Góða systir vekur heimsathygli Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. mars 2016 09:30 Þórunn Antonía Magnúsdóttir stofnaði Facebook-síðuna Góða systir. Vísir/Anton „Ég var mjög hissa, þegar ég fékk símtal frá Facebook og mér tilkynnt að ég væri ein af sjö konum í heiminum sem Facebook vildi fjalla um í sambandi við Alþjóðlegan baráttudag kvenna sem haldinn var í gær,“ segir Þórunn Antonía Magnúsdóttir, stofnandi Facebook-síðunnar Góða systir sem ætluð er jákvæðum og uppbyggilegum boðskap fyrir konur. Facebook-síðan Góða systir hefur heldur betur vakið athygli í þjóðfélaginu, en yfir 50 þúsund konur eru skráðar í hópinn sem stofnaður var í þeim tilgangi að konur gætu komið saman og sýnt hver annarri skilning, virðingu og kærleik þrátt fyrir ólíkt líf, viðhorf og skoðanir. Ég trúði því eiginlega ekki þegar ég fékk símtal frá Facebook, ég hélt að það væri verið að gera símagrín í mér en svo var ekki. Það var kona sem vinnur hjá Facebook sem hafði heyrt um framtakið Góða systir og þeim fannst þetta frábært framtak og hálf ótrúlegt að yfir 50 þúsund konur væru skráðar í hópinn af 300.000 manna samfélagi,“ segir Þórunn glöð í bragði. Viðtalið og myndir af Þórunni Antoníu birtust meðal annars í tímaritinu TIME í gær, en hingað til landsins kom þekktur ljósmyndari fyrir hönd Facebook til þess að hitta Þórunni og taka af henni myndir og viðtal fyrir þetta fallega verkefni. „Mihaela Noroc kom hingað til landsins til að hitta mig, hún er alveg yndisleg og hefur alveg rosalega fallega nærveru, það geislar frá henni góðmennska og blíða til kvenna svo ég var alls ekki hissa á því að hún hefði tekið að sér verkefni sem þetta. Hún ferðast um heiminn til þess að taka myndir af konum og vekja athygli á baráttukonum víða um heim. Við vorum sammála um það að ákveðnir þættir í okkar lífi hafi breytt sýn á mikilvægi þess að konur standi saman, en það var fæðing dóttur minnar sem breytti sýn minni á konur. Við konur eru alveg magnaðar verur, og sameinaðar erum við algjörlega óstöðvandi,“ segir Þórunn full þakklætis fyrir að vera valin í hóp með þessum framúrskarandi baráttukonum. This International Women’s Day, we’ve partnered with The Atlas of Beauty to recognize six women who are doing their part...Posted by Facebook Stories on Tuesday, March 8, 2016 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
„Ég var mjög hissa, þegar ég fékk símtal frá Facebook og mér tilkynnt að ég væri ein af sjö konum í heiminum sem Facebook vildi fjalla um í sambandi við Alþjóðlegan baráttudag kvenna sem haldinn var í gær,“ segir Þórunn Antonía Magnúsdóttir, stofnandi Facebook-síðunnar Góða systir sem ætluð er jákvæðum og uppbyggilegum boðskap fyrir konur. Facebook-síðan Góða systir hefur heldur betur vakið athygli í þjóðfélaginu, en yfir 50 þúsund konur eru skráðar í hópinn sem stofnaður var í þeim tilgangi að konur gætu komið saman og sýnt hver annarri skilning, virðingu og kærleik þrátt fyrir ólíkt líf, viðhorf og skoðanir. Ég trúði því eiginlega ekki þegar ég fékk símtal frá Facebook, ég hélt að það væri verið að gera símagrín í mér en svo var ekki. Það var kona sem vinnur hjá Facebook sem hafði heyrt um framtakið Góða systir og þeim fannst þetta frábært framtak og hálf ótrúlegt að yfir 50 þúsund konur væru skráðar í hópinn af 300.000 manna samfélagi,“ segir Þórunn glöð í bragði. Viðtalið og myndir af Þórunni Antoníu birtust meðal annars í tímaritinu TIME í gær, en hingað til landsins kom þekktur ljósmyndari fyrir hönd Facebook til þess að hitta Þórunni og taka af henni myndir og viðtal fyrir þetta fallega verkefni. „Mihaela Noroc kom hingað til landsins til að hitta mig, hún er alveg yndisleg og hefur alveg rosalega fallega nærveru, það geislar frá henni góðmennska og blíða til kvenna svo ég var alls ekki hissa á því að hún hefði tekið að sér verkefni sem þetta. Hún ferðast um heiminn til þess að taka myndir af konum og vekja athygli á baráttukonum víða um heim. Við vorum sammála um það að ákveðnir þættir í okkar lífi hafi breytt sýn á mikilvægi þess að konur standi saman, en það var fæðing dóttur minnar sem breytti sýn minni á konur. Við konur eru alveg magnaðar verur, og sameinaðar erum við algjörlega óstöðvandi,“ segir Þórunn full þakklætis fyrir að vera valin í hóp með þessum framúrskarandi baráttukonum. This International Women’s Day, we’ve partnered with The Atlas of Beauty to recognize six women who are doing their part...Posted by Facebook Stories on Tuesday, March 8, 2016
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira