Innlent

Milljón til Hjördísar Svan úr skúffu Hönnu Birnu

Sveinn Arnarsson skrifar
Hanna Birna notaði ráðstöfunarfé sitt sem innanríkisráðherra til að styrkja Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur í forræðisdeilu sinni.
Hanna Birna notaði ráðstöfunarfé sitt sem innanríkisráðherra til að styrkja Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur í forræðisdeilu sinni. Vísir/Vilhelm

Hanna Birna Kristjánsdóttir styrkti Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur um samtals milljón krónur af skúffufé ráðherra þegar hún gegndi embætti innanríkisráðherra. Þetta kemur fram í yfirliti um ráðstöfun ráðstöfunarfé ráðherra. 

Hjördís ásamt börnum sínum sem hún hefur staðið í áralangri baráttu við yfirvöld bæði hér og í Danmörku um forsjá yfir.

Hjördís fékk annars vegar 500 þúsund króna styrk frá innanríkisráðherra vegna baráttu sinnar fyrir börnum sínum og hins vegar 500 þúsund króna styrk frá sama ráðherra vegna lögfræðikostnaðar. 

Flaug með börnin í leyfisleysi
Mál Hjördísar vakti mikla athygli en hún stóð í harðvítugri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn um forræði yfir dætrum þeirra tveim. 

Hjördís endaði á að fá 18 mánaða fangelsisdóm fyrir brot á umgengnisrétti yfir dætrunum og ólöglegt brottnám þegar hún fór með þær í leyfisleysi í einkaflugvél frá Danmörku til Íslands.

Báðu um stuðning ráðherra
Fréttablaðið greindi frá því að aðstandendur Hjördísar Svan hafi átt fund með Hönnu Birnu á meðan hún var ráðherra skömmu áður en Hjördís ákvað að nema börn sín á brott. Aðstandendurnir töldu sig hafa fengið fullvissu frá henni um að börnin yrðu ekki send aftur úr landi. 

Hanna Birna þvertók í samtali við Fréttablaðið fyrir að hafa gefið slíkt loforð.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.