Lífið

Amber Rose frelsaði geirvörtuna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stefnir á að halda aðra druslugöngu í Los Angeles.
Stefnir á að halda aðra druslugöngu í Los Angeles. Mynd/Twitter-DaRealAmberRose
Fyrirsætan, rithöfundurinn og kvenréttindafrömuðurinn Amber Rose birti í dag mynd á Twitter-síðu sinni af frelsaðri geirvöru sinni til stuðnings #freethenipple hreyfingunni.

Hefur Amber Rose barist ötullega fyrir jafnrétti kynjanna og hélt hún druslugöngu í Los Angeles á síðasta ári við góðar undirtektir, stefnir hún á að endurtaka leikinn á þessu ári.

Bætist Amber Rose því í hóp íslenskra jafnréttissinna sem barist hafa fyrir jafnrétti kynjanna með svipuðum aðferðum.

Var sérstakur #freethenipple dagur haldinn á síðasta ári þar sem íslenskir jafnréttissinnar risu upp til stuðnings nemenda í Verzlunarskólanum sem gagnrýnd hafði verið fyrir birta mynd af sér á Twitter ber að ofan.

Þá hefur verið haldin Drusluganga hér á landi undanfarin fimm ár og var sú síðasta sérstaklega vel sótt, vakti hún athygli langt fyrir utan landsteinana.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.