Lífið

Jonah Hill var ekki skemmt yfir þessum brandara

Birgir Olgeirsson skrifar
Jonah Hill í Le Grand Journal
Jonah Hill í Le Grand Journal
Franski grínistinn Ornella Fleury hefur beðið bandaríska leikarann Jonah Hill afsökunar á ósmekklegu gríni. Fleury var að spjalla við Hill og leikarann Miles Teller um nýjustu mynd þeirra War Dogs í sjónvarpsþættinum Le Grand Journal þegar hún sagðist eiga sér draum um að enda á hótelherbergi með Jonah Hill þar sem leikarinn myndi heilla hana upp úr skónum með kímnigáfu sinni. 

„Og svo allt í einu birtast félagar þínir Leonardo DiCaprio og Brad Pitt og þú ferð,“ sagði Fleury og uppskar hlátur viðstaddra en Jonah Hill virtist ekki eins skemmt. 

„Ég er rosa glaður að hafa mætt í þennan þátt og vera hafður að athlægi af veðurfréttakonunni. Það er indælt.“ 

Kynningarherferð leikaranna í Frakklandi var í kjölfarið afboðuð eftir þessa uppákomu og fór svo að Fleury bað Jonah Hill afsökunar. 

„Vandamálið er að ég hef lifað með þér í gegnum kvikmyndir síðastliðin 10 ár. Það sem ég hugsaði ekki út í er að það á ekki við um þig. Raunin er sú að mér fannst ég þekkja þig svo vel út af kvikmyndum þínum að ég leit á þig sem vin, en við erum það ekki í raun og veru. Raunveruleikinn er sá að þú hefur tvívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna en ég er með tvö myndbönd á YouTube-aðganginum mínum. Þú hefur leikið í myndum eftir Martin Scorsese og Quentin Tarantino en mér mistókst með auglýsingu fyrir hreinlætisvörur frá Spontex,“ sagði Fleury í afsökunarbeiðni til Jonah Hill


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.