Menning

Útilistaverk Sigga Odds frumsýnt

Atli Ísleifsson skrifar
Starfsmenn Skiltamálunar Reykjavíkur hafa barist við veður og vind síðustu daga á meðan verkið var málað á vegginn.
Starfsmenn Skiltamálunar Reykjavíkur hafa barist við veður og vind síðustu daga á meðan verkið var málað á vegginn. Vísir/vilhelm

Norr11 frumsýndi í tilefni af Hönnunarmars útilistaverk hannað af Sigga Odds á Hverfisgötu í portinu beint á móti Þjóðleikhúsinu síðdegis í dag.  Verkið er unnið í samstarfi við Skiltamálun Reykjavíkur.

Starfsmenn Skiltamálunar Reykjavíkur hafa barist við veður og vind síðustu daga á meðan verkið var málað á vegginn, en votviðrið hefur reynst starfsmönnum sérstaklega erfitt.

Sýning Sigga Odds, Greykjavík, var einnig opnuð í dag af sama tilefni. Um er að ræða ljósmundir sem teknar eru á snjallsíma sem Siggi Odds teiknar svo fígúrur úr í símanum. Myndirnar eru allar svarthvítar Reykjavíkurmyndir.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var viðstaddur opnunina og tók myndirnar sem fylgja með fréttinni.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.