Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Þórdís Valsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Jóhann Bragason býr í bænum Nanortalik á sunnanverðu grænlandi þar sem ísbjörn gengur laus. Eiginkona hans Linda Björk Lýðsdóttir hefur dvalið hjá honum og segir öruggast að halda sig inni. Mynd/Jóhann Bragason Hvítabjörn var felldur í bænum Nanortalik sem stendur á eyju við Suður-Grænland. Björninn var felldur eftir að hann drap íslenskan hest skammt frá sauðfjárbýli syðst á Grænlandi og hafði byrjað að rífa hann í sig. Jóhann Bragason, íbúi í Nanortalik, segir að tveir ísbirnir hafi verið felldir á síðustu dögum og að sést hafi til þess þriðja á svæðinu í gær. „Það sást til birnunnar, og hún er hættulegust. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra og hafa hægt um sig,“ segir Jóhann.Jóhann Bragason býr í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi þar sem ísbjörn heldur sig í bæjarlandinu. Eiginkona hans Linda Björk Lýðsdóttir dvelur hjá honum um þessar mundir. Hún segir öruggast að halda sig inni. Mynd/Jóhann BragasonTalið er að björninn sem felldur var á miðvikudag hafi verið húnn birnunnar sem ráfar nú um svæðið. „Nanortalik þýðir heimkynni ísbjarna,“ segir Jóhann og bætir því við að það sé alþekkt að hvítabirnir komi til bæjarins á vorin með hafís sem berst suður með austurströnd Grænlands og fer svo upp meðfram vesturströndinni. Þó segir hann að mjög óvenjulegt sé að birnirnir séu á ferð svona snemma árs. „Þetta er mjög óþægilegt og flestir Grænlendingar eru með riffla eða önnur vopn í húsunum sínum til að verjast þessum dýrum, en það er ég ekki því ég er ekki vanur því frá Íslandi,“ segir Jóhann. „Þetta eru stórhættuleg dýr og ef maður lendir í einu slíku þá er maður að öllum líkindum dauður,“ segir Jóhann.Linda Björk Lýðsdóttir. Mynd/Jóhann BragasonJóhann hefur búið í Nanortalik frá því í september síðastliðnum og eiginkona hans, Linda Björk Lýðsdóttir, er hjá honum um þessar mundir. „Ég er ekki óttaslegin hér heima fyrir, þó ég sé ein, en ég hef ekki þorað út í dag,“ segir Linda. Jóhann segir bæjarbúa frekar óttaslegna. „Ég stýri fiskvinnslu í bænum og um 50 manns starfa hjá mér en einungis sjö mættu til vinnu í morgun,“ segir Jóhann. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Hvítabjörn var felldur í bænum Nanortalik sem stendur á eyju við Suður-Grænland. Björninn var felldur eftir að hann drap íslenskan hest skammt frá sauðfjárbýli syðst á Grænlandi og hafði byrjað að rífa hann í sig. Jóhann Bragason, íbúi í Nanortalik, segir að tveir ísbirnir hafi verið felldir á síðustu dögum og að sést hafi til þess þriðja á svæðinu í gær. „Það sást til birnunnar, og hún er hættulegust. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra og hafa hægt um sig,“ segir Jóhann.Jóhann Bragason býr í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi þar sem ísbjörn heldur sig í bæjarlandinu. Eiginkona hans Linda Björk Lýðsdóttir dvelur hjá honum um þessar mundir. Hún segir öruggast að halda sig inni. Mynd/Jóhann BragasonTalið er að björninn sem felldur var á miðvikudag hafi verið húnn birnunnar sem ráfar nú um svæðið. „Nanortalik þýðir heimkynni ísbjarna,“ segir Jóhann og bætir því við að það sé alþekkt að hvítabirnir komi til bæjarins á vorin með hafís sem berst suður með austurströnd Grænlands og fer svo upp meðfram vesturströndinni. Þó segir hann að mjög óvenjulegt sé að birnirnir séu á ferð svona snemma árs. „Þetta er mjög óþægilegt og flestir Grænlendingar eru með riffla eða önnur vopn í húsunum sínum til að verjast þessum dýrum, en það er ég ekki því ég er ekki vanur því frá Íslandi,“ segir Jóhann. „Þetta eru stórhættuleg dýr og ef maður lendir í einu slíku þá er maður að öllum líkindum dauður,“ segir Jóhann.Linda Björk Lýðsdóttir. Mynd/Jóhann BragasonJóhann hefur búið í Nanortalik frá því í september síðastliðnum og eiginkona hans, Linda Björk Lýðsdóttir, er hjá honum um þessar mundir. „Ég er ekki óttaslegin hér heima fyrir, þó ég sé ein, en ég hef ekki þorað út í dag,“ segir Linda. Jóhann segir bæjarbúa frekar óttaslegna. „Ég stýri fiskvinnslu í bænum og um 50 manns starfa hjá mér en einungis sjö mættu til vinnu í morgun,“ segir Jóhann.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira