Enski boltinn

Hamrarnir lyftu sér upp í 5. sætið með naumum sigri | Sjáðu markið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lanzini reynir hér að sleppa frá N'Doye í leiknum.
Lanzini reynir hér að sleppa frá N'Doye í leiknum. Vísir/Getty
West Ham vann nauman 1-0 sigur á Sunderland í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag en Michail Antonio skoraði eina mark leiksins um miðbik fyrri hálfleiks.

West Ham var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komst verðskuldað yfir þegar Antonio lagði boltann í hornið með góðu skoti innan úr vítateignum.

Sunderland fékk svo sannarlega færin til þess að jafna metin í seinni hálfleik. Fékk Jack Rodwell bestu færi Sunderland í leiknum en hann náði ekki að koma boltanum framhjá Adrian í marki West Ham.

Þurftu lærisveinar Sam Allardyce því að sætta sig við svekkjandi 0-1 tap á gamla heimavelli Allardyce sem var rekinn frá West Ham síðasta vor.

Sunderland situr því áfram í einu af fallsætum deildarinnar, stigi frá öruggu sæti þegar liðið á ellefu leiki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×