Dorial Green-Beckham, leikmaður Philadelphia Eagles í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, var sektaður um rúmlega sex þúsund dali fyrir fótabúnað sinn í leik gegn Cincinatti Bengals á dögunum.
Í 13. leikviku tóku leikmenn NFL-deildarinnar þátt í My Cause, My Cleats herferðinni þar sem þeir skreyttu skó sína til að styðja góðan málstað.
Green-Beckham vildi hins vegar vera öðruvísi og klæddist skóm hönnuðum af Kanye West.
Til að toppa allt sagði Green-Beckham að með þessu væri hann að styðja The Yeezy Foundation sem er ekki til í raunveruleikanum.
NFL-deildin brást við með því að sekta Green-Beckham um 6076 Bandaríkjadali, eða tæplega 700.000 íslenskra króna.
Sektaður fyrir að klæðast skóm frá Kanye West
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið







Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn

Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn


Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn