Stefán Bogi rataði í John Oliver: „Gúglaði hann bara „framsóknarmaður í ullarpeysu?““ Bjarki Ármannsson skrifar 11. apríl 2016 12:56 Sjálfsagt brá mörgum við þessa sjón. Stefáni Boga Sveinssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Fljótsdalshéraði, bregður fyrir í kostulegu innslagi breska þáttastjórnandans John Oliver um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Innslagið hefur vakið mikla athygli á íslenskum miðlum og samfélagsmiðlum í dag og er Facebook-síða framsóknarmannsins að nær drukkna í kveðjum og skondnum athugasemdum. „Gúglaði John Oliver bara „framsóknarmaður í ullarpeysu,“ eða var þessi mynd til á skrá hjá Framsóknarflokknum yfir líklega eftirmenn Sigmundar Davíðs?“ spyr einn Facebook-vinur Stefáns, en mynd af Stefáni í lopapeysu birtist sem hluti af brandara Oliver um goggunarröðina í íslenskum stjórnmálum. Stefán er þar í hlutverki venjulegs Íslendings í lopapeysu og stjórnmálastuði og sagður á eftir bæði álfum og brennivínsráðherra í röðinni að æðsta embætti landsins. Sennilega er betra að lesendur horfi bara á innslagið, frekar en að blaðamaður reyni að útskýra þetta grín nánar. Gjörið svo vel: Stefán Bogi skrifar um málið á Facebook-síðu sinni og af orðum hans að dæma var það ekki áhugi ritstjórnarteymis John Oliver á íslenskum stjórnmálum sem réð því að einn helsti foringi Framsóknarmanna á Austurlandi birtist í þættinum, heldur einskær tilviljun. „Uppruni myndarinnar er sá að ég var leiðsögumaður með hópi fjölmiðlafólks í fyrra og ein úr hópnum var ljósmyndari sem aðallega myndar fyrir svokallaða myndabanka, hvar hægt er að kaupa sér allskonar myndir til birtingar,“ skrifar Stefán. „Ég er þar, að mig minnir, undir yfirskriftinni „Icelandic man.“ Þarna hafa starfsmenn Oliver verið að leita að myndefni og dottið niður á þessa ágætu mynd.“ Stefán, sem kveðst einlægur aðdáandi þátta Oliver, segir lopapeysuna ágætu af myndinni prjónaða af móður sinni, Sæunni Önnu Stefánsdóttur, og að hann taki við pöntunum frá áhugasömum. „Ég er svo að sjálfsögðu opinn fyrir öllu varðandi módelsamninga í framtíðinni en efast reyndar um að Ístex eða 66°N fari nokkuð að berja niður dyrnar hjá mér á næstunni,“ skrifar hann.Já. Ég varð sem sagt fyrir því að mynd af mér var notuð í þættinum hjá John Oliver. Þetta er vægast sagt sérkennileg...Posted by Stefan Bogi Sveinsson on 11. apríl 2016 Tengdar fréttir Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Stefáni Boga Sveinssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Fljótsdalshéraði, bregður fyrir í kostulegu innslagi breska þáttastjórnandans John Oliver um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Innslagið hefur vakið mikla athygli á íslenskum miðlum og samfélagsmiðlum í dag og er Facebook-síða framsóknarmannsins að nær drukkna í kveðjum og skondnum athugasemdum. „Gúglaði John Oliver bara „framsóknarmaður í ullarpeysu,“ eða var þessi mynd til á skrá hjá Framsóknarflokknum yfir líklega eftirmenn Sigmundar Davíðs?“ spyr einn Facebook-vinur Stefáns, en mynd af Stefáni í lopapeysu birtist sem hluti af brandara Oliver um goggunarröðina í íslenskum stjórnmálum. Stefán er þar í hlutverki venjulegs Íslendings í lopapeysu og stjórnmálastuði og sagður á eftir bæði álfum og brennivínsráðherra í röðinni að æðsta embætti landsins. Sennilega er betra að lesendur horfi bara á innslagið, frekar en að blaðamaður reyni að útskýra þetta grín nánar. Gjörið svo vel: Stefán Bogi skrifar um málið á Facebook-síðu sinni og af orðum hans að dæma var það ekki áhugi ritstjórnarteymis John Oliver á íslenskum stjórnmálum sem réð því að einn helsti foringi Framsóknarmanna á Austurlandi birtist í þættinum, heldur einskær tilviljun. „Uppruni myndarinnar er sá að ég var leiðsögumaður með hópi fjölmiðlafólks í fyrra og ein úr hópnum var ljósmyndari sem aðallega myndar fyrir svokallaða myndabanka, hvar hægt er að kaupa sér allskonar myndir til birtingar,“ skrifar Stefán. „Ég er þar, að mig minnir, undir yfirskriftinni „Icelandic man.“ Þarna hafa starfsmenn Oliver verið að leita að myndefni og dottið niður á þessa ágætu mynd.“ Stefán, sem kveðst einlægur aðdáandi þátta Oliver, segir lopapeysuna ágætu af myndinni prjónaða af móður sinni, Sæunni Önnu Stefánsdóttur, og að hann taki við pöntunum frá áhugasömum. „Ég er svo að sjálfsögðu opinn fyrir öllu varðandi módelsamninga í framtíðinni en efast reyndar um að Ístex eða 66°N fari nokkuð að berja niður dyrnar hjá mér á næstunni,“ skrifar hann.Já. Ég varð sem sagt fyrir því að mynd af mér var notuð í þættinum hjá John Oliver. Þetta er vægast sagt sérkennileg...Posted by Stefan Bogi Sveinsson on 11. apríl 2016
Tengdar fréttir Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13