Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. maí 2016 11:57 Tveir nýjustu forsetaframbjóðendurnir, Guðni og Davíð, mættust í húsakynnum Bylgjunnar í morgun. vísir/jóhann k „Það er ekki þannig að dauðans óvissutími sé framundan og að við verðum að halda í Ólaf, eða að við verðum að halda í Davíð. Þetta er ekki svona góðir Íslendingar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðni sagði framboð Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hafa komið sér nokkuð á óvart. Bæði Davíð og Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið sig vel í þeirra störfum, en að þeirra tími sé, að hans mati, liðinn. „Við getum haldið áfram að horfa bjartsýnum augum fram á veg án þess að vera undir öruggum handarjaðri Davíðs Oddssonar eða Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir stóðu sig vel en þeirra tími er að mínu mati liðinn en auðvitað er það þannig að það er fólkið sem velur forsetann,“ sagði Guðni. Hann sagði jafnframt að Ólafur hafi ekki tekið rétta ákvörðun með því að bjóða sig fram í sjötta sinn. „Hún er í ósamræmi við taktinn í samfélaginu. Hún er í ósamræmi við sannfæringu hans, lesið bara nýársávarp hans. Hvernig hann talar sig með skýrum hætti inn á hina einu réttu niðurstöðu. Svo koma auðvitað sviptingar hér í stjórnmálunum en það er ekki þannig að það sé allt að fara á hvolf.“ Guðni bætti við að sem áhugamaður um sögu og samtíð finnist honum frábært að fá Davíð Oddsson inn á sjónarsviðið, einn umdeildasta mann síðustu aldar. „Þannig að baráttan verður skemmtilegri fyrir vikið og gangi honum vel, en samt ekki of vel.“ Hlusta má á viðtalið við Guðna í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Það er ekki þannig að dauðans óvissutími sé framundan og að við verðum að halda í Ólaf, eða að við verðum að halda í Davíð. Þetta er ekki svona góðir Íslendingar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðni sagði framboð Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hafa komið sér nokkuð á óvart. Bæði Davíð og Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið sig vel í þeirra störfum, en að þeirra tími sé, að hans mati, liðinn. „Við getum haldið áfram að horfa bjartsýnum augum fram á veg án þess að vera undir öruggum handarjaðri Davíðs Oddssonar eða Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir stóðu sig vel en þeirra tími er að mínu mati liðinn en auðvitað er það þannig að það er fólkið sem velur forsetann,“ sagði Guðni. Hann sagði jafnframt að Ólafur hafi ekki tekið rétta ákvörðun með því að bjóða sig fram í sjötta sinn. „Hún er í ósamræmi við taktinn í samfélaginu. Hún er í ósamræmi við sannfæringu hans, lesið bara nýársávarp hans. Hvernig hann talar sig með skýrum hætti inn á hina einu réttu niðurstöðu. Svo koma auðvitað sviptingar hér í stjórnmálunum en það er ekki þannig að það sé allt að fara á hvolf.“ Guðni bætti við að sem áhugamaður um sögu og samtíð finnist honum frábært að fá Davíð Oddsson inn á sjónarsviðið, einn umdeildasta mann síðustu aldar. „Þannig að baráttan verður skemmtilegri fyrir vikið og gangi honum vel, en samt ekki of vel.“ Hlusta má á viðtalið við Guðna í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53
Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15