Ástin og frelsisþráin leika lykilhlutverk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2016 10:15 Eivør segist alltaf rosa spennt að koma til Íslands. „Þetta verður stutt stopp núna en svo kem ég aftur í lok febrúar,“ segir hún. Fréttablaðið/Vilhelm „Við erum fimmtíu manns á ferðalagi með rosa flott prógramm í farteskinu,“ segir Eivør Pálsdóttir söngkona þegar í hana næst í síma. „Hópurinn er skemmtilegur, kór danska útvarpsins er klassískur óperukór og svo er stórsveit danska útvarpsins líka. Við byrjuðum tónleikahaldið í Færeyjum og verðum í Eldborgarsal Hörpu í kvöld klukkan 21, svo höldum við til Kaupmannahafnar,“ lýsir hún. Prógrammið sem Eivør talar um er dramatískt tónverk eftir hana sjálfa, Peter Jensen tónskáld og Marjun S. Kjelnæs rithöfund, það mun koma út á plötu innan skamms. Efnið er sótt í þjóðsöguna um konuna í selshamnum sem átti sjö börn á landi og sjö í sjó, sagan er vel þekkt bæði í Færeyjum og á Íslandi. Þar leika ástin og frelsisþráin lykilhlutverk.Málverk eftir Kristinu Joensen.Eivør kveðst hafa flutt verkið „um kópakonuna í Mikladali“ fyrst í nóvember 2014 í Dómkirkjunni í Árósum og einnig í Kaupmannahöfn. „Þessi músík er sérstaklega skrifuð fyrir kirkjurými,“ segir hún en kveðst þess fullviss að þó hópurinn flytji verkið í Hörpu nái hann hinum rétta tóni. „Verkið er ferðalag um hafsins djúp og líka land. Stórsveitin sér um raddir hafsins og kórinn er loft og land. Konan er föst í báðum þessum heimum, það gaf okkur innblástur.“ Þegar forvitnast er um klæðnað Eivarar á tónleikunum kveðst hún hafa leitað til saumakonu í Kaupmannahöfn, þar sem hún býr. „Ég lét sauma á mig kjól sem mér finnst passa við málverkin sem voru máluð sérstaklega fyrir þetta verkefni. Þau eru eftir færeysku listakonuna Kristinu Joensen sem oft hefur málað kópakonuna gegnum tíðina.“ Eivør segist alltaf vera rosa spennt fyrir að koma til Íslands. „Þetta verður stutt stopp núna en svo kem ég í lok febrúar og verð með mína eigin tónleika í Gamla bíói. Þá get ég stoppað aðeins lengur.“ Menning Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Við erum fimmtíu manns á ferðalagi með rosa flott prógramm í farteskinu,“ segir Eivør Pálsdóttir söngkona þegar í hana næst í síma. „Hópurinn er skemmtilegur, kór danska útvarpsins er klassískur óperukór og svo er stórsveit danska útvarpsins líka. Við byrjuðum tónleikahaldið í Færeyjum og verðum í Eldborgarsal Hörpu í kvöld klukkan 21, svo höldum við til Kaupmannahafnar,“ lýsir hún. Prógrammið sem Eivør talar um er dramatískt tónverk eftir hana sjálfa, Peter Jensen tónskáld og Marjun S. Kjelnæs rithöfund, það mun koma út á plötu innan skamms. Efnið er sótt í þjóðsöguna um konuna í selshamnum sem átti sjö börn á landi og sjö í sjó, sagan er vel þekkt bæði í Færeyjum og á Íslandi. Þar leika ástin og frelsisþráin lykilhlutverk.Málverk eftir Kristinu Joensen.Eivør kveðst hafa flutt verkið „um kópakonuna í Mikladali“ fyrst í nóvember 2014 í Dómkirkjunni í Árósum og einnig í Kaupmannahöfn. „Þessi músík er sérstaklega skrifuð fyrir kirkjurými,“ segir hún en kveðst þess fullviss að þó hópurinn flytji verkið í Hörpu nái hann hinum rétta tóni. „Verkið er ferðalag um hafsins djúp og líka land. Stórsveitin sér um raddir hafsins og kórinn er loft og land. Konan er föst í báðum þessum heimum, það gaf okkur innblástur.“ Þegar forvitnast er um klæðnað Eivarar á tónleikunum kveðst hún hafa leitað til saumakonu í Kaupmannahöfn, þar sem hún býr. „Ég lét sauma á mig kjól sem mér finnst passa við málverkin sem voru máluð sérstaklega fyrir þetta verkefni. Þau eru eftir færeysku listakonuna Kristinu Joensen sem oft hefur málað kópakonuna gegnum tíðina.“ Eivør segist alltaf vera rosa spennt fyrir að koma til Íslands. „Þetta verður stutt stopp núna en svo kem ég í lok febrúar og verð með mína eigin tónleika í Gamla bíói. Þá get ég stoppað aðeins lengur.“
Menning Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira