Stefán Bogi rataði í John Oliver: „Gúglaði hann bara „framsóknarmaður í ullarpeysu?““ Bjarki Ármannsson skrifar 11. apríl 2016 12:56 Sjálfsagt brá mörgum við þessa sjón. Stefáni Boga Sveinssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Fljótsdalshéraði, bregður fyrir í kostulegu innslagi breska þáttastjórnandans John Oliver um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Innslagið hefur vakið mikla athygli á íslenskum miðlum og samfélagsmiðlum í dag og er Facebook-síða framsóknarmannsins að nær drukkna í kveðjum og skondnum athugasemdum. „Gúglaði John Oliver bara „framsóknarmaður í ullarpeysu,“ eða var þessi mynd til á skrá hjá Framsóknarflokknum yfir líklega eftirmenn Sigmundar Davíðs?“ spyr einn Facebook-vinur Stefáns, en mynd af Stefáni í lopapeysu birtist sem hluti af brandara Oliver um goggunarröðina í íslenskum stjórnmálum. Stefán er þar í hlutverki venjulegs Íslendings í lopapeysu og stjórnmálastuði og sagður á eftir bæði álfum og brennivínsráðherra í röðinni að æðsta embætti landsins. Sennilega er betra að lesendur horfi bara á innslagið, frekar en að blaðamaður reyni að útskýra þetta grín nánar. Gjörið svo vel: Stefán Bogi skrifar um málið á Facebook-síðu sinni og af orðum hans að dæma var það ekki áhugi ritstjórnarteymis John Oliver á íslenskum stjórnmálum sem réð því að einn helsti foringi Framsóknarmanna á Austurlandi birtist í þættinum, heldur einskær tilviljun. „Uppruni myndarinnar er sá að ég var leiðsögumaður með hópi fjölmiðlafólks í fyrra og ein úr hópnum var ljósmyndari sem aðallega myndar fyrir svokallaða myndabanka, hvar hægt er að kaupa sér allskonar myndir til birtingar,“ skrifar Stefán. „Ég er þar, að mig minnir, undir yfirskriftinni „Icelandic man.“ Þarna hafa starfsmenn Oliver verið að leita að myndefni og dottið niður á þessa ágætu mynd.“ Stefán, sem kveðst einlægur aðdáandi þátta Oliver, segir lopapeysuna ágætu af myndinni prjónaða af móður sinni, Sæunni Önnu Stefánsdóttur, og að hann taki við pöntunum frá áhugasömum. „Ég er svo að sjálfsögðu opinn fyrir öllu varðandi módelsamninga í framtíðinni en efast reyndar um að Ístex eða 66°N fari nokkuð að berja niður dyrnar hjá mér á næstunni,“ skrifar hann.Já. Ég varð sem sagt fyrir því að mynd af mér var notuð í þættinum hjá John Oliver. Þetta er vægast sagt sérkennileg...Posted by Stefan Bogi Sveinsson on 11. apríl 2016 Tengdar fréttir Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13 Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Sjá meira
Stefáni Boga Sveinssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Fljótsdalshéraði, bregður fyrir í kostulegu innslagi breska þáttastjórnandans John Oliver um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Innslagið hefur vakið mikla athygli á íslenskum miðlum og samfélagsmiðlum í dag og er Facebook-síða framsóknarmannsins að nær drukkna í kveðjum og skondnum athugasemdum. „Gúglaði John Oliver bara „framsóknarmaður í ullarpeysu,“ eða var þessi mynd til á skrá hjá Framsóknarflokknum yfir líklega eftirmenn Sigmundar Davíðs?“ spyr einn Facebook-vinur Stefáns, en mynd af Stefáni í lopapeysu birtist sem hluti af brandara Oliver um goggunarröðina í íslenskum stjórnmálum. Stefán er þar í hlutverki venjulegs Íslendings í lopapeysu og stjórnmálastuði og sagður á eftir bæði álfum og brennivínsráðherra í röðinni að æðsta embætti landsins. Sennilega er betra að lesendur horfi bara á innslagið, frekar en að blaðamaður reyni að útskýra þetta grín nánar. Gjörið svo vel: Stefán Bogi skrifar um málið á Facebook-síðu sinni og af orðum hans að dæma var það ekki áhugi ritstjórnarteymis John Oliver á íslenskum stjórnmálum sem réð því að einn helsti foringi Framsóknarmanna á Austurlandi birtist í þættinum, heldur einskær tilviljun. „Uppruni myndarinnar er sá að ég var leiðsögumaður með hópi fjölmiðlafólks í fyrra og ein úr hópnum var ljósmyndari sem aðallega myndar fyrir svokallaða myndabanka, hvar hægt er að kaupa sér allskonar myndir til birtingar,“ skrifar Stefán. „Ég er þar, að mig minnir, undir yfirskriftinni „Icelandic man.“ Þarna hafa starfsmenn Oliver verið að leita að myndefni og dottið niður á þessa ágætu mynd.“ Stefán, sem kveðst einlægur aðdáandi þátta Oliver, segir lopapeysuna ágætu af myndinni prjónaða af móður sinni, Sæunni Önnu Stefánsdóttur, og að hann taki við pöntunum frá áhugasömum. „Ég er svo að sjálfsögðu opinn fyrir öllu varðandi módelsamninga í framtíðinni en efast reyndar um að Ístex eða 66°N fari nokkuð að berja niður dyrnar hjá mér á næstunni,“ skrifar hann.Já. Ég varð sem sagt fyrir því að mynd af mér var notuð í þættinum hjá John Oliver. Þetta er vægast sagt sérkennileg...Posted by Stefan Bogi Sveinsson on 11. apríl 2016
Tengdar fréttir Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13 Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Sjá meira
Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13