Sport

Ungir koma sterkir inn

Telma Tómasson skrifar
Athygli hefur vakið að ungir knapar hafa komið sterkir inn í Meistaradeildina í hestaíþróttum, mótaröð sem hófst í janúar.

Einn af þeim er Ásmundur Ernir Snorrason sem hafnaði í þriðja sæti í keppni í gæðingafimi á hestinum Speli frá Njarðvík. Ásmundur Ernir er upprennandi atvinnuknapi sem líklegur er til að láta að sér kveða í framtíðinni.

Frumraun þeirra Ásmundar Ernis og Spöls í Meistaradeildinni var í fjórgangi og höfnuðu þeir í 10 sæti, sem má teljast prýðis byrjun. Fullyrða má að þriðja sætið í flókinni keppnisgrein eins og gæðingafimi sé frábær árangur og er ekki ólíklegt að Ásmundur Ernir hafi komið sjálfum sér mest á óvart með velgengninni.

Sýningu Ásmundar Ernis má sjá á meðfylgjandi myndbandi, en upprifjun frá keppni í gæðingafimi í Meistaradeildinni er á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld, fimmtudagskvöld.


Tengdar fréttir

Árni Björn kominn í gírinn

Afreksknapinn Árni Björn Pálsson er farinn að láta til sín taka í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, en í gærkvöldi fór hann með sigur af hólmi í keppni í gæðingafimi á tölthryssunni Skímu frá Kvistum. Hlaut hann 8.31 í lokaeinkunn, sem er fádæma góður árangur í þessari keppnisgrein.

Jakob sló í gegn

Jakob Svavar Sigurðsson átti um margt ógleymanlega sýningu í keppni í gæðingafimi í hestaíþróttum í Meistaradeildinni. Á einstakan hátt sýndi hann hvernig unnt er að hafa áhrif á og stjórna orkustigi og formi hests með minnstu mögulegu ábendingum.

Að stökkva út í djúpu laugina

"Það er blendin tilfinning í manni, því það er mikill undirbúningur fyrir þetta,“ segir Hulda Gústafsdóttir, afreksknapi, kankvís um keppni í gæðingafimi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, sem fram fer í kvöld, fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×