Borgarstjóri segir niðurstöðu héraðsdóms mikilvæga fyrir borgina Þórdís Valsdóttir skrifar 23. mars 2016 07:00 Innanríkisráðherra hefur verið dæmdur til að loka hinni svokölluðu neyðarflugbraut innan sextán vikna. vísir/pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær innanríkisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, skylt að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir völlinn til samræmis við lokun flugbrautarinnar. Verði brautinni ekki lokað innan tímarammans sem gefinn er í dóminum leggjast dagsektir á íslenska ríkið, ein milljón króna fyrir hvern dag. Umrædd flugbraut er einnig nefnd neyðarflugbrautin. Reykjavíkurborg höfðaði málið og féllst dómurinn í meginatriðum á kröfur borgarinnar. Borgin taldi að skjal sem þáverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, undirrituðu árið 2013, fæli í sér bindandi loforð af hálfu Hönnu Birnu um að loka flugbrautinni. Dómurinn taldi það ekki fara á milli mála að Hanna Birna hafi verið til þess bær að taka slíkar ákvarðanir um breytingar á flugvellinum. Hún hafi verið í þeirri stöðu að geta skuldbundið sig, fyrir hönd ríkisins, til að loka umræddri flugbraut með það fyrir augum að minnka áhrifasvæði flugvallarins.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.vísir/pjeturAð mati dómsins er hvergi í lögum að finna ákvæði þess efnis að ráðherrann þurfi að leita samþykkis Alþingis eða annarra aðila fyrir ákvörðunum af þessum toga. Héraðsdómur taldi að samkomulagið sem ráðherra og borgarstjóri skrifuðu undir í október 2013 hefði samkvæmt orðalagi sínu falið í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu ráðherra um lokun flugbrautarinnar og endurskoðun skipulagsreglna flugvallarins í samræmi við það. Dómurinn vísaði einnig til þeirrar grunnreglu sem gildir að íslenskum rétti, að gerða samninga skuli halda og sagði ekkert hafa komið fram í málinu sem gæti leitt til þess að víkja bæri frá reglunni. Íslenska ríkið var einnig dæmt til að greiða Reykjavíkurborg tvær milljónir króna í málskostnað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þetta mikilvæga niðurstöðu fyrir borgina. „Dómurinn er ítarlegur og efnismikill, hann tekur á öllum þáttum málsins og talar í raun best fyrir sig sjálfur,“ segir Dagur og bætir við að meginatriðið í málinu sé að samninga beri að halda. Ekki náðist í Ólöfu Nordal innanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar. Að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð, aðstoðarmanns ráðherrans, hafði Ólöf ekki getað farið yfir dóminn enn. „Við vorum að fá dóminn sendan og þurfum að lesa hann yfir og fara yfir forsendur. Í kjölfarið þarf að taka ákvörðun um það hvort honum verði áfrýjað, en það verður gert á næstu dögum,“ segir Þórdís Kolbrún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars. Tengdar fréttir Samkomulag Hönnu Birnu skuldbindandi um flugbraut Ríkið verður að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar innan sextán vikna eða borga milljón krónur í dagsektir. 22. mars 2016 19:15 Innanríkisráðherra verður að loka neyðarbrautinni eða borga milljón á dag Dómur fallinn í máli Reykjavíkurborgar gegn ríkinu vegna lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. 22. mars 2016 14:29 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær innanríkisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, skylt að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir völlinn til samræmis við lokun flugbrautarinnar. Verði brautinni ekki lokað innan tímarammans sem gefinn er í dóminum leggjast dagsektir á íslenska ríkið, ein milljón króna fyrir hvern dag. Umrædd flugbraut er einnig nefnd neyðarflugbrautin. Reykjavíkurborg höfðaði málið og féllst dómurinn í meginatriðum á kröfur borgarinnar. Borgin taldi að skjal sem þáverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, undirrituðu árið 2013, fæli í sér bindandi loforð af hálfu Hönnu Birnu um að loka flugbrautinni. Dómurinn taldi það ekki fara á milli mála að Hanna Birna hafi verið til þess bær að taka slíkar ákvarðanir um breytingar á flugvellinum. Hún hafi verið í þeirri stöðu að geta skuldbundið sig, fyrir hönd ríkisins, til að loka umræddri flugbraut með það fyrir augum að minnka áhrifasvæði flugvallarins.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.vísir/pjeturAð mati dómsins er hvergi í lögum að finna ákvæði þess efnis að ráðherrann þurfi að leita samþykkis Alþingis eða annarra aðila fyrir ákvörðunum af þessum toga. Héraðsdómur taldi að samkomulagið sem ráðherra og borgarstjóri skrifuðu undir í október 2013 hefði samkvæmt orðalagi sínu falið í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu ráðherra um lokun flugbrautarinnar og endurskoðun skipulagsreglna flugvallarins í samræmi við það. Dómurinn vísaði einnig til þeirrar grunnreglu sem gildir að íslenskum rétti, að gerða samninga skuli halda og sagði ekkert hafa komið fram í málinu sem gæti leitt til þess að víkja bæri frá reglunni. Íslenska ríkið var einnig dæmt til að greiða Reykjavíkurborg tvær milljónir króna í málskostnað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þetta mikilvæga niðurstöðu fyrir borgina. „Dómurinn er ítarlegur og efnismikill, hann tekur á öllum þáttum málsins og talar í raun best fyrir sig sjálfur,“ segir Dagur og bætir við að meginatriðið í málinu sé að samninga beri að halda. Ekki náðist í Ólöfu Nordal innanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar. Að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð, aðstoðarmanns ráðherrans, hafði Ólöf ekki getað farið yfir dóminn enn. „Við vorum að fá dóminn sendan og þurfum að lesa hann yfir og fara yfir forsendur. Í kjölfarið þarf að taka ákvörðun um það hvort honum verði áfrýjað, en það verður gert á næstu dögum,“ segir Þórdís Kolbrún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.
Tengdar fréttir Samkomulag Hönnu Birnu skuldbindandi um flugbraut Ríkið verður að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar innan sextán vikna eða borga milljón krónur í dagsektir. 22. mars 2016 19:15 Innanríkisráðherra verður að loka neyðarbrautinni eða borga milljón á dag Dómur fallinn í máli Reykjavíkurborgar gegn ríkinu vegna lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. 22. mars 2016 14:29 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Samkomulag Hönnu Birnu skuldbindandi um flugbraut Ríkið verður að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar innan sextán vikna eða borga milljón krónur í dagsektir. 22. mars 2016 19:15
Innanríkisráðherra verður að loka neyðarbrautinni eða borga milljón á dag Dómur fallinn í máli Reykjavíkurborgar gegn ríkinu vegna lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. 22. mars 2016 14:29