Sport

50 þúsund manns á íshokkíleik | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fólk hlýjaði hvort öðru í kuldanum.
Fólk hlýjaði hvort öðru í kuldanum. vísir/getty
Það var glæsileg umgjörð í kringum leik Minnesota Wild og Chicago Blackhawks í NHL-deildinni.

Alls mættu 50.426 manns á leikinn sem fram fór utandyra. Nokkrir leikir í NHL-deildinni á hverju tímabili fara fram á stóru leikvöngum utandyra og mælist það alltaf vel fyrir.

Fólkið í Minneapolis var reyndar svekkt að það væri ekki uppselt. 2.000 auð sæti voru á vellinum en að hluta til var miðaklúður ástæðan fyrir því.

Heimamenn gátu þó glaðst yfir því að þeirra menn unnu leikinn, 6-1.

Áhorfendur skemmtu sér konunglega.vísir/getty
Glæsileg sjón.vísir/getty
vísir/getty
Sjálfustangir voru löglegar á vellinum.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×