Menning

Útilistaverk Sigga Odds frumsýnt

Atli Ísleifsson skrifar
Starfsmenn Skiltamálunar Reykjavíkur hafa barist við veður og vind síðustu daga á meðan verkið var málað á vegginn.
Starfsmenn Skiltamálunar Reykjavíkur hafa barist við veður og vind síðustu daga á meðan verkið var málað á vegginn. Vísir/vilhelm
Norr11 frumsýndi í tilefni af Hönnunarmars útilistaverk hannað af Sigga Odds á Hverfisgötu í portinu beint á móti Þjóðleikhúsinu síðdegis í dag.  Verkið er unnið í samstarfi við Skiltamálun Reykjavíkur.Starfsmenn Skiltamálunar Reykjavíkur hafa barist við veður og vind síðustu daga á meðan verkið var málað á vegginn, en votviðrið hefur reynst starfsmönnum sérstaklega erfitt.Sýning Sigga Odds, Greykjavík, var einnig opnuð í dag af sama tilefni. Um er að ræða ljósmundir sem teknar eru á snjallsíma sem Siggi Odds teiknar svo fígúrur úr í símanum. Myndirnar eru allar svarthvítar Reykjavíkurmyndir.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var viðstaddur opnunina og tók myndirnar sem fylgja með fréttinni.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.