Innlent

Ferðafólk í sjálfheldu í Reynisfjöru í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Reynisfjöru.
Frá Reynisfjöru. Vísir/Friðrik
Björgunarsveitum á Suðurlandi barst tvær neyðarbeiðnir síðdegis í dag. Ferðamenn lentu í sjálfheldu í hömrunum fyrir ofan Reynisfjöru og bíll með fjórum farþegum festist í Skyndidalsá. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu yfirgaf fólkið bílinn en treysti sér ekki að vaða í land vegna straumþunga.

Áin náði fólkinu í mitti og hélt það í bílinn í um 40 mínútur þar til björgunarsveitarmenn komu þeim til bjargar.

Mikið og þungt brim var í Reynisfjöru í dag og var erfitt fyrir björgunarsveitarmenn að koma fólkinu sem lenti í sjálfheldu til bjargar. Því var leitað eftir aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar en var sú beiðni afturkölluð þar sem fólkið komst sjálft niður úr hömrunum heilt á húfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×