Retro Stefson og Júníus Meyvant spila á Þjóðhátíð Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. mars 2016 07:00 Hljómsveitin Retro Stefson og tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant eru á meðal þeirra sem koma fram á Þjóðahátíð 2016. „Þetta er í þriðja sinn sem við spilum þarna og við hlökkum mikið til,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari og einn gítarleikara Retro Stefson. Hann segir að Þjóðhátíð hafi komið honum á óvart þegar hann fór þangað fyrst árið 2013 til þess að spila. „Það er ekkert svo algengt að fólk úr hverfinu fari og spili á Þjóðhátíð, því hverfið er einhvern veginn frekar svona Innipúka-miðað en það kom okkur bara skemmtilega á óvart hvað þetta var flott festival og mikil svona fjölskylduhátíð,“ segir Unnsteinn Manuel spurður út í sín fyrstu kynni af hátíðinni. Hann er ekki mikill útilegumaður þó hann kunni vel við sig í Dalnum. „Ó nei, ég er ekki mikill útilegumaður, ég er ofnæmisbarn og rétt kíki í hvítu tjöldin til að hitta einhverja vini mína en svo er ég farinn,“ segir Unnsteinn Manuel og hlær. Um þessar mundir fagnar Retro Stefson tíu ára afmæli sínu og segir Unnsteinn Manuel að sveitin komi til með að leika talsvert af nýju efni í Herjólfsdalnum. „Við erum að fara að spila fullt af nýjum lögum,“ bætir hann við. Síðasta ár var ákaflega annasamt hjá Júníusi Meyvant og kom hann til dæmis víða við í Evrópu á undanförnum mánuðum. Júníus, sem er einmitt Vestmannaeyingur, stimplaði sig rækilega inn þegar hann gaf út smáskífuna „Color Decay“ vorið 2014. „Þetta verður í fimmta skiptið sem ég fer á Þjóðahátíð. Ég var meira að segja einu sinni að vinna sem bílastæðavörður á Þjóðhátíð, líklega árið 2000. Annars er ég nú ekki mikill útihátíðarmaður en það er alltaf gaman þegar maður þekkir fullt af fólki. Þetta er mikil upplifun og svo er dalurinn svo fallegur,“ segir Júníus Meyvant fullur tilhlökkunar. Þetta er í annað sinn sem hann spilar á Þjóðhátíð. Nú þegar er búið að tilkynna að Agent Fresco, Úlfur Úlfur og rapparinn Emmsjé Gauti komi fram á hátíðinni í ár. Miðasala fer fram á dalurinn.is. Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Hljómsveitin Retro Stefson og tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant eru á meðal þeirra sem koma fram á Þjóðahátíð 2016. „Þetta er í þriðja sinn sem við spilum þarna og við hlökkum mikið til,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari og einn gítarleikara Retro Stefson. Hann segir að Þjóðhátíð hafi komið honum á óvart þegar hann fór þangað fyrst árið 2013 til þess að spila. „Það er ekkert svo algengt að fólk úr hverfinu fari og spili á Þjóðhátíð, því hverfið er einhvern veginn frekar svona Innipúka-miðað en það kom okkur bara skemmtilega á óvart hvað þetta var flott festival og mikil svona fjölskylduhátíð,“ segir Unnsteinn Manuel spurður út í sín fyrstu kynni af hátíðinni. Hann er ekki mikill útilegumaður þó hann kunni vel við sig í Dalnum. „Ó nei, ég er ekki mikill útilegumaður, ég er ofnæmisbarn og rétt kíki í hvítu tjöldin til að hitta einhverja vini mína en svo er ég farinn,“ segir Unnsteinn Manuel og hlær. Um þessar mundir fagnar Retro Stefson tíu ára afmæli sínu og segir Unnsteinn Manuel að sveitin komi til með að leika talsvert af nýju efni í Herjólfsdalnum. „Við erum að fara að spila fullt af nýjum lögum,“ bætir hann við. Síðasta ár var ákaflega annasamt hjá Júníusi Meyvant og kom hann til dæmis víða við í Evrópu á undanförnum mánuðum. Júníus, sem er einmitt Vestmannaeyingur, stimplaði sig rækilega inn þegar hann gaf út smáskífuna „Color Decay“ vorið 2014. „Þetta verður í fimmta skiptið sem ég fer á Þjóðahátíð. Ég var meira að segja einu sinni að vinna sem bílastæðavörður á Þjóðhátíð, líklega árið 2000. Annars er ég nú ekki mikill útihátíðarmaður en það er alltaf gaman þegar maður þekkir fullt af fólki. Þetta er mikil upplifun og svo er dalurinn svo fallegur,“ segir Júníus Meyvant fullur tilhlökkunar. Þetta er í annað sinn sem hann spilar á Þjóðhátíð. Nú þegar er búið að tilkynna að Agent Fresco, Úlfur Úlfur og rapparinn Emmsjé Gauti komi fram á hátíðinni í ár. Miðasala fer fram á dalurinn.is.
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira