Stuðningsmenn Galatasaray vilja fá víkingaklappið frá Kolbeini Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 13:00 Sabri Sarioglu stýrir sigursöng Galatasaray en Kolbeinn gæti tekið við. vísir/getty Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í fótbolta, gekk í raðir tyrkneska stórveldisins Galatasaray í vikunni á láni frá franska liðinu Nantes. Hann kemur til móts við liðið í fyrsta sinn eftir landsleikjafríið en Kolbeinn og strákarnir okkar mæta Úkraínu á mánudagskvöldið í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2018. Kolbeinn verður vonandi í stóru hlutverki hjá Galatasaray og má fastlega reikna með því miðað við hversu hart tyrkneska félagið hefur sóst eftir honum síðastliðið ár. Allavega virðist ljóst að stuðningsmenn Galatasaray, sem eru einir þeir heitustu í Evrópu, ætla honum stórt hlutverk eftir leikina. Þessir eldheitu stuðningsmenn, sem ekki er sniðugt að styggja mikið, hafa margir hverjir óskað eftir því að Kolbeinn stýri víkingaklappinu sem íslenska landsliðið og stuðningsmenn þess gerðu vinsælt á EM eftir sigurleiki Galatasaray. Víkingaklappið sigraði heiminn á Evrópumótinu en þar byrjuðu Frakkar að nota það og síðar stuðningsmenn Juventus. Ekki leið svo á löngu þar til það var komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu. Víkingaklappið eftir sigurinn á Englandi: Þvílíkur árangur! Ævintýrið heldur bara áfram. Sjáðu landsliðið fagna með bláa hafinu! Smá gæsahúð. #EMÍslandhttps://t.co/Fki1vsWIRl — Síminn (@siminn) June 27, 2016 Tyrkneskur blaðamaður sem Vísir ræddi við sagði að Twitter-færslurnar um þetta ákall stuðningsmannanna væru nær óteljandi. Þeir vilja ekki bara fá víkingaklappið heldur kalla margir hverjir eftir því að frægum sigursöng Galatasaray verði skipt út fyrir víkingaklappið með Kolbeini. Í mörg ár hefur tyrkneski varnarmaðurinn og landsliðsmaðurinn Sabri Sarioglu leitt sigursöng Galtatasaray. Þar öskrar hann: „Einn, tveir, þrír,“ áður en allir syngja svo saman „Cimbom bom, sjalla lalla lala lala la.“ Cimbom er gælunafn Galatasaray. Sarioglu er einn allra vinsælasti leikmaður Galatasaray en þessi 32 ára gamli hægri bakvörður hefur spilað allan sinn feril með liðinu og einnig spilað fyrir öll yngri landslið Tyrklands sem og A-landsliðið. Svona fagna stuðningsmenn Galatasaray eftir leiki: Stuðningsmenn Wolves á Englandi hafa einnig tekið víkingaklappið upp á sína arma eftir komu Jóns Daða Böðvarssonar. Það var gert strax eftir fyrsta leik þar sem Jón Daði skoraði jöfnunarmark liðsins. Stuðningsmennirnir kölluðu eftir að fá Jón Daða til sín og sendi þjálfari hans Selfyssinginn til fólksins að taka víkingaklappið sem hann gerði að sjálfsögðu. Jón Daði tekur Víkingaklappið: What a fantastic end of @jondadi debut for @OfficialWolves! #TeamTotalFootallpic.twitter.com/zeb6xN3XZE — Total Football (@totalfl) August 6, 2016 Kolbeinn gæti nú þurft að fá smá kennslu frá Aroni Einari Gunnarssyni, landsliðsfyrirliða, á meðan íslenska liðið æfir í Frankfurt fyrir leikinn gegn Úkraínu sem fram fer í Kænugarði á mánudagskvöldið. Það verður svo fróðlegt að sjá hvort Kolbeinn stýri einu góðu víkingaklappi þegar Galatasaray mætir Kayserispor á útivelli í næstu umferð tyrknesku úrvalsdeildarinnar. Liðið er búið að vinna báða sína leiki á tímabilinu. Hér að neðan má sjá nokkur af þeim tístum þar sem kallað er eftir víkingaklappinu en þau eru vitaskuld á tyrknesku.Sigthorsson taraftara huh cektirse efsane olur he — M. Kaan I. (@ikizerkaan) August 29, 2016@ultrAslan abi sigthorsson oyuna girerken izlandanin huh tezahüratini yapalım — Semih (@galatasary_34) 29 Ağustos 2016Kolbeinn Sigthorsson GOOLLL atinca adini yazana kadar yıl olur o gol atınca HUH yazicam — Sneijder&Muslera (@Gss_aksu) 30 Ağustos 2016Sigthorsson un yıldızlaştığı bir maçın sonunda taraftarla birlikte izlanda milli takımının huh sevincini yapmak — ws (@sneijderimbenim) 30 Ağustos 2016 Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í fótbolta, gekk í raðir tyrkneska stórveldisins Galatasaray í vikunni á láni frá franska liðinu Nantes. Hann kemur til móts við liðið í fyrsta sinn eftir landsleikjafríið en Kolbeinn og strákarnir okkar mæta Úkraínu á mánudagskvöldið í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2018. Kolbeinn verður vonandi í stóru hlutverki hjá Galatasaray og má fastlega reikna með því miðað við hversu hart tyrkneska félagið hefur sóst eftir honum síðastliðið ár. Allavega virðist ljóst að stuðningsmenn Galatasaray, sem eru einir þeir heitustu í Evrópu, ætla honum stórt hlutverk eftir leikina. Þessir eldheitu stuðningsmenn, sem ekki er sniðugt að styggja mikið, hafa margir hverjir óskað eftir því að Kolbeinn stýri víkingaklappinu sem íslenska landsliðið og stuðningsmenn þess gerðu vinsælt á EM eftir sigurleiki Galatasaray. Víkingaklappið sigraði heiminn á Evrópumótinu en þar byrjuðu Frakkar að nota það og síðar stuðningsmenn Juventus. Ekki leið svo á löngu þar til það var komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu. Víkingaklappið eftir sigurinn á Englandi: Þvílíkur árangur! Ævintýrið heldur bara áfram. Sjáðu landsliðið fagna með bláa hafinu! Smá gæsahúð. #EMÍslandhttps://t.co/Fki1vsWIRl — Síminn (@siminn) June 27, 2016 Tyrkneskur blaðamaður sem Vísir ræddi við sagði að Twitter-færslurnar um þetta ákall stuðningsmannanna væru nær óteljandi. Þeir vilja ekki bara fá víkingaklappið heldur kalla margir hverjir eftir því að frægum sigursöng Galatasaray verði skipt út fyrir víkingaklappið með Kolbeini. Í mörg ár hefur tyrkneski varnarmaðurinn og landsliðsmaðurinn Sabri Sarioglu leitt sigursöng Galtatasaray. Þar öskrar hann: „Einn, tveir, þrír,“ áður en allir syngja svo saman „Cimbom bom, sjalla lalla lala lala la.“ Cimbom er gælunafn Galatasaray. Sarioglu er einn allra vinsælasti leikmaður Galatasaray en þessi 32 ára gamli hægri bakvörður hefur spilað allan sinn feril með liðinu og einnig spilað fyrir öll yngri landslið Tyrklands sem og A-landsliðið. Svona fagna stuðningsmenn Galatasaray eftir leiki: Stuðningsmenn Wolves á Englandi hafa einnig tekið víkingaklappið upp á sína arma eftir komu Jóns Daða Böðvarssonar. Það var gert strax eftir fyrsta leik þar sem Jón Daði skoraði jöfnunarmark liðsins. Stuðningsmennirnir kölluðu eftir að fá Jón Daða til sín og sendi þjálfari hans Selfyssinginn til fólksins að taka víkingaklappið sem hann gerði að sjálfsögðu. Jón Daði tekur Víkingaklappið: What a fantastic end of @jondadi debut for @OfficialWolves! #TeamTotalFootallpic.twitter.com/zeb6xN3XZE — Total Football (@totalfl) August 6, 2016 Kolbeinn gæti nú þurft að fá smá kennslu frá Aroni Einari Gunnarssyni, landsliðsfyrirliða, á meðan íslenska liðið æfir í Frankfurt fyrir leikinn gegn Úkraínu sem fram fer í Kænugarði á mánudagskvöldið. Það verður svo fróðlegt að sjá hvort Kolbeinn stýri einu góðu víkingaklappi þegar Galatasaray mætir Kayserispor á útivelli í næstu umferð tyrknesku úrvalsdeildarinnar. Liðið er búið að vinna báða sína leiki á tímabilinu. Hér að neðan má sjá nokkur af þeim tístum þar sem kallað er eftir víkingaklappinu en þau eru vitaskuld á tyrknesku.Sigthorsson taraftara huh cektirse efsane olur he — M. Kaan I. (@ikizerkaan) August 29, 2016@ultrAslan abi sigthorsson oyuna girerken izlandanin huh tezahüratini yapalım — Semih (@galatasary_34) 29 Ağustos 2016Kolbeinn Sigthorsson GOOLLL atinca adini yazana kadar yıl olur o gol atınca HUH yazicam — Sneijder&Muslera (@Gss_aksu) 30 Ağustos 2016Sigthorsson un yıldızlaştığı bir maçın sonunda taraftarla birlikte izlanda milli takımının huh sevincini yapmak — ws (@sneijderimbenim) 30 Ağustos 2016
Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira