Jonah Hill var ekki skemmt yfir þessum brandara Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2016 16:31 Jonah Hill í Le Grand Journal Franski grínistinn Ornella Fleury hefur beðið bandaríska leikarann Jonah Hill afsökunar á ósmekklegu gríni. Fleury var að spjalla við Hill og leikarann Miles Teller um nýjustu mynd þeirra War Dogs í sjónvarpsþættinum Le Grand Journal þegar hún sagðist eiga sér draum um að enda á hótelherbergi með Jonah Hill þar sem leikarinn myndi heilla hana upp úr skónum með kímnigáfu sinni. „Og svo allt í einu birtast félagar þínir Leonardo DiCaprio og Brad Pitt og þú ferð,“ sagði Fleury og uppskar hlátur viðstaddra en Jonah Hill virtist ekki eins skemmt. „Ég er rosa glaður að hafa mætt í þennan þátt og vera hafður að athlægi af veðurfréttakonunni. Það er indælt.“ Kynningarherferð leikaranna í Frakklandi var í kjölfarið afboðuð eftir þessa uppákomu og fór svo að Fleury bað Jonah Hill afsökunar. „Vandamálið er að ég hef lifað með þér í gegnum kvikmyndir síðastliðin 10 ár. Það sem ég hugsaði ekki út í er að það á ekki við um þig. Raunin er sú að mér fannst ég þekkja þig svo vel út af kvikmyndum þínum að ég leit á þig sem vin, en við erum það ekki í raun og veru. Raunveruleikinn er sá að þú hefur tvívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna en ég er með tvö myndbönd á YouTube-aðganginum mínum. Þú hefur leikið í myndum eftir Martin Scorsese og Quentin Tarantino en mér mistókst með auglýsingu fyrir hreinlætisvörur frá Spontex,“ sagði Fleury í afsökunarbeiðni til Jonah Hill. Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Franski grínistinn Ornella Fleury hefur beðið bandaríska leikarann Jonah Hill afsökunar á ósmekklegu gríni. Fleury var að spjalla við Hill og leikarann Miles Teller um nýjustu mynd þeirra War Dogs í sjónvarpsþættinum Le Grand Journal þegar hún sagðist eiga sér draum um að enda á hótelherbergi með Jonah Hill þar sem leikarinn myndi heilla hana upp úr skónum með kímnigáfu sinni. „Og svo allt í einu birtast félagar þínir Leonardo DiCaprio og Brad Pitt og þú ferð,“ sagði Fleury og uppskar hlátur viðstaddra en Jonah Hill virtist ekki eins skemmt. „Ég er rosa glaður að hafa mætt í þennan þátt og vera hafður að athlægi af veðurfréttakonunni. Það er indælt.“ Kynningarherferð leikaranna í Frakklandi var í kjölfarið afboðuð eftir þessa uppákomu og fór svo að Fleury bað Jonah Hill afsökunar. „Vandamálið er að ég hef lifað með þér í gegnum kvikmyndir síðastliðin 10 ár. Það sem ég hugsaði ekki út í er að það á ekki við um þig. Raunin er sú að mér fannst ég þekkja þig svo vel út af kvikmyndum þínum að ég leit á þig sem vin, en við erum það ekki í raun og veru. Raunveruleikinn er sá að þú hefur tvívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna en ég er með tvö myndbönd á YouTube-aðganginum mínum. Þú hefur leikið í myndum eftir Martin Scorsese og Quentin Tarantino en mér mistókst með auglýsingu fyrir hreinlætisvörur frá Spontex,“ sagði Fleury í afsökunarbeiðni til Jonah Hill.
Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira