Valdís fékk tilboð upp á eina milljón króna í blautan klút Justins Bieber Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2016 15:50 Valdís með klútinn eftir tónleikana í gær. „Ég ætla að geyma hann mjög vel, láta hann í ramma eða eitthvað,“ segir Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir, sextán ára tónleikagestur á síðari tónleikum Justins Bieber í Kórnum í gærkvöldi. Ljóst er að táningsstúlkur um land allt og þó víðar væri leitað öfunda Valdísi í dag. Valdís hreppti nefnilega blautan vasaklút Bieber sem poppstjarnan kastaði af sviðinu undir lok tónleika. „Hann kom beint fyrir ofan mig. Það hoppuðu einhverjir tuttugu aðrir á mig og voru næstum því búnir að kyrkja mig,“ sagði Valdís Björg í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Valdís var afar nálægt sviðinu og var hart barist um klútinn. „Náum klútnum af henni,“ segist hún hafa heyrt og greinilegt að fleiri táningsstúlkur höfðu augastað á minjagripnum. Öryggisvörður hafi hins vegar komið að og skorist í leikinn. Justin Bieber á tónleikunum á fimmtudagskvöldið.Vísir/Hanna Má ég prófa? „Það voru allir: „Má ég prófa hann?“ Ég bara hélt honum og dreif mig útaf tónleikunum,“ segir Valdís og þykist vita að einhverjir sem hefðu prófað hefðu freistast og hreinlega hlaupið á brott með klútinn. Valdís upplýsir að klúturinn hafi verið blautur af svita þegar hún fékk hann. Hún hafi ekki sofið með klútinn en hann hafi verið geymdur í herbergi hennar, hún passi hann vel enda mikill aðdáandi. „Ég elska lögin hans. Hef hlustað á öll lögin hans og undirbúið mig fyrir þessa tónleika,“ segir Valdís sem ætlaði svo sannarlega að njóta augnabliksins í gærkvöldi. Tónleika með uppáhaldinu. „Ég tók engar myndir, til að ég gæti lifað í mómentinu,“ segir Valdís en óhætt er að segja að ansi margir hafi verið með snjallsímana á lofti á tónleikunum tveimur. Tilboð í klútinn Valdís hlær að uppákomunni í dag og segir í góðu lagi með sig. Þáttastjórnendurnir Logi Bergmann og Rúnar Freyr bentu henni á að eftir nokkur ár gæti hún vafalítið selt klútinn fyrir væna upphæð. Sá möguleiki virðist reyndar þegar fyrir hendi. „Ég fékk tilboð á leiðinni út, var boðin milljón,“ segir Valdís. Hún tók ekki boðinu.Viðtalið við Valdísi má finna hér að neðan. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Sturla Atlas og 101 boys hita upp fyrir Justin Bieber. Logi Pedro Stefánsson býst við "round tvö“ af fjöri í kvöld. 9. september 2016 17:24 Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04 Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Heimilislegur ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Lífið samstarf Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Sjá meira
„Ég ætla að geyma hann mjög vel, láta hann í ramma eða eitthvað,“ segir Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir, sextán ára tónleikagestur á síðari tónleikum Justins Bieber í Kórnum í gærkvöldi. Ljóst er að táningsstúlkur um land allt og þó víðar væri leitað öfunda Valdísi í dag. Valdís hreppti nefnilega blautan vasaklút Bieber sem poppstjarnan kastaði af sviðinu undir lok tónleika. „Hann kom beint fyrir ofan mig. Það hoppuðu einhverjir tuttugu aðrir á mig og voru næstum því búnir að kyrkja mig,“ sagði Valdís Björg í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Valdís var afar nálægt sviðinu og var hart barist um klútinn. „Náum klútnum af henni,“ segist hún hafa heyrt og greinilegt að fleiri táningsstúlkur höfðu augastað á minjagripnum. Öryggisvörður hafi hins vegar komið að og skorist í leikinn. Justin Bieber á tónleikunum á fimmtudagskvöldið.Vísir/Hanna Má ég prófa? „Það voru allir: „Má ég prófa hann?“ Ég bara hélt honum og dreif mig útaf tónleikunum,“ segir Valdís og þykist vita að einhverjir sem hefðu prófað hefðu freistast og hreinlega hlaupið á brott með klútinn. Valdís upplýsir að klúturinn hafi verið blautur af svita þegar hún fékk hann. Hún hafi ekki sofið með klútinn en hann hafi verið geymdur í herbergi hennar, hún passi hann vel enda mikill aðdáandi. „Ég elska lögin hans. Hef hlustað á öll lögin hans og undirbúið mig fyrir þessa tónleika,“ segir Valdís sem ætlaði svo sannarlega að njóta augnabliksins í gærkvöldi. Tónleika með uppáhaldinu. „Ég tók engar myndir, til að ég gæti lifað í mómentinu,“ segir Valdís en óhætt er að segja að ansi margir hafi verið með snjallsímana á lofti á tónleikunum tveimur. Tilboð í klútinn Valdís hlær að uppákomunni í dag og segir í góðu lagi með sig. Þáttastjórnendurnir Logi Bergmann og Rúnar Freyr bentu henni á að eftir nokkur ár gæti hún vafalítið selt klútinn fyrir væna upphæð. Sá möguleiki virðist reyndar þegar fyrir hendi. „Ég fékk tilboð á leiðinni út, var boðin milljón,“ segir Valdís. Hún tók ekki boðinu.Viðtalið við Valdísi má finna hér að neðan.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Sturla Atlas og 101 boys hita upp fyrir Justin Bieber. Logi Pedro Stefánsson býst við "round tvö“ af fjöri í kvöld. 9. september 2016 17:24 Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04 Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Heimilislegur ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Lífið samstarf Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Sjá meira
Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Sturla Atlas og 101 boys hita upp fyrir Justin Bieber. Logi Pedro Stefánsson býst við "round tvö“ af fjöri í kvöld. 9. september 2016 17:24
Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45
Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04