Fagnar stórafmæli á afrétti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. september 2016 10:15 Skúli Gunnar hefur lengst af átt heima í borginni, þó sveitin heilli hann æ meira. Vísir/GVA „Aldurinn leggst ágætlega í mig en ég spái ekki mikið í hann. Þetta er bara eins og það er,“ segir Skúli Gunnar Sigfússon, stundum nefndur Subwaykóngur, og lætur sér fátt um finnast þótt fimmtugsafmælið bresti á á morgun. Hann er staddur á Reynivöllum í Suðursveit þegar ég slæ á þráðinn til hans, þar á hann jörð ásamt frænda sínum og fjögur hús sem áður voru orlofshús Eimskipafélags Íslands. Nú er verið að dytta að þeim. Skúli Gunnar er hagvanur í Suðursveit, var þar oft á sumrin hjá afa sínum og ömmu á Leiti og hefur á síðustu dögum verið þar í réttum og rifjað upp kynnin við sveitungana. Nú er hann hins vegar á leið í lengri smalamennsku því í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu bíður víðfeðmur og leitóttur afréttur eftir honum. Ef afrekaskrá Frjálsíþróttasambandsins lýgur ekki getur afmælisbarnið látið um sig muna þar, því Skúli Gunnar á nokkur nýleg langhlaup að baki. „Ég hef aldrei farið í göngur þarna áður, en slæst í för með vini mínum, Pálmari, sem var í sveit í Mörtungu,“ upplýsir hann. Með því að stofna Subway á Íslandi veðjaði Skúli Gunnar á réttan hest. Var einn af fáum fjárfestum sem litlu töpuðu í hruninu því hann skuldaði svo lítið. Nú á hann Leiti, eignarhaldsfélag sem er meðal annars bakhjarl Subway og Hamborgarafabrikkunnar, og líka Sjöstjörnuna, fasteignafélag. „Næsta stórverkefni sem ég tek þátt í er Eldfjallasetur á Hvolsvelli og svo er ég með í verkefni tengdu Raufarhólshelli auk þess að byggja hótel í Hafnarstræti 17-19 sem Icelandair Hotels munu reka,“ lýsir hann. Skúli Gunnar titlar sig samt bónda í símaskránni enda er hann sestur að austur í Ölfusi. Hann kveðst ekki vera með fasta skrifstofu í bænum, heldur hafa gott fólk sem sjái um daglegan rekstur. „Ég leysi mál í gegnum síma og tölvur, er búinn að svara svona sjö símtölum í morgun,“ segir hann léttur þegar klukkan er 10.30. Hvort hann verður í sambandi á afréttinum er vafasamt en það veldur honum ekki áhyggjum. Hver veit nema hann breyti titlinum í símaskránni í „smala“ eftir helgi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016. Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
„Aldurinn leggst ágætlega í mig en ég spái ekki mikið í hann. Þetta er bara eins og það er,“ segir Skúli Gunnar Sigfússon, stundum nefndur Subwaykóngur, og lætur sér fátt um finnast þótt fimmtugsafmælið bresti á á morgun. Hann er staddur á Reynivöllum í Suðursveit þegar ég slæ á þráðinn til hans, þar á hann jörð ásamt frænda sínum og fjögur hús sem áður voru orlofshús Eimskipafélags Íslands. Nú er verið að dytta að þeim. Skúli Gunnar er hagvanur í Suðursveit, var þar oft á sumrin hjá afa sínum og ömmu á Leiti og hefur á síðustu dögum verið þar í réttum og rifjað upp kynnin við sveitungana. Nú er hann hins vegar á leið í lengri smalamennsku því í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu bíður víðfeðmur og leitóttur afréttur eftir honum. Ef afrekaskrá Frjálsíþróttasambandsins lýgur ekki getur afmælisbarnið látið um sig muna þar, því Skúli Gunnar á nokkur nýleg langhlaup að baki. „Ég hef aldrei farið í göngur þarna áður, en slæst í för með vini mínum, Pálmari, sem var í sveit í Mörtungu,“ upplýsir hann. Með því að stofna Subway á Íslandi veðjaði Skúli Gunnar á réttan hest. Var einn af fáum fjárfestum sem litlu töpuðu í hruninu því hann skuldaði svo lítið. Nú á hann Leiti, eignarhaldsfélag sem er meðal annars bakhjarl Subway og Hamborgarafabrikkunnar, og líka Sjöstjörnuna, fasteignafélag. „Næsta stórverkefni sem ég tek þátt í er Eldfjallasetur á Hvolsvelli og svo er ég með í verkefni tengdu Raufarhólshelli auk þess að byggja hótel í Hafnarstræti 17-19 sem Icelandair Hotels munu reka,“ lýsir hann. Skúli Gunnar titlar sig samt bónda í símaskránni enda er hann sestur að austur í Ölfusi. Hann kveðst ekki vera með fasta skrifstofu í bænum, heldur hafa gott fólk sem sjái um daglegan rekstur. „Ég leysi mál í gegnum síma og tölvur, er búinn að svara svona sjö símtölum í morgun,“ segir hann léttur þegar klukkan er 10.30. Hvort hann verður í sambandi á afréttinum er vafasamt en það veldur honum ekki áhyggjum. Hver veit nema hann breyti titlinum í símaskránni í „smala“ eftir helgi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning