Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. mars 2016 09:16 Conor McGregor tapaði sínum fyrsta UFC-bardaga á ferlinum í nótt, er Nate Diaz vann hann á hengingu [e. rear naked choke] í annarri lotu í bardaga þeirra í Las Vegas. Þetta var fyrsti bardagi McGregor í veltivigt en það er tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan fjaðurvigt, þar sem hann hefur öllu jöfnu keppt og er ríkjandi UFC-meistari. Upphaflega ætlaði McGregor að færa sig upp um aðeins einn þyngdarflokk og keppa við léttvigtarmeistarann Rafael Dos Anjos en hann var að draga sig úr bardaganum fyrir aðeins ellefu dögum síðan vegna meiðsla. Diaz tók því bardagann að sér með skömmum fyrirvara og hafði McGregor góða stjórn á bardaganum í fyrstu, en fyrirfram var hann talinn talsvert sigurstranglegri.Vísir/GettyMcGregor vankaður McGregor náði að landa nokkrum öflugum vinstri handar höggum í fyrstu lotu og fékk Diaz snemma skurð yfir hægra auganu. Diaz stóð höggin vel af sér og náði McGregor niður seint í fyrstu lotunni, en Írinn var fljótur að bregðast við og ná aftur yfirtökum. Síðari lotann þróaðist á svipaðan máta. McGregor byrjaði vel en svo kom vendipunktur þegar Diaz náði öflugu vinstri handar höggi á McGregor, sem virtist vankaður. McGregor reyndi að standa af sér árás Diaz. Írinn reyndi að koma sér undan höggunum með því að ná Diaz niður í gólfið en átti aldrei möguleika eftir það. Diaz náði stjórn á baki McGregor sem gafst upp eftir að Bandaríkjamaðurinn náði „rear naked choke“ hengingartaki.Vísir/GettyÉg er auðmjúkur í tapi Þetta var þriðja tap McGregor á ferlinum í blönduðum bardagalistum og fyrsta tapið eftir fimmtán sigra í röð. Hann hefur nú unnið alls nítján sigra en tapað þremur. Árangur hans í UFC eru nú sjö sigrar og eitt tap. „Ég tók áhættu með því að fara upp í veltivigt,“ sagði McGregor eftir bardagann í nótt. „Ég fór illa með orkuna mína. En ég er auðmjúkur í bæði sigrum mínum og töpum. Hann tók þennan bardaga með afar skömmum fyrirvara og kláraði verkið.“ „Hann var skilvirkur en ekki ég. Svona lagað gerist. Ég mun læra af þessu og vaxa. Ég tek þessu eins og maður.“ Diaz var sigurreifur eftir bardagann og notaði blótsyrði sem ekki verða höfð eftir hér. „Þetta kom mér ekki á óvart. Það er nýr konungur mættur.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor klárar Diaz í annarri lotu Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. 5. mars 2016 19:15 Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Sjáðu það helsta frá opnu æfingunni í gær Áhorfendur stóðu í biðröð í marga klukkutíma í gær til þess að fylgjast með Conor McGregor æfa á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas. 3. mars 2016 14:00 Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45 Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira
Conor McGregor tapaði sínum fyrsta UFC-bardaga á ferlinum í nótt, er Nate Diaz vann hann á hengingu [e. rear naked choke] í annarri lotu í bardaga þeirra í Las Vegas. Þetta var fyrsti bardagi McGregor í veltivigt en það er tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan fjaðurvigt, þar sem hann hefur öllu jöfnu keppt og er ríkjandi UFC-meistari. Upphaflega ætlaði McGregor að færa sig upp um aðeins einn þyngdarflokk og keppa við léttvigtarmeistarann Rafael Dos Anjos en hann var að draga sig úr bardaganum fyrir aðeins ellefu dögum síðan vegna meiðsla. Diaz tók því bardagann að sér með skömmum fyrirvara og hafði McGregor góða stjórn á bardaganum í fyrstu, en fyrirfram var hann talinn talsvert sigurstranglegri.Vísir/GettyMcGregor vankaður McGregor náði að landa nokkrum öflugum vinstri handar höggum í fyrstu lotu og fékk Diaz snemma skurð yfir hægra auganu. Diaz stóð höggin vel af sér og náði McGregor niður seint í fyrstu lotunni, en Írinn var fljótur að bregðast við og ná aftur yfirtökum. Síðari lotann þróaðist á svipaðan máta. McGregor byrjaði vel en svo kom vendipunktur þegar Diaz náði öflugu vinstri handar höggi á McGregor, sem virtist vankaður. McGregor reyndi að standa af sér árás Diaz. Írinn reyndi að koma sér undan höggunum með því að ná Diaz niður í gólfið en átti aldrei möguleika eftir það. Diaz náði stjórn á baki McGregor sem gafst upp eftir að Bandaríkjamaðurinn náði „rear naked choke“ hengingartaki.Vísir/GettyÉg er auðmjúkur í tapi Þetta var þriðja tap McGregor á ferlinum í blönduðum bardagalistum og fyrsta tapið eftir fimmtán sigra í röð. Hann hefur nú unnið alls nítján sigra en tapað þremur. Árangur hans í UFC eru nú sjö sigrar og eitt tap. „Ég tók áhættu með því að fara upp í veltivigt,“ sagði McGregor eftir bardagann í nótt. „Ég fór illa með orkuna mína. En ég er auðmjúkur í bæði sigrum mínum og töpum. Hann tók þennan bardaga með afar skömmum fyrirvara og kláraði verkið.“ „Hann var skilvirkur en ekki ég. Svona lagað gerist. Ég mun læra af þessu og vaxa. Ég tek þessu eins og maður.“ Diaz var sigurreifur eftir bardagann og notaði blótsyrði sem ekki verða höfð eftir hér. „Þetta kom mér ekki á óvart. Það er nýr konungur mættur.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor klárar Diaz í annarri lotu Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. 5. mars 2016 19:15 Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Sjáðu það helsta frá opnu æfingunni í gær Áhorfendur stóðu í biðröð í marga klukkutíma í gær til þess að fylgjast með Conor McGregor æfa á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas. 3. mars 2016 14:00 Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45 Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira
Gunnar: Conor klárar Diaz í annarri lotu Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. 5. mars 2016 19:15
Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45
Sjáðu það helsta frá opnu æfingunni í gær Áhorfendur stóðu í biðröð í marga klukkutíma í gær til þess að fylgjast með Conor McGregor æfa á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas. 3. mars 2016 14:00
Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45
Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00