttugu þúsund manns þegar mest lét.þetta er eins og að horfa á Making a murderer. Vel gert Kastljós!! AUSTURVÖLLUR KL. 17 Á MRG #cashljós #spilling— Reykjavíkurdætur (@RVKdaetur) April 3, 2016 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Helstu dægurstjörnur samtímans fara hvergi leynt með pólitískar skoðanir sínar. Þær flagga þeim nú sem mest þær mega og á samfélagsmiðlum hvetja margar þeirra til mótmæla á Austurvelli. Stjörnur dagsins í dag fara hátt með vanþóknun sína á stjórnvöldum. Þetta er alveg nýtt, og í dægurmenningunni má greina viðhorfsbreytingar í samfélaginu. Á undanförnum árum og áratugum hefur það einkennt skemmtikrafta og poppstjörnur það að þeir flagga ekki sínum pólitísku skoðunum. Þar á bæ hafa menn litið svo á að þeir séu atvinnumenn sem slíkir og það sé ekki gott fyrir viðskiptin, að vera að merkja sig tilteknum pólitískum sjónarmiðum. Enginn þarf að velkjast í vafa um að Stebbi Hilmars, Helgi Björns og Bó, svo einhverjir séu nefndir, eru ekki neinar geðlurður. Þetta eru skoðanaríkir menn. En sé farið á tímarit punktur is og leitað eftir viðtölum við þessa menn þá eru eru vandfundnin orð sem túlka má sem pólitísk, nema þá í víðari merkingu. Mikilvæg undantekning á þessari reglu er Bubbi Morthens. En, hann hefur farið í gegnum mörg tímabil og hefur fengið yfir sig skammir þess efnis að hann hafi selt sig. Það er til marks um hið vakandi auga sem haft er með dægurstjörnunum. Björk mætti hugsanlega nefna til sögunnar sem pólitíska, hún hefur talað gegn virkjunum en Björk á lítið undir hinum íslenska skemmtibransa. Hugsanlega má rekja þessar breytingar að einhverju leyti til samfélagsmiðla, auðveldara er að koma skoðunum sínum á framfæri og menn þurfi einfaldlega að rífa kjaft vilji þeir vekja á sér athygli. Og, þetta snýst um athygli. Og kannski má segja að aukin hlutdeild rapps í dægurmenniningu hafi sitt að segja; þar er innbyggt það að rífa sig. Í það minnsta er svo komið að helstu stjörnur dagsins í dag fara í fylkingarbrjósti mótmælenda, þeir hvetja til uppreisnar og ætla að mæta á mótmælin við Austurvöll en þangað streymir nú fólk til mótmæla. Rapparinn Gauti Þeyr, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, tísti til að mynda eftirfarandi í gærkvöldi; „Sorry með dónaskapinn. En nú þurfum við að vera með læti. Þetta kjaftæði verður ekki liðið. Kveikjum í öllu og byrjum að byggja aftur.“Sorry með dónaskapinn. En nú þurfum við að vera með læti. Þetta kjaftæði verður ekki liðið. Kveikjum í öllu og byrjum að byggja aftur.— Emmsjé (@emmsjegauti) April 7, 2016 Rappsveitin Úlfur Úlfur tísti einnig í gær; „Annar okkar er í Svíþjóð en hinn, ásamt Kött Grá Pjé verðum fremstir í flokki á morgun. Fuck all this bullshit“ Sjálfir segir Kött Grá Pjé; „Heilar þjóðir deila ekki hagsmunum eða kjörum. Stéttir munu stríða. Hér er auðstétt sem ætlar að verja sérstöðu sína með kjafti og klóm.“Heilar þjóðir deila ekki hagsmunum eða kjörum. Stéttir munu stríða. Hér er auðstétt sem ætlar að verja sérstöðu sína með kjafti og klóm.— KÖTT GRÁ PJE (@KottGraPje) April 6, 2016 Fleiri úr skemmtanabransanum hafi miklar skoðanir á pólitískri stöðu þjóðarinnar og má þar nefna Sögu Garðarsdóttir, grínista, sem tísti einmitt í dag; „Ég hef ákveðið að segja ekki málefnalegan brandara um þessi lúða bjúgu fyrr en þau byrja að bera virðingu fyrir mér og boða til kosninga.“Ég hef ákveðið að segja ekki málefnalegan brandara um þessi lúða bjúgu fyrr en þau byrja að bera virðingu fyrir mér og boða til kosninga.— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) April 7, 2016 Grínistinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, hefur gríðarlegar skoðanir á pólitík. Hann er duglegur að tjá sig á Twitter og tísti til að mynda; „Mér líður eins og einhver hafi skitið upp í mig.“Mér líður eins og einhver hafi skitið upp í mig.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) April 6, 2016 Bræðurnir Unnsteinn Manúel og Logi Pedro eru mjög ákveðnir þegar kemur að því að tjá sig um pólitík og spurði Unnsteinn til að mynda ráðherra ríkisstjórnarinnar í gær þessara spurningar; „Af hverju segiði ekki í ALVÖRU af ykkur?“Afhverju segiði ekki í ALVÖRU af ykkur? YES I'm talking about you @sigmundurdavid @Bjarni_ben @Illugi1 @hannabirna @olofnordal #cashljós— Uni Man (@unistefson) April 6, 2016 Stelpurnar í rappsveitinni Reykjavíkurdætur hvöttu almenning til að mæta á mótmælin á Austurvelli á mánudaginn og voru þar yfir tuttugu þúsund manns þegar mest lét.þetta er eins og að horfa á Making a murderer. Vel gert Kastljós!! AUSTURVÖLLUR KL. 17 Á MRG #cashljós #spilling— Reykjavíkurdætur (@RVKdaetur) April 3, 2016
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira