Ungfrú EM er enn í fullu fjöri þó strákarnir séu komnir heim Guðrún Ansnes skrifar 5. júlí 2016 10:33 Örnu Ýr var gert að klæða sig upp fyrir leik Íslands gegn Frökkum á sunnudag. Sem hún og gerði. Alla daga fer ég er í garðinn Europa Park og er í bíl í skrúðgöngu á leiðinni þangað. Sit þar með borðann minn og veifa til krakkanna,“ segir ungfrú EM, Arna Ýr Jónsdóttir, sem enn er í lukkunnar velstandi rétt hjá þýsku borginni Freiburg, sem einmitt er við landamæri Þýskalands og Frakklands, þar sem Evrópumeistaramótið í knattspyrnu fer fram. Íslenska karlalandsliðið sneri aftur heim í gær eftir frækna framgöngu á mótinu og má því segja að Arna Ýr standi vaktina fyrir Íslands hönd, verandi ungfrú EM. Þrátt fyrir að Ísland hafi lokið þátttöku sinni á mótinu er Arna Ýr í blússandi stuði og nóg fyrir hana að gera.Arna Ýr hefur meira en nóg að gera við að árita fána og spjöld í skemmtigarðinum Europa Park.right„Ég kom hingað með það fyrir augum að vera í tvær vikur. Ég hef verið meðhöndluð eins og prinsessa allan tímann. Eftir að hafa verið í skrúðgöngunni fæ ég svo hádegismat, og fer aftur þaðan á minn bás þar sem risastórum skiltum með myndum af mér hefur verið komið fyrir. Þar sit ég og árita á spjöld með myndum af mér og fólk getur sömuleiðis fengið myndir af sér með mér. Á kvöldin, þegar leikir fara fram, er ég á aðalhótelinu á sviði að gefa áritanir og sé svo auk þess um happdrætti og fleira skemmtilegt,“ útskýrir Arna Ýr, alsæl með hlutverkið.Arna Ýr er ansi sleip í fimleikunum og getur því miðlað reynslunni áfram.Þú ert þá væntanlega komin í frægra manna tölu í Freiburg, svona miðað við áganginn? „Já, það má eiginlega segja það. Það koma allir æðislega vel fram við mig og ég fæ að upplifa allt það besta,“ segir hún glöð í bragði. Þó svo að Arna Ýr kunni býsna vel við þá prinsessulegu meðhöndlun sem hún fær, þá er hún afar ánægð með að fá tækifæri til að vera með svokallað „workshop“ sem ætluð eru börnum. „Ég fæ þá að kenna þeim ýmislegt, svo sem að mála, catwalking-námskeið og fimleika,“ bendir hún stolt á, en sjálf er Arna Ýr fimleikakennari og mikil íþróttakona. Þá er hún iðin við að grípa í pensilinn og er mikil listakona.Okkar konu leiðist ekki í Europa Park, þó ekki væri.En skyldi titillinn ungfrú EM skila henni einhverjum frekari tækifærum að lokinni EM dvölinni? „Já, ég hef fengið rosalega mikið af smærri verkefnum og myndatökum. Verkefni tengd Íslandi hreinlega hlaðast inn og mikið af ljósmyndurum sem bjóða mér verkefni. Þetta er allt saman mjög skemmtilegt. Þá fannst mér einmitt mjög gaman að fá tækifæri til að senda kveðju til landsliðsins okkar fyrir leikinn á móti Frökkum. Eigendur Europa Park lögðu mikla áherslu á að ég myndi láta liðið vita að það ætti endilega að gera sér ferð í garðinn, þar sem allt yrði auðvitað í boði hússins. Maður finnur mikið fyrir því að allir elska Ísland núna.“Örnu Ýr þykir frábært að fá að mála með krökkunum, enda mikil listakona sjálf.En hvernig er stemningin núna þegar Ísland er dottið út? „Hún er enn þá rosalega góð. Allir tala svo rosalega fallega um Ísland. Ég var beðin um að fara í viðtal bæði fyrir og eftir leikinn og það eina sem rætt var um, var hversu frábært liðið er og hversu flottir íslensku stuðningsmennirnir voru,“ segir hún og ekki er annað að heyra en hún sé ansi stolt af samlöndum sínum. „Bróðir minn og kærasti eru að koma út til mín og við verðum hér saman þar til móti lýkur,“ segir hún að lokum, afar ánægð með lífið. Tengdar fréttir Arna Ýr valin Miss Euro Keppnin haldin á fjögurra ára fresti í tengslum við EM í fótbolta. 3. júní 2016 21:29 Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
Alla daga fer ég er í garðinn Europa Park og er í bíl í skrúðgöngu á leiðinni þangað. Sit þar með borðann minn og veifa til krakkanna,“ segir ungfrú EM, Arna Ýr Jónsdóttir, sem enn er í lukkunnar velstandi rétt hjá þýsku borginni Freiburg, sem einmitt er við landamæri Þýskalands og Frakklands, þar sem Evrópumeistaramótið í knattspyrnu fer fram. Íslenska karlalandsliðið sneri aftur heim í gær eftir frækna framgöngu á mótinu og má því segja að Arna Ýr standi vaktina fyrir Íslands hönd, verandi ungfrú EM. Þrátt fyrir að Ísland hafi lokið þátttöku sinni á mótinu er Arna Ýr í blússandi stuði og nóg fyrir hana að gera.Arna Ýr hefur meira en nóg að gera við að árita fána og spjöld í skemmtigarðinum Europa Park.right„Ég kom hingað með það fyrir augum að vera í tvær vikur. Ég hef verið meðhöndluð eins og prinsessa allan tímann. Eftir að hafa verið í skrúðgöngunni fæ ég svo hádegismat, og fer aftur þaðan á minn bás þar sem risastórum skiltum með myndum af mér hefur verið komið fyrir. Þar sit ég og árita á spjöld með myndum af mér og fólk getur sömuleiðis fengið myndir af sér með mér. Á kvöldin, þegar leikir fara fram, er ég á aðalhótelinu á sviði að gefa áritanir og sé svo auk þess um happdrætti og fleira skemmtilegt,“ útskýrir Arna Ýr, alsæl með hlutverkið.Arna Ýr er ansi sleip í fimleikunum og getur því miðlað reynslunni áfram.Þú ert þá væntanlega komin í frægra manna tölu í Freiburg, svona miðað við áganginn? „Já, það má eiginlega segja það. Það koma allir æðislega vel fram við mig og ég fæ að upplifa allt það besta,“ segir hún glöð í bragði. Þó svo að Arna Ýr kunni býsna vel við þá prinsessulegu meðhöndlun sem hún fær, þá er hún afar ánægð með að fá tækifæri til að vera með svokallað „workshop“ sem ætluð eru börnum. „Ég fæ þá að kenna þeim ýmislegt, svo sem að mála, catwalking-námskeið og fimleika,“ bendir hún stolt á, en sjálf er Arna Ýr fimleikakennari og mikil íþróttakona. Þá er hún iðin við að grípa í pensilinn og er mikil listakona.Okkar konu leiðist ekki í Europa Park, þó ekki væri.En skyldi titillinn ungfrú EM skila henni einhverjum frekari tækifærum að lokinni EM dvölinni? „Já, ég hef fengið rosalega mikið af smærri verkefnum og myndatökum. Verkefni tengd Íslandi hreinlega hlaðast inn og mikið af ljósmyndurum sem bjóða mér verkefni. Þetta er allt saman mjög skemmtilegt. Þá fannst mér einmitt mjög gaman að fá tækifæri til að senda kveðju til landsliðsins okkar fyrir leikinn á móti Frökkum. Eigendur Europa Park lögðu mikla áherslu á að ég myndi láta liðið vita að það ætti endilega að gera sér ferð í garðinn, þar sem allt yrði auðvitað í boði hússins. Maður finnur mikið fyrir því að allir elska Ísland núna.“Örnu Ýr þykir frábært að fá að mála með krökkunum, enda mikil listakona sjálf.En hvernig er stemningin núna þegar Ísland er dottið út? „Hún er enn þá rosalega góð. Allir tala svo rosalega fallega um Ísland. Ég var beðin um að fara í viðtal bæði fyrir og eftir leikinn og það eina sem rætt var um, var hversu frábært liðið er og hversu flottir íslensku stuðningsmennirnir voru,“ segir hún og ekki er annað að heyra en hún sé ansi stolt af samlöndum sínum. „Bróðir minn og kærasti eru að koma út til mín og við verðum hér saman þar til móti lýkur,“ segir hún að lokum, afar ánægð með lífið.
Tengdar fréttir Arna Ýr valin Miss Euro Keppnin haldin á fjögurra ára fresti í tengslum við EM í fótbolta. 3. júní 2016 21:29 Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
Arna Ýr valin Miss Euro Keppnin haldin á fjögurra ára fresti í tengslum við EM í fótbolta. 3. júní 2016 21:29