Lífið

Borðuðu býflugur í beinni

Jakob Bjarnar skrifar
Matreiðslumeistararnir mættu með dauðar býflugur á Bylgjuna og buðu að smakka.
Matreiðslumeistararnir mættu með dauðar býflugur á Bylgjuna og buðu að smakka.
Útvarpsmennirnir Gulli Helga og Heimir Karlsson buðu uppá nokkuð sérstakt viðtal í þætti sínum Í bítið, nú í morgun.

Í kvöld hefst matarhátíðin Food and fun og gestir þáttarins voru þau Matthías Merges ofurkokkur frá Chicago, Völli Snær ofurkokkur frá Aðaldal og Aníta Ingólfsdóttir ofurkokkur frá Sauðárkróki.

Þau munu öll elda nýstárlega rétti á Borg Restaurant og mættu í þáttinn með dauðar býflugur og buðu útvarpsmönnum að smakka. Á Borg verður til að mynda boðið uppá eftirrétt hleypt hunangs Chawanmushi með lime perlum og býflugum.

Útvarpsmennirnir létu sig hafa það að bragða á býflugunum sem munu sérlega góðar fyrir ónæmiskerfið en býflugurnar reyndust samkvæmt lýsingum allsérstæðar á bragðið.

Nú má deila um hversu gott efni það er fyrir útvarp að gestir mæti til að borða býflugur, en útvarpsmaðurinn Gulli Helga kunni ráð við því að staðfesta það á mynd hvað gekk á og tók gjörninginn upp á vídeó. Og má hér sjá þar sjá hvernig þessi smökkun gekk fyrir sig.

Völli og Anita borða býflugur í Bíflugur

Posted by Gulli Helgason on 2. mars 2016





Fleiri fréttir

Sjá meira


×