Hugleiða að breyta 70 milljóna grunni úr hruninu í nestispall í þjóðgarðinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. desember 2016 07:00 Ekki er víst að steypumassinn sem fluttur var á þessa lóð við Valhallarstíg verði fjarlægður eignist ríkið mannvirkið. Fréttablaðið/Auðunn „Það er mat Þingvallanefndar að um einstakt tækifæri sé að ræða í ljósi staðsetningar lóðarinnar og ástands hennar að öðru leyti,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður í bréfi þar sem hann óskar eftir því fyrir hönd Þingvallanefndar að forsætisráðuneytið beiti sé fyrir því að fjárheimild fáist til að kaupa 70 milljóna króna húsgrunn. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu vill Þingvallanefnd neyta forkaupsréttar og ganga inn í kaup á 139 fermetra húsgrunni með kjallara við Þingvallavatn. Þjóðgarðsvörður segir í bréfinu að Þingvallanefnd telji staðsetningu lóðarinnar skipta máli. Hún sé við bakka Þingvallavatns. Ofan við hana sé göngustígur og ekki sé unnt að ganga með vatnsbakkanum vegna legu lóða og sumarhúsa. „Lóðin liggur í beinu framhaldi af Almannagjá og er til þess fallin að tengja þinghelgina og aðgengi að Þingvallavatni og þar með auka það svæði sem verði gestkomandi aðgengilegt. Lóðir sem liggja við bakka Þingvallavatns norðan við lóðina eru í eigu einstaklinga og þar með ekki opnar almenningi,“ rekur þjóðgarðsvörður.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Fréttablaðið/VilhelmÞá segir Ólafur Örn að Þingvallanefnd bendi á að við vatnsbakka Þingvallavatns sé talsvert sýnilegt álag af völdum ágangs. Með því að opna aðgengi að vatninu telji nefndin að mögulegt sé að draga úr umferð gangandi fólks meðfram vatnsbakkanum. Á lóðinni sé gróður, slétt undirlendi og útsýni yfir vatnið og hið friðhelga svæði sé mikið. „Telur Þingvallanefnd að ákvörðunin stuðli að því að vernda og viðhalda náttúrufari þjóðgarðsins og veita almenningi kost á að njóta hins friðhelga svæðis. Þá telur nefndin að hægt sé að nýta hinn steypta grunn fyrir gesti þjóðgarðsins, til dæmis fyrir nestisaðstöðu,“ segir þjóðgarðsvörður. Áhöld eru um hvort eigendur húsgrunnsins hafi haft heimild til að rífa tvö eldri sumarhús og steypa umræddan húsgrunn á leigulóðinni frá ríkinu eins og Fréttablaðið hefur greint frá og er málið í biðstöðu í forsætisráðuneytinu. „Þingvallanefnd telur málefnalegt að neyta forkaupsréttar að hinum steypta grunni. Verði mannvirki byggt á grunninum er ljóst að það verður stærsta mannvirki innan þjóðgarðsins í eigu einstaklinga,“ segir þjóðgarðsvörður í bréfinu sem kveður þó jafnframt óvissu um hvaða framkvæmdir voru samþykktar af byggingarfulltrúa og Þingvallanefnd og hvort þær framkvæmdir sem þegar séu hafnar samræmist leyfum þessara aðila. Enn fremur segir þjóðgarðsvörður Þingvallanefnd telja nauðsynlegt að tryggja nefndinni full umráð lóðarinnar með vísan til framangreindra sjónarmiða. „Þá vill Þingvallanefnd benda á í þessu samhengi að nefndinni hefur ekki boðist að kaupa lóðir á Þingvöllum í sambærilegu ástandi og sú sem um ræðir hér,“ skrifar hann. Vegna þessa er þó vert að undirstrika að ríkið á nú þegar lóðina og er eingöngu að kaupa steypugrunninn sem dagaði uppi við vatnið í bankahruninu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forsætisráðuneytið á ekki fyrir grunni sem steyptur var án leyfis á Þingvöllum Forsætisráðuneytið hefur ekki svarað ósk um 70 milljóna króna framlag svo Þingvallanefnd geti keypt 137 fermetra húsgrunn á leigulóð ríkisins í þjóðgarðinum. Nefndin telur framkvæmdir á lóðinni "hugsanlega“ ekki í samræmi við 1. desember 2016 07:00 Lýstu yfir vilja til að nýta forkaupsrétt Þingvallanefnd mun óska eftir því að Forsætisráðuneytið skoði feril málsins varðandi Valhallarstíg nyrðri 7 og möguleika á fjármögnun á kaupum lóðarinnar. 25. október 2016 15:45 Þingvallanefnd vill nýta forkaupsréttinn 26. október 2016 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
„Það er mat Þingvallanefndar að um einstakt tækifæri sé að ræða í ljósi staðsetningar lóðarinnar og ástands hennar að öðru leyti,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður í bréfi þar sem hann óskar eftir því fyrir hönd Þingvallanefndar að forsætisráðuneytið beiti sé fyrir því að fjárheimild fáist til að kaupa 70 milljóna króna húsgrunn. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu vill Þingvallanefnd neyta forkaupsréttar og ganga inn í kaup á 139 fermetra húsgrunni með kjallara við Þingvallavatn. Þjóðgarðsvörður segir í bréfinu að Þingvallanefnd telji staðsetningu lóðarinnar skipta máli. Hún sé við bakka Þingvallavatns. Ofan við hana sé göngustígur og ekki sé unnt að ganga með vatnsbakkanum vegna legu lóða og sumarhúsa. „Lóðin liggur í beinu framhaldi af Almannagjá og er til þess fallin að tengja þinghelgina og aðgengi að Þingvallavatni og þar með auka það svæði sem verði gestkomandi aðgengilegt. Lóðir sem liggja við bakka Þingvallavatns norðan við lóðina eru í eigu einstaklinga og þar með ekki opnar almenningi,“ rekur þjóðgarðsvörður.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Fréttablaðið/VilhelmÞá segir Ólafur Örn að Þingvallanefnd bendi á að við vatnsbakka Þingvallavatns sé talsvert sýnilegt álag af völdum ágangs. Með því að opna aðgengi að vatninu telji nefndin að mögulegt sé að draga úr umferð gangandi fólks meðfram vatnsbakkanum. Á lóðinni sé gróður, slétt undirlendi og útsýni yfir vatnið og hið friðhelga svæði sé mikið. „Telur Þingvallanefnd að ákvörðunin stuðli að því að vernda og viðhalda náttúrufari þjóðgarðsins og veita almenningi kost á að njóta hins friðhelga svæðis. Þá telur nefndin að hægt sé að nýta hinn steypta grunn fyrir gesti þjóðgarðsins, til dæmis fyrir nestisaðstöðu,“ segir þjóðgarðsvörður. Áhöld eru um hvort eigendur húsgrunnsins hafi haft heimild til að rífa tvö eldri sumarhús og steypa umræddan húsgrunn á leigulóðinni frá ríkinu eins og Fréttablaðið hefur greint frá og er málið í biðstöðu í forsætisráðuneytinu. „Þingvallanefnd telur málefnalegt að neyta forkaupsréttar að hinum steypta grunni. Verði mannvirki byggt á grunninum er ljóst að það verður stærsta mannvirki innan þjóðgarðsins í eigu einstaklinga,“ segir þjóðgarðsvörður í bréfinu sem kveður þó jafnframt óvissu um hvaða framkvæmdir voru samþykktar af byggingarfulltrúa og Þingvallanefnd og hvort þær framkvæmdir sem þegar séu hafnar samræmist leyfum þessara aðila. Enn fremur segir þjóðgarðsvörður Þingvallanefnd telja nauðsynlegt að tryggja nefndinni full umráð lóðarinnar með vísan til framangreindra sjónarmiða. „Þá vill Þingvallanefnd benda á í þessu samhengi að nefndinni hefur ekki boðist að kaupa lóðir á Þingvöllum í sambærilegu ástandi og sú sem um ræðir hér,“ skrifar hann. Vegna þessa er þó vert að undirstrika að ríkið á nú þegar lóðina og er eingöngu að kaupa steypugrunninn sem dagaði uppi við vatnið í bankahruninu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forsætisráðuneytið á ekki fyrir grunni sem steyptur var án leyfis á Þingvöllum Forsætisráðuneytið hefur ekki svarað ósk um 70 milljóna króna framlag svo Þingvallanefnd geti keypt 137 fermetra húsgrunn á leigulóð ríkisins í þjóðgarðinum. Nefndin telur framkvæmdir á lóðinni "hugsanlega“ ekki í samræmi við 1. desember 2016 07:00 Lýstu yfir vilja til að nýta forkaupsrétt Þingvallanefnd mun óska eftir því að Forsætisráðuneytið skoði feril málsins varðandi Valhallarstíg nyrðri 7 og möguleika á fjármögnun á kaupum lóðarinnar. 25. október 2016 15:45 Þingvallanefnd vill nýta forkaupsréttinn 26. október 2016 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Forsætisráðuneytið á ekki fyrir grunni sem steyptur var án leyfis á Þingvöllum Forsætisráðuneytið hefur ekki svarað ósk um 70 milljóna króna framlag svo Þingvallanefnd geti keypt 137 fermetra húsgrunn á leigulóð ríkisins í þjóðgarðinum. Nefndin telur framkvæmdir á lóðinni "hugsanlega“ ekki í samræmi við 1. desember 2016 07:00
Lýstu yfir vilja til að nýta forkaupsrétt Þingvallanefnd mun óska eftir því að Forsætisráðuneytið skoði feril málsins varðandi Valhallarstíg nyrðri 7 og möguleika á fjármögnun á kaupum lóðarinnar. 25. október 2016 15:45