Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2016 10:30 Svona sér norski listamaðurinn Anders Kvåle Rue fyrir sér að Ingólfur Arnarson hafi komið að öndvegissúlum sínum í Reykjavík árið 874. Var Náttfari þá búinn að búa í nokkur ár við Vestmannsvatn í Þingeyjarsýslum ásamt ambátt? Teikning/Anders Kvåle Rue Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Ingólfur hafi ekki verið fyrstur til að nema land, - það hafi verið Náttfari, einn af skipsmönnum Garðars Svavarssonar, hins sænska. Til marks um það fögnuðu Þingeyingar ellefu hundruð ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1970, - til að minnast landnáms Náttfara, - fjórum árum áður en Alþingi og ríkisstjórn héldu þjóðhátíðina á Þingvöllum árið 1974 til að minnast landnáms Ingólfs og 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar. Í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2 kvöld verður fjallað um ferðir þeirra Naddodds, Garðars Svavarssonar og Hrafna Flóka, og velt upp þeirri spurningu hvort Náttfari teljist fyrsti landnemi Íslands. Landnámabók segir að þegar Garðar Svavarsson hugðist sigla af landi brott, eftir vetursetu á Húsavík „..sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt. Hann byggði þar síðan, er heitir Náttfaravík."Náttfari, þrællinn og ambáttin urðu eftir þegar Garðar Svavarsson sigldi burt, eftir vetursetu á Húsavík.Teikning/Jakob Jóhannsson.Útgáfum Landnámu ber ekki saman um hvort þau hafi verið tvö eða þrjú sem urðu eftir, eða hvort Náttfari hafi verið þræll. Þingeyingar telja sig samt eiga fyrsta landnámsmanninn. Örlygur Hnefill Jónsson, stjórnarformaður Könnunarsafnsins á Húsavík, segir í þættinum í kvöld að sögu Náttfara hafi verið ýtt til hliðar. Þannig hafi enn ekki verið reist stytta af Náttfara, eins og gert hafi verið á Arnarhóli með landnámsmann númer tvö. Í þættinum birtast einnig þau sjónarmið að sagan um Náttfara sé tilbúningur, út frá örnefni á ljósum líparítkletti í Náttfaravíkum, en Þórhallur Vilmundarson varpaði fram þeirri kenningu árið 1980. Þátturinn „Landnemarnir“ er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.40 í kvöld. Þar verður einnig velt upp spurningunni hverjir fundu Ísland, hvort grískir sæfarar hafi komið hingað mörgum öldum fyrir Krist og gefið landinu nafnið Thule, eða hvort rómverskir peningar, sem fundust á Suðausturlandi, séu vitnisburður um ferðir Rómverja til Íslands fimmhundruð árum fyrir tíma víkinganna. Landnemarnir Menning Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Ingólfur hafi ekki verið fyrstur til að nema land, - það hafi verið Náttfari, einn af skipsmönnum Garðars Svavarssonar, hins sænska. Til marks um það fögnuðu Þingeyingar ellefu hundruð ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1970, - til að minnast landnáms Náttfara, - fjórum árum áður en Alþingi og ríkisstjórn héldu þjóðhátíðina á Þingvöllum árið 1974 til að minnast landnáms Ingólfs og 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar. Í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2 kvöld verður fjallað um ferðir þeirra Naddodds, Garðars Svavarssonar og Hrafna Flóka, og velt upp þeirri spurningu hvort Náttfari teljist fyrsti landnemi Íslands. Landnámabók segir að þegar Garðar Svavarsson hugðist sigla af landi brott, eftir vetursetu á Húsavík „..sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt. Hann byggði þar síðan, er heitir Náttfaravík."Náttfari, þrællinn og ambáttin urðu eftir þegar Garðar Svavarsson sigldi burt, eftir vetursetu á Húsavík.Teikning/Jakob Jóhannsson.Útgáfum Landnámu ber ekki saman um hvort þau hafi verið tvö eða þrjú sem urðu eftir, eða hvort Náttfari hafi verið þræll. Þingeyingar telja sig samt eiga fyrsta landnámsmanninn. Örlygur Hnefill Jónsson, stjórnarformaður Könnunarsafnsins á Húsavík, segir í þættinum í kvöld að sögu Náttfara hafi verið ýtt til hliðar. Þannig hafi enn ekki verið reist stytta af Náttfara, eins og gert hafi verið á Arnarhóli með landnámsmann númer tvö. Í þættinum birtast einnig þau sjónarmið að sagan um Náttfara sé tilbúningur, út frá örnefni á ljósum líparítkletti í Náttfaravíkum, en Þórhallur Vilmundarson varpaði fram þeirri kenningu árið 1980. Þátturinn „Landnemarnir“ er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.40 í kvöld. Þar verður einnig velt upp spurningunni hverjir fundu Ísland, hvort grískir sæfarar hafi komið hingað mörgum öldum fyrir Krist og gefið landinu nafnið Thule, eða hvort rómverskir peningar, sem fundust á Suðausturlandi, séu vitnisburður um ferðir Rómverja til Íslands fimmhundruð árum fyrir tíma víkinganna.
Landnemarnir Menning Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45