Fótbolti

Frakkar fögnuðu með víkingaklappinu | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frakkarnir fögnuðu vel og innilega eftir leikinn.
Frakkarnir fögnuðu vel og innilega eftir leikinn. vísir/epa
Víkingaklappið svokallaða hefur notið mikilli vinsælda á EM 2016, ekki bara meðal Íslendinga.

Gestgjafarnir sjálfir, Frakkar, fögnuðu m.a. með nokkrum Húh-um eftir að þeir tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 0-2 sigri á Þýskalandi í Marseille í kvöld.

Frönsku leikmennirnir söfnuðust saman fyrir aftan annað markið og tóku víkingaklappið með stuðningsmönnum sínum eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Frakka í leiknum gegn Þjóðverjum en franska liðið mætir því portúgalska í úrslitaleiknum á sunnudagskvöldið.


Tengdar fréttir

Löw: Vorum betra liðið

Joachim Löw, þjálfari Þýskalands, segir að sínir menn hafi verið sterkari aðilinn í 0-2 tapinu fyrir Frakklandi í undanúrslitum EM 2016 í Marseille í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×