Eygló Ósk: Var ekki að búast við því að fara í úrslit Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 8. ágúst 2016 03:13 Eygló Ósk Gústafsdóttir í nótt. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði með fjórtánda besta tímann í undanúrslitum í 100 metra baksundinu og komst því ekki í úrslit. Eygló Ósk náði bæði að bæta sinn tíma frá því í undanrásunum í dag en hún hækkað sig líka um tvö sæti. „Ég var sextánda inn og það var smá heppni að komast inn í undanúrslitasundið. Ég var svo sem ekkert að búast við því að fara í úrslit. Það jákvæða við þetta að ég vann allavega eina í riðlinum sem þýðir að ég er hærri en ég var í morgun. Ég vann allaveg eitthvað," sagði Eygló Ósk sem vann líka eina í hinum riðlinum. Eygló Ósk Gústafsdóttir á eftir sína bestu grein sem er 200 metra baksund og þar ætlar hún sér stærri hluti. „Mér finnst miklu betra að byrja á 100 metra sundinu á stórmótunum. Ég tek hundrað metra sundinu aðeins minna alvarlega því það er aukagrein og svona," sagði Eygló en leiðrétti sig strax. „Það er ekki aukagrein en ég er betri í 200 metrunum. Ég horfi á hundrað metrana aðeins meira sem upphitun og þar er gott að fá tilfinningu fyrir lauginni. Vonandi næ ég að einbeita mér nóg næstu dagana og æfa nógu vel þannig að ég geti keyrt á þetta í 200 metra baksundinu," sagði Eygló Ósk. „Mér fannst þetta sund byrja mjög vel, mér fannst ég byrja hratt og ég fann fyrir tilfinningunni. Seinni 50 voru síðan ekki alveg nógu góðir," sagði Eygló. „Fullkomið sund hefði verið fyrsti 50 metrarnir í undanúrslitasundinu og síðustu 50 metrarnir í morgun," sagði Eygló. Hún reif sundbolinn sinn í undanrásunum en nú hélt hann. „Sundbolurinn var í lagi en ég var líka með aukaboli með. Ég var með fullt af boltum enda gerist þetta fyrir svo marga. Ég var því viðbúin þessu," sagði Eygló Ósk. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk: Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015, keppir í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Framundan hjá henni er 100 metra baksund og verður hún annar Íslendingur sem keppir á leikunum á eftir Antoni Svein Mckee. 7. ágúst 2016 09:00 Eygló Ósk í undanúrslit: Hinar vita þá ekkert af mér ef ég fer hraðar í kvöld Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í undanúrslit í 100 metra baksundi en þrátt fyrir að vera fimmta í sínum riðli þá komst hún áfam. Eygló Ósk var með sextánda besta tímann í undanrásunum og sextán komust í undanúrslit. 7. ágúst 2016 16:40 Eygló Ósk komst ekki í úrslit en hækkaði sig um tvö sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í 7. sæti í sínum riðli í undanúrslitum í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 8. ágúst 2016 02:45 Eygló Ósk um rifna sundbolinn: Ég var bara í stresskasti þarna inn í klefanum Eygló Ósk Gústafsdóttir lét ekki rifinn sundbol koma í veg fyrir það að hún næði að synda sig inn í undanúslitin í 100 metra baksundi. 7. ágúst 2016 16:47 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði með fjórtánda besta tímann í undanúrslitum í 100 metra baksundinu og komst því ekki í úrslit. Eygló Ósk náði bæði að bæta sinn tíma frá því í undanrásunum í dag en hún hækkað sig líka um tvö sæti. „Ég var sextánda inn og það var smá heppni að komast inn í undanúrslitasundið. Ég var svo sem ekkert að búast við því að fara í úrslit. Það jákvæða við þetta að ég vann allavega eina í riðlinum sem þýðir að ég er hærri en ég var í morgun. Ég vann allaveg eitthvað," sagði Eygló Ósk sem vann líka eina í hinum riðlinum. Eygló Ósk Gústafsdóttir á eftir sína bestu grein sem er 200 metra baksund og þar ætlar hún sér stærri hluti. „Mér finnst miklu betra að byrja á 100 metra sundinu á stórmótunum. Ég tek hundrað metra sundinu aðeins minna alvarlega því það er aukagrein og svona," sagði Eygló en leiðrétti sig strax. „Það er ekki aukagrein en ég er betri í 200 metrunum. Ég horfi á hundrað metrana aðeins meira sem upphitun og þar er gott að fá tilfinningu fyrir lauginni. Vonandi næ ég að einbeita mér nóg næstu dagana og æfa nógu vel þannig að ég geti keyrt á þetta í 200 metra baksundinu," sagði Eygló Ósk. „Mér fannst þetta sund byrja mjög vel, mér fannst ég byrja hratt og ég fann fyrir tilfinningunni. Seinni 50 voru síðan ekki alveg nógu góðir," sagði Eygló. „Fullkomið sund hefði verið fyrsti 50 metrarnir í undanúrslitasundinu og síðustu 50 metrarnir í morgun," sagði Eygló. Hún reif sundbolinn sinn í undanrásunum en nú hélt hann. „Sundbolurinn var í lagi en ég var líka með aukaboli með. Ég var með fullt af boltum enda gerist þetta fyrir svo marga. Ég var því viðbúin þessu," sagði Eygló Ósk.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk: Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015, keppir í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Framundan hjá henni er 100 metra baksund og verður hún annar Íslendingur sem keppir á leikunum á eftir Antoni Svein Mckee. 7. ágúst 2016 09:00 Eygló Ósk í undanúrslit: Hinar vita þá ekkert af mér ef ég fer hraðar í kvöld Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í undanúrslit í 100 metra baksundi en þrátt fyrir að vera fimmta í sínum riðli þá komst hún áfam. Eygló Ósk var með sextánda besta tímann í undanrásunum og sextán komust í undanúrslit. 7. ágúst 2016 16:40 Eygló Ósk komst ekki í úrslit en hækkaði sig um tvö sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í 7. sæti í sínum riðli í undanúrslitum í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 8. ágúst 2016 02:45 Eygló Ósk um rifna sundbolinn: Ég var bara í stresskasti þarna inn í klefanum Eygló Ósk Gústafsdóttir lét ekki rifinn sundbol koma í veg fyrir það að hún næði að synda sig inn í undanúslitin í 100 metra baksundi. 7. ágúst 2016 16:47 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
Eygló Ósk: Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015, keppir í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Framundan hjá henni er 100 metra baksund og verður hún annar Íslendingur sem keppir á leikunum á eftir Antoni Svein Mckee. 7. ágúst 2016 09:00
Eygló Ósk í undanúrslit: Hinar vita þá ekkert af mér ef ég fer hraðar í kvöld Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í undanúrslit í 100 metra baksundi en þrátt fyrir að vera fimmta í sínum riðli þá komst hún áfam. Eygló Ósk var með sextánda besta tímann í undanrásunum og sextán komust í undanúrslit. 7. ágúst 2016 16:40
Eygló Ósk komst ekki í úrslit en hækkaði sig um tvö sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í 7. sæti í sínum riðli í undanúrslitum í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 8. ágúst 2016 02:45
Eygló Ósk um rifna sundbolinn: Ég var bara í stresskasti þarna inn í klefanum Eygló Ósk Gústafsdóttir lét ekki rifinn sundbol koma í veg fyrir það að hún næði að synda sig inn í undanúslitin í 100 metra baksundi. 7. ágúst 2016 16:47