Afdrifarík steggjun í Mjölni fyrir dóm: „Þú ert búinn að fótbrjóta mig“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. mars 2016 17:00 Þórir Skarphéðinsson, lögmaður, og Lárus Óskarsson á leið í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Ernir Aðalmeðferð í máli Lárusar Óskarssonar fasteignasala gegn Árna Ísakssyni bardagamanni og Mjölni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lárus fótbrotnaði þegar hann mætti Árna í bardagahring í Mjölni í ágúst árið 2014. Var bardaginn hluti af steggjun Lárusar sem vinir hans höfðu skipulagt en hann þurfti að fresta brúðkaupi sínu vegna atviksins. Hann segir atvikið hafa haft mikil áhrif á líf sitt. Er deilt um skaðabótaskyldu Mjölnis eða Árna í þessu máli. Ef dómurinn fellst á þau sjónarmið Lárusar er grundvöllur fyrir því að leggja fram skaðabótakröfu. Fyrir dómi lýsti Lárus því þegar hann var leiddur inn í sal Mjölnis 23. ágúst sumarið 2014. Hann sagði Árna hafa tekið á móti steggjunarhópnum og farið með hann inn í hringinn sem er í sal Mjölnis. Þegar þangað var komið sagði Lárus að Árni hefði sýnt þeim hvernig ætti að bera sig að við glímu og sýnt á Lárusi eina fellu. Árni ætlaði sér að gera þessa fellu þrisvar sinnum á Lárusi en þegar hann endurtók felluna brotnaði Lárus á ökkla. Sagðist Lárus hafa fengið viðvörun fyrir fyrri felluna en ekki þá seinni.Lárus Óskarsson og lögmaður hans í dómsal. Vísir/ErnirTelur meiðslahættu hafa aukist án upphitunar Lárus sagði atburðarásina hafa verið gríðarlega hraða. Frá því hann steig inn í húsnæði Mjölnis og þar til hann fótbrotnaði liðu um fimm mínútur að hans sögn. „Ég segi strax: Þú ert búinn að fótbrjóta mig,” rifjaði Lárus upp fyrir dómi. Hann sagði mikil læti og stemningu hafa verið í hópnum á þessum tíma og nokkrir þeirra gefið í skyn að það amaði ekkert að honum. Lárus sagði að Árni hefði sagt við sig að hann væri örugglega ekki brotinn en það hefði eitthvað skrýtið átt sér stað við felluna. Í kjölfarið var keyptur kælipoki fyrir Lárus og almennt talið að hann hefði tognað illa á ökkla. Lögmaður Lárusar sagði skaðabótaskylduna augljósa í þessu máli. Ekki hafi verið gætt öryggis við felluna. Lárus hafi ekki verið látinn hita upp og þannig hafi meiðslahættan aukist verulega. Lárus sagði að þegar hann slasaðist hefði hann hugsað strax að hann þyrfti að fara á sjúkrahús. Hann hefði hins vegar haft kælipoka á ökklanum og með tímanum hefði sársaukinn dofnað. Af þeim sökum hefðu þeir ekki farið á sjúkrahúsið. Á meðan Lárus sat hjá glímdi Árni við vini hans úr hópnum. Loks var talað um að taka þyrfti upp myndband af Lárusi sem sýnir þegar Árni tekur hann hengingartaki og var það gert.Spilaði á saxófón á Ingólfstorgi Málsaðilar höfðu fengið að sjá myndbönd af glímunni og einnig myndband frá Ingólfstorgi en þangað fór vinahópurinn eftir að dagskránni í Mjölni lauk. Þar var Lárus látinn leika á saxófón en í myndbandinu sást hann stíga í fótinn. Var um það deilt hvort Lárus hefði getað stigið í fótinn á þeim tíma en hann sást ganga um með saxófóninn á Ingólfstorgi. Lárus sagði að hann hefði átt í miklum erfiðleikum með það og sársaukinn hefði verið mismunandi mikill, eftir því hvernig kælingunni leið. Að öðru leyti hefði hann þurft að styðja sig við, hoppa um á öðrum fæti eða hreinlega að láta bera sig. „Það er hægt að spyrja hvern sem er að því, það er ekki eins og ég hafi verið hlaupandi um á löppinni,” sagði Lárus. Taldi brotið ekki hafa versnað Í því samhengi var læknir spurður hvort ástand hans hefði getað versnað eftir að slysið átti sér stað en læknir sagði brotið hafa lítið úr lagi færst og því ekki versnað þó hann hafi ekki komið beint á bráðamóttöku. Að kvöldi steggjunarinnar íhugaði Lárus að fara á bráðamóttöku Landspítalans. Honum var ekið fyrir utan móttökuna en sá þá að mikil bið var eftir læknisþjónustu og ákvað því að fara frekar daginn eftir. Þá vaknaði strax grunur um að hann væri fótbrotinn og fékkst það staðfest með röntgenmyndatöku.Úr húsakynnum Mjölnis.Vísir/Andri MarinóSkugginn af sjálfum sér Lárus þurfti að fara í aðgerð vegna brotsins og fóru fjórar skrúfur og tveir naglar í ökklann á honum til að laga brotið. Hann sagði ástand sitt hafa versnað eftir þessa aðgerð og var hann lengi að jafna sig. Sagðist hann hafa verið frá vinnu í tvo og hálfan til þrjá mánuði. Fyrstu þrjár vikurnar hefði hann ekki einu sinni farið úr rúminu. Sagði hann þetta hafa truflað svefn og að hann hefði aðeins verið skugginn af sjálfum sér. Hann viðurkenndi fyrir dómi að áhrif brotsins á líf hans hefði í framhaldinu verið skárri en hann hafði reiknað með. Engu að síður trufli þetta hann og hann finni ávallt fyrir því. Hann sé varari um sig og geri ekki sömu hluti í dag og fyrir slysið. Lárus lýsti því að við fyrri felluna hefði Árni farið rólega að honum. Við seinni felluna hefði hann rykkt honum til. Við fallið hefði löppin orðið eftir og orðið undir Lárusi.„Ég var ekki að streitast á móti" Í greinargerð frá Árna kom fram að Lárus hefði verið beðinn um að slaka á og veita enga mótspyrnu en Árni sagði Lárus hafa streist á móti. Dómarinn spurði Lárus hvort hann hefði upplifað það þannig að hann hefði þrýst á móti í miðri fellu. Lárus sagðist ekki hafa upplifað atvikið þannig að hann hefði streist á móti. Hann væri stirður að upplagi og að það hafi verið ósjálfráð viðbrögð að stífna upp. „Ég var ekki að streitast á móti.”Brúðkaupinu frestað Steggjunin var fyrir brúðkaup Lárusar sem átti að fara fram 13. september sama ár en því var frestað til 15. nóvember. Sagði hann margar ástæður fyrir því en aðalástæðan var sú að þau vildu vera vissum að hann gæti tekið þátt í dagskránni á brúðkaupsdeginum. Hann var spurður hvort hann bæri trausts til Mjölnis. Lárus sagði að uppbygging félagsins væri flott og honum þætti Mjölnir vera fínasta íþróttafélag. Þess vegna þætti honum þessi staða ekki skemmtileg.Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis.VísirGrunnfella Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, gaf skýrslu fyrir dómi. Hann sagði afar algengt að fólk biðji um að fá að koma í Mjölni í tengslum við steggjanir og gæsanir og og stundum hafi Mjölnir tekið á móti sex slíkum hópum á einum degi. Jón Viðar sagðist hafa þekkt Árna frá árinu 2002 og hann að hann væri einn fremsti bardagamaður Íslands fyrir utan Gunnar Nelson. Hann sagði Árna vera einn varkárasta mann sem hann hefði kynnst. Hann sagði steggjanir ekki part af starfsemi Mjölnis og ekki sérstaklega auglýst. Hann sagði þetta í raun hafa spurst auðveldlega út. Steggjanir og gæsanir í Mjölni væru teknar upp á myndbönd sem spiluð væru í brúðkaupum og því fljótt að spyrjast út. Jón Viðar sagðist hafa stundað bardagaíþróttir í 20 ár og kennt í sextán ár. Hann sagðist hafa skoðað upptökuna af því þegar Árni felldi Lárus og sagði um algjöra grunnfellu að ræða. Hann sagði aðrar fellur tæknilega erfiðari og miklu hættulegri. Hann sagði Árna hafa beitt nákvæmlega sömu grunnfellu á Lárus í fyrra skiptið og seinna skiptið þegar hann ökklabrotnaði. „Hann var að streitast á móti í miðri fellu,” sagði Jón Viðar um Lárus.Árni Ísaksson, bardagakappi.Vísir/ValliLeiðinda óhapp Næstur í skýrslutöku var Árni sem sagðist hafa ætla að sýna Lárusi einfalda fellu, grunninn að glímu. Árni sagðist alltaf sýna hverja fellu þrisvar sinnum. Við aðra felluna sagði Árna Lárus hafa streist á móti. Árni sagði þetta hafi verið leiðinda óhapp og hann hefði verið leiður yfir því. Hann bauðst því til að glíma við vini Lárusar á meðan hann sat hjá. Svo var stungið upp á því að Árni myndi taka Lárus í hengingartak fyrir steggjunarmyndbandið. Árni sagðist hafa spurt Lárus hvort hann væri viss og sagði hann Lárus hafa svaraði því játandi. Aðalmeðferð í málinu er lokið og má reikna með því að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Tengdar fréttir Lögmaður Árna og Mjölnis: Steggurinn tók vissa áhættu með því að stíga inn í hringinn Fasteignasalinn Lárus Óskarsson fótbrotnaði í steggjun þegar hann mætti Árna Ísaksyni í bardagahring í Mjölni. Vill að héraðsdómur viðurkenni skaðabótakröfu hans. 21. apríl 2015 11:53 Hefur stefnt bardagamanni og Mjölni eftir steggjun Fótbrotnaði í átökum við Árna Ísaksson í húsakynnum Mjölnis. 20. apríl 2015 22:02 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Lárusar Óskarssonar fasteignasala gegn Árna Ísakssyni bardagamanni og Mjölni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lárus fótbrotnaði þegar hann mætti Árna í bardagahring í Mjölni í ágúst árið 2014. Var bardaginn hluti af steggjun Lárusar sem vinir hans höfðu skipulagt en hann þurfti að fresta brúðkaupi sínu vegna atviksins. Hann segir atvikið hafa haft mikil áhrif á líf sitt. Er deilt um skaðabótaskyldu Mjölnis eða Árna í þessu máli. Ef dómurinn fellst á þau sjónarmið Lárusar er grundvöllur fyrir því að leggja fram skaðabótakröfu. Fyrir dómi lýsti Lárus því þegar hann var leiddur inn í sal Mjölnis 23. ágúst sumarið 2014. Hann sagði Árna hafa tekið á móti steggjunarhópnum og farið með hann inn í hringinn sem er í sal Mjölnis. Þegar þangað var komið sagði Lárus að Árni hefði sýnt þeim hvernig ætti að bera sig að við glímu og sýnt á Lárusi eina fellu. Árni ætlaði sér að gera þessa fellu þrisvar sinnum á Lárusi en þegar hann endurtók felluna brotnaði Lárus á ökkla. Sagðist Lárus hafa fengið viðvörun fyrir fyrri felluna en ekki þá seinni.Lárus Óskarsson og lögmaður hans í dómsal. Vísir/ErnirTelur meiðslahættu hafa aukist án upphitunar Lárus sagði atburðarásina hafa verið gríðarlega hraða. Frá því hann steig inn í húsnæði Mjölnis og þar til hann fótbrotnaði liðu um fimm mínútur að hans sögn. „Ég segi strax: Þú ert búinn að fótbrjóta mig,” rifjaði Lárus upp fyrir dómi. Hann sagði mikil læti og stemningu hafa verið í hópnum á þessum tíma og nokkrir þeirra gefið í skyn að það amaði ekkert að honum. Lárus sagði að Árni hefði sagt við sig að hann væri örugglega ekki brotinn en það hefði eitthvað skrýtið átt sér stað við felluna. Í kjölfarið var keyptur kælipoki fyrir Lárus og almennt talið að hann hefði tognað illa á ökkla. Lögmaður Lárusar sagði skaðabótaskylduna augljósa í þessu máli. Ekki hafi verið gætt öryggis við felluna. Lárus hafi ekki verið látinn hita upp og þannig hafi meiðslahættan aukist verulega. Lárus sagði að þegar hann slasaðist hefði hann hugsað strax að hann þyrfti að fara á sjúkrahús. Hann hefði hins vegar haft kælipoka á ökklanum og með tímanum hefði sársaukinn dofnað. Af þeim sökum hefðu þeir ekki farið á sjúkrahúsið. Á meðan Lárus sat hjá glímdi Árni við vini hans úr hópnum. Loks var talað um að taka þyrfti upp myndband af Lárusi sem sýnir þegar Árni tekur hann hengingartaki og var það gert.Spilaði á saxófón á Ingólfstorgi Málsaðilar höfðu fengið að sjá myndbönd af glímunni og einnig myndband frá Ingólfstorgi en þangað fór vinahópurinn eftir að dagskránni í Mjölni lauk. Þar var Lárus látinn leika á saxófón en í myndbandinu sást hann stíga í fótinn. Var um það deilt hvort Lárus hefði getað stigið í fótinn á þeim tíma en hann sást ganga um með saxófóninn á Ingólfstorgi. Lárus sagði að hann hefði átt í miklum erfiðleikum með það og sársaukinn hefði verið mismunandi mikill, eftir því hvernig kælingunni leið. Að öðru leyti hefði hann þurft að styðja sig við, hoppa um á öðrum fæti eða hreinlega að láta bera sig. „Það er hægt að spyrja hvern sem er að því, það er ekki eins og ég hafi verið hlaupandi um á löppinni,” sagði Lárus. Taldi brotið ekki hafa versnað Í því samhengi var læknir spurður hvort ástand hans hefði getað versnað eftir að slysið átti sér stað en læknir sagði brotið hafa lítið úr lagi færst og því ekki versnað þó hann hafi ekki komið beint á bráðamóttöku. Að kvöldi steggjunarinnar íhugaði Lárus að fara á bráðamóttöku Landspítalans. Honum var ekið fyrir utan móttökuna en sá þá að mikil bið var eftir læknisþjónustu og ákvað því að fara frekar daginn eftir. Þá vaknaði strax grunur um að hann væri fótbrotinn og fékkst það staðfest með röntgenmyndatöku.Úr húsakynnum Mjölnis.Vísir/Andri MarinóSkugginn af sjálfum sér Lárus þurfti að fara í aðgerð vegna brotsins og fóru fjórar skrúfur og tveir naglar í ökklann á honum til að laga brotið. Hann sagði ástand sitt hafa versnað eftir þessa aðgerð og var hann lengi að jafna sig. Sagðist hann hafa verið frá vinnu í tvo og hálfan til þrjá mánuði. Fyrstu þrjár vikurnar hefði hann ekki einu sinni farið úr rúminu. Sagði hann þetta hafa truflað svefn og að hann hefði aðeins verið skugginn af sjálfum sér. Hann viðurkenndi fyrir dómi að áhrif brotsins á líf hans hefði í framhaldinu verið skárri en hann hafði reiknað með. Engu að síður trufli þetta hann og hann finni ávallt fyrir því. Hann sé varari um sig og geri ekki sömu hluti í dag og fyrir slysið. Lárus lýsti því að við fyrri felluna hefði Árni farið rólega að honum. Við seinni felluna hefði hann rykkt honum til. Við fallið hefði löppin orðið eftir og orðið undir Lárusi.„Ég var ekki að streitast á móti" Í greinargerð frá Árna kom fram að Lárus hefði verið beðinn um að slaka á og veita enga mótspyrnu en Árni sagði Lárus hafa streist á móti. Dómarinn spurði Lárus hvort hann hefði upplifað það þannig að hann hefði þrýst á móti í miðri fellu. Lárus sagðist ekki hafa upplifað atvikið þannig að hann hefði streist á móti. Hann væri stirður að upplagi og að það hafi verið ósjálfráð viðbrögð að stífna upp. „Ég var ekki að streitast á móti.”Brúðkaupinu frestað Steggjunin var fyrir brúðkaup Lárusar sem átti að fara fram 13. september sama ár en því var frestað til 15. nóvember. Sagði hann margar ástæður fyrir því en aðalástæðan var sú að þau vildu vera vissum að hann gæti tekið þátt í dagskránni á brúðkaupsdeginum. Hann var spurður hvort hann bæri trausts til Mjölnis. Lárus sagði að uppbygging félagsins væri flott og honum þætti Mjölnir vera fínasta íþróttafélag. Þess vegna þætti honum þessi staða ekki skemmtileg.Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis.VísirGrunnfella Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, gaf skýrslu fyrir dómi. Hann sagði afar algengt að fólk biðji um að fá að koma í Mjölni í tengslum við steggjanir og gæsanir og og stundum hafi Mjölnir tekið á móti sex slíkum hópum á einum degi. Jón Viðar sagðist hafa þekkt Árna frá árinu 2002 og hann að hann væri einn fremsti bardagamaður Íslands fyrir utan Gunnar Nelson. Hann sagði Árna vera einn varkárasta mann sem hann hefði kynnst. Hann sagði steggjanir ekki part af starfsemi Mjölnis og ekki sérstaklega auglýst. Hann sagði þetta í raun hafa spurst auðveldlega út. Steggjanir og gæsanir í Mjölni væru teknar upp á myndbönd sem spiluð væru í brúðkaupum og því fljótt að spyrjast út. Jón Viðar sagðist hafa stundað bardagaíþróttir í 20 ár og kennt í sextán ár. Hann sagðist hafa skoðað upptökuna af því þegar Árni felldi Lárus og sagði um algjöra grunnfellu að ræða. Hann sagði aðrar fellur tæknilega erfiðari og miklu hættulegri. Hann sagði Árna hafa beitt nákvæmlega sömu grunnfellu á Lárus í fyrra skiptið og seinna skiptið þegar hann ökklabrotnaði. „Hann var að streitast á móti í miðri fellu,” sagði Jón Viðar um Lárus.Árni Ísaksson, bardagakappi.Vísir/ValliLeiðinda óhapp Næstur í skýrslutöku var Árni sem sagðist hafa ætla að sýna Lárusi einfalda fellu, grunninn að glímu. Árni sagðist alltaf sýna hverja fellu þrisvar sinnum. Við aðra felluna sagði Árna Lárus hafa streist á móti. Árni sagði þetta hafi verið leiðinda óhapp og hann hefði verið leiður yfir því. Hann bauðst því til að glíma við vini Lárusar á meðan hann sat hjá. Svo var stungið upp á því að Árni myndi taka Lárus í hengingartak fyrir steggjunarmyndbandið. Árni sagðist hafa spurt Lárus hvort hann væri viss og sagði hann Lárus hafa svaraði því játandi. Aðalmeðferð í málinu er lokið og má reikna með því að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna.
Tengdar fréttir Lögmaður Árna og Mjölnis: Steggurinn tók vissa áhættu með því að stíga inn í hringinn Fasteignasalinn Lárus Óskarsson fótbrotnaði í steggjun þegar hann mætti Árna Ísaksyni í bardagahring í Mjölni. Vill að héraðsdómur viðurkenni skaðabótakröfu hans. 21. apríl 2015 11:53 Hefur stefnt bardagamanni og Mjölni eftir steggjun Fótbrotnaði í átökum við Árna Ísaksson í húsakynnum Mjölnis. 20. apríl 2015 22:02 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Lögmaður Árna og Mjölnis: Steggurinn tók vissa áhættu með því að stíga inn í hringinn Fasteignasalinn Lárus Óskarsson fótbrotnaði í steggjun þegar hann mætti Árna Ísaksyni í bardagahring í Mjölni. Vill að héraðsdómur viðurkenni skaðabótakröfu hans. 21. apríl 2015 11:53
Hefur stefnt bardagamanni og Mjölni eftir steggjun Fótbrotnaði í átökum við Árna Ísaksson í húsakynnum Mjölnis. 20. apríl 2015 22:02
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent